Vísir - 16.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 16.08.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 23 ARNI EIRIKSSON Austurstræíi 6. Nýkomin feiknin öll af V ef n aðarvöru m með Vestu og Sterling. T.d. Stubbasirs Vetrarsjöl Chasemirsjöl Frönsk sjöl Treflar Leikfimisbolir Slifs- isborðar Undirlíf Kvensvuntur Flúnnel Lastingur Bróderingar og Blúndur og óte jandi margt fleira. konsúlssetrinu, og sagði hann ínjer hvað gerst hafði á þessa leið: Áflog okkar Kahn’s höfðu vakið eftirtekt fólksins, sem var í næsta herbergi við okkur, en það var herra Rudolph Stehndorf, formaður hljóð- listastofnunarinnar í Wien, og kona hans. Þegar myndirnar og húsgögn- in hentust um herbergi okkar með harki miklu, kallaði herra Rudolph á dyravörðinn og bað hann að sefa bölvaðan hávaðan í Nr. 8. Dyra- vörðurinn hafði svo barið að dyr- um hjá okkur en fjekk ekkert svar. Fjekk hann sjer þá fleiri menn til liðs við sig og brutu þeir upp her- bergið. Hinn slungni Kahn spratt upp frá gólfinu í því að þeir komu inn, og kallaði hann til þeirra um leið og hann benti á mig. »Gætið þið að honum, látið þið hann ekki sleppa, þetta er versti þjófur, jeg ætla að hlaupa eftir lögreglunni. Og áður en hinir undrandi gisti- hússþjónar voru búnir að átta sig, var hann sloppinn. »En herra læknir, »náði hann verð- brjefunum rnínum* ? spurði jeg ótta- sleginn. »Hann hafði ekki tíma til að ná neinu, nema að hann hafi þá verið búinn að því áður en þið tókuð saman. Kistan yðar var lokuð.« »En taskan mín?« stundijegupp óðslega. »Hún var líka harðlæst.« Jeg hafði verið fluttur á heimili herra Cobb’s, og var nú straks sent í gistihúsið til að vitja um farangur minn. Mjer til mikillar gleði heyrði jeg, að gestgjafinn liafði læst hann inni á einkaskrifstofu sinni straks eftir bardaga okkar Kahns. Og fann læknirinn þar alt í röð og reglu. Ennþá var nokkur tími þangað til jeg átti að afhenda verðbrjefin. En þegar þar að kom, varð jeg að fara með reifað höfuðið, því Kahn hafði gefið mjer eftirminnilega ráðn- ingu. Frú Pultzer furðaði vissulega á hinni óvæntu afmælisgjöf, en ekki furðaði liana minna útlit brjefberans. Jeg dvaldi hjá henni nokkra daga og byrjaði svo á hinni eiginlegu skemtiför minni. Herra Pultzer frjetti bráðlega um æfintýri mitt, og skrifaði hann mjer mjög vingjarnlega og vottaði mjer samhygð sína. Nl. Eaddir almennings. Leiðarvísir í sjómennskn hjet bæklingur er Sveinbjörn Á Egilsson gaf út hjer á árunum. Bók- in er hin þarfasta enda liefi jeg heyrt, að væntanleg sje önnur út- gáfa aukin. Þar verður þessi kafli: »Spurning: Er rjett að yfirmenn danskra orlogsskipa sem við ísland eru, sje viðstaddir ef íslendingar minnast einhvers landa síns, sem ekki hefur verið danskur íslending- ur? Svar: Nei, slíkt má ekki eiga sjer stað. Ef yfirmönnum er kuun- ugt um nokkur hátíðahöld verða þeir að hverfa á braut á skipi sínu áður en þeim berast boðsseðlar til að vera viðstaddir hátíðahöldin. Spurning: En efskipið fer ekki lengra en svo, að yfirmennirnir eru í landi og það á stöðvum hátíðar- nefndar dagin fyrir hátfðina og fá þá boðsseðlana? Svar: Yfirmennirnir hafi boðið ekki að neinu. Spurning: En ef blaðasnápur kemst að þessu og telurslíka fram- komu ókurteisi við íslendinga. Svar: Ef einhver launaður mör- Iandi er á skipinu er gott að láta hann bera blak af yfirmönnunum. Hann getur t. d. haldið því fram að skipið liafi handsamað botnvörp- ung um þessar mundir. Sjer þá hver maðurað brjefin hafa ekki kom- ist til skila. Best af öllu er þó að fá prófessor í lið með sjer og láta hann helst gefa vottorð um að boðs- brjefin hafi verið send nokkru seinna en þeim var skilað viðtakendum. Er þá ekki hægt að saka yfirmenn- ina um ókurteisi lengur. Spurning: Er ekki hægt að hafa einhverja aðra umfangsminni aðferð, til þess að dylja ókurteisina, en þessa? Svar: Jú, en reyndar er það ó- þarfi þegar íslendingar eiga í hlut og hægt er að nota þá sjálfa yfir- mönnunum til aðstoðar. Það er auðvitað hægt að fara lengri vega- lengd frá aðalhátíðarstöðinni en sam- svarar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og svo að koma ekki »inn« straks daginn eftir hátíðardaginn. Spurning: t. d. ef afhjúpa á minnis- varða íslendings? Svar: Þá erbetraað orlogsskipið fari annað hvort til Færeyja eða norð- ur á Siglufjörð.« Það var versta klúður, að prent- un bókar þessarar skyldi ekki vera lokið fyrir 12. júní, en vonandi verð- ur hún þó komin út áður en minn- isvarði Jóns Sigurðssonar verður af- hjúpaður. Halldórr. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.