Vísir - 13.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 13.08.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 19 kista mín var flutt þangað upp, og jeg fór úr frakkanum og vestinu og og tók af nijer liálslínið, því jeg ætlaði að þvo rækilega af mjer ferða- rykið. Þegar jeg var að þessu var barið að dyrum og jeg opnaji þær hægt. og var þar kominn vinur minn Kahn, sem heilsaði mjer með hýru brosi. »Jeg sje að þig undrar að sjá mig hjer kæri vinur« sagði hann; »en nú skal jeg segja þjer hvernig í öllu liggur. Kvöldið sem við skildum í París, varð jeg nauðugnr viljugur að fylgja nokkrum vinum mínum heim til þeirra og varð þess vegna ómögulegt að hitta þig þar aftur. En svo er jeg ekki fyr kominn hing- að, en jeg sje þig koma inn. Við hljótum að hafa komið báðir með sömu járnbrautariestinni, án þess að vita hvor af öðrum.« Annaðlivort hlaut nú þessi bros- hýri maður að vera alveg saklaus, eða þá að öðrum kosti átti jeg hjer í höggi við afar slunginn bófa. Jeg sagði honum nú hvað fyrir mig hafði komið í París, og veitti hon- nákvæma eftirtekt á meðan jeg sagði söguna. En hann ljet aðeins mjög eðlilega í Ijósi undrun sína og gremju, og barmaði sjer yfir, að hafa ekki getað verið mjer til aðstoðar. »í þínum sporum skyldi jeg vissu- Iega hafa leitað til lögreglunnar,* sagði hann. »Gott og vel« sagði jeg hæft og seint. Það sem hann eða þeir hafa verið að leita að er nú komið þangað, sem því verður ekki náð.« Þessi orð mín höfðu merkileg áhrif á vin minn. Hann stokkroðn- aði snjeri sjer að hurðinni og læsti henni af, og hvæsti framan í mig, »þú lýgur, þú hefur kassan eða inni- hald hans í töskunni þinni. Fáðu mjer hana strax — annars verður þú ver úli, Jeg er orðinn þreyttur á þessum eltingaleik.* »Ertu vitlaus maður« sagði jeg steinhissa á breytingunni sem hann hafði tekið. »Nei, jeg er með öllu viti« svaraði hann tafarlaust. »Þú ert alveg ný- kominn hingað, og hefur ekki haft tíma ennþá til að koma kassanum fyrir eins og í París. Kondu nú strax með hann. Jeg vil ekki heyra neitt bölvað slúður úr þjer.« Jeg leit í kringum mig og svip- aðist eftir einhverju — jeg veit eiginlega ekki hverju — máske eftir bjöllu til að hringja á hjálp, máske eftir vopni — jeg veit það ekki, aðeins man jeg að jeg svipaðist I eftir einhverju. Taskan mín var I undir rúminu og var læst. Skeð getur, að hefði hún verið nær hendi | og opin, að Kahn þá hefði reynt að beita brögðuin til að ná því sem hann vildi fá. En hvað sem nú er um það, þegar jeg nú leit undan, rauk hann á mig þreif utan um hálsinn á mjer Hann var talsvert hærri maður en jeg, svo að hann varð heldur að beygja sig ofan að mjer. Jeg tók hann hryggspennu og vóg hann upp og tókst að slengja honum niður, en hann dró mig með sjer í fallinu. Við byltumst nú á gólfinu og reyndi hanu að koma mjer yfir að veggnum, sem fjærstur var rúminu. Hann var ófaná, en jeg lamdi hann í síðuna með hnjenu og reyndi að ná taki um háls hans með hægri hendinni. Hann reyndi sífelt að koma mjer yfir að veggnu.j og gjöra mig með- vitundarlausan. Báðir gerðum við okkar ýtrasta, svo glíman var upp á Iff og danða. Hið rauðglóandi hatursþrungna andlit hans var þjett við mitt, og jeggjörði alt sem í mínu valdi stóð til að yfirbuga þennan slæga mótstöðumann. Við slengd- umst í veggina fram og aftur, og alt sem á þeim hjekk — myndir og skrautgripir hentist til og frá um herbergið. Alt í eir,u gat Kahn losað annan handlegg sinni, og sló mig tafar- Iaust rokna högg á höfuðið með einhverju vopni —- jeg veit ekki hvað það var — og misti jeg þá meðvitundina. Frh. Tollur af „sætri saft“. Stjórnarráðið hefur gefið svo hljóðandi úrskurð um toll af sætri saft, sem menn voru lengi í vafa um hvort tollskyld væri eftir hin- um nýu lögum: Útaf fyrirspurnum, er komið hafa frá ýmsum lögreglustjórum um það, hvort greiða beri toll af »sætri saft« samkv. 1. gr. 3. lið í lögum um breytingu á tolllög- um fyrir Island nr. 37, 8. nóv. 1901, staðfestum 11. júlí 1911 og gengnum í gildi 17. s. m. skal yður gefið til kynna, að þar sem það er skýrt tekið fram. í tilvitn- aðri lagagrein, að greiða beri til landssjóðs gjald af »óáfengum ávaxtavínum, ávaxtasafa og öðrum óáfengum drykkjarföngum« þá virðist enginn vafi á því vera satnkv. orðalagi liðsins að hjer til eigi að teljast »sæt saft sem tollskyld vara. Auðvitað er það, að »sæt saft« er ekki að eins notuð til drykkjarfanga, heldur einnig til matar; en þótt hún sje notuð ti! hvorutveggja, þá er eigi hægt að gera greinarmun á toll- skyldu »sætrar saftar* eftir því hvort hún er ætluð til drykkjar- fanga eða matar, því slíkt er eigi hægt að fá vissu um við innflutn- ing hennar, til hvors af þessu tvennu hún verði notuð. Ennfremur skal það tekið fram, að tneð lögunum hefur verið œtl- ast til þess, að »sæt saft« skyldi vera tollskyld vara. Sjest það á því, að alþingisnefnd sú, er gerði breytingar ástjórnarfrumvarpi laga þessara og orðaði 1. gr. 3. lið laganna eins og hann nú er í þeim, kemst svo að orði í nefnd- aráliti sínu (þirrgskjal 4Ó3) um þetta mál: .... Ætlumst vjer til, að hin- ir ýmsu óáfengu drykkir, sern nú eru talsvert notaðir, og að líkind- um verða meir og meir riotaðir framvegis, þá er áfengisdrykkir hverfa úr sögunni, verða allir tollskyldir, og ætlumst vjer til að viðaukatillögur vorar við 1. og 3. tölulið 1. greinar taki yfir aila þesskonar drykki undantekning- arlaust og hverju nafni sem þeir nefnast« .... Það verður því að álita að alls- konar »sæt saft« sje nú tollskyld vara. Ghr. dunchers Klædefabrik Randers. Sparsommelighed er Vejen til Vel- stand og Lykke, derfor bör alle som vil have godt og billigt Stof (ogsaa Færöisk Hueklæde) og som vill have noget ud af sin Uld eller gamle uldne strikkede Klude, skrivetil Chr. Junc- hers Klædefabrik í Randers efter den righoldige Prövekollektion dertilsen des gratis. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.