Vísir - 25.08.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1911, Blaðsíða 2
38 V I S I R TIL LEIGU frá 1. október er allt húsið no. 53 við Vesturgötu. Mánaðarleiga er 35 krónur. Lysthafendur snúi sjer til J. P. T. BRYDES VERSLUNAR. y /erslunarskýrslur Islands fyrir 1909. ----- Frh. Siglingar. Um siglingar til landsins, hve mörg skip hafi komið, og hve margar smálestir skipin hafi verið> eru til áreiðanlegarskýrslur frá 1787 til 1880. Þær eru í sjóleiðabrjefa reikningunum, sem nú eru komnir á landskjalasfnið. Hvert skip átti að greiða gjald af hverri Iest; þetta var sama sem aðflutningstollur, en hjet þó ekki því nafni. Þetta gjald var afnumið 1880, og eftir þaö semja sýslumenn og bæarfógetar og umboðsmenn sýslumannaskýrslu yfir skipakomur til landsins. Til landsins hafa komið þau skip, sem nú segir: Árin: Tala Tala skipa. sniálesta. 1787- -1800 meðalt. 55 4366 1801- -10 — 42 3531 1811- -20 — 33 2665 1821- -30 — 54 4489 1831- -40 — 82 6529 1841- -50 —: 104 7664 1851- -60 — 133 11388 1861- -70 — 146 13991 1871- -80 — 195 20716 1881- -85 — 149 36445 1886- -90 — 264 46202 1891- -95 — 330 54373 1896- -00 — 368 70218 1901- -05 — 385 92101 1906 401 116901 1907 496 163717 1908 379 139273 1909 318 116493 Siglingar til landsins minka 1908 og 1909 eins og verslunin. 1909 eru einkum brögð að því, þá er smá- lestatalan komin aftur niður í það sem hún var 1906. Öll skip, sem komu til lands- ins frá öðrum löndum koma frá Danmörku frá 1787—1854, því • danskir þegnar einir máttu versla hjer. Árið 1854 var verslunin gef- in frjáls við allar þjóðir, og þá byrjuðu nágranna þjóöirnarsmátt og smátt að verslahjer.Sigurður Hansen, er samdi langmestan hluta landshags- skýrslnanna fyrir 1874 reiknaði út hve mikil siglingin var hingað frá ýmsum Iöndum frá 1855—1874, og hefir þeim útreikningum verið haldið áfram til 1880, en eftir 1888 og til þessa tíma bera skýrslur um skipakomur það með sjer, hvaðan skipin koma. Dregnir saman verða útreikningarnir 1854—1880 þann- >g: Árin Frá Frá öðrum Danmörku löndum 1855— 60 81,0% 19,0% 1861 — 70 65,3— 33,7— 1871 — 80 51,0— 49,0— Eftir 1855 byrjuðu Norðmenn fyrst að versla með timbur. Á eftir þeim komu Skotár, þeir settu hjer upp fastar verslanir 1866, og keyptu aftur 1875 lifandi fjenað og hross. Frh. Raddir almenniiigs. Eftirtektaverð nýnng. Þess var getið í Lögrjettu um dag- inn, að Stefán bóndi Jónsson á Reykj- um í Mosfellssveit hiti hús sín með vatni úr laug, sem þarer, og leiðir hann vatnið í pípum inn í húsin og um þau. Stefán mun vera fyrsti maður hjer álandi, einsog »Lögr.« segir, sem þetta hefur gert, og er það mjög eftirtektavet og Iofsvert, eins og allar nýUngar, sem gerðar eru til hagsmuna landi voru og þjóð, og »praktiskar« eru.1) Mjer fintist Reykvíkingum muni J) Jeg minnist ekki að hafa sjeð get- ið um þetta i »Vísir«, og þykir mjer það þeim mun undarlegra, sem blaðið nýlega er að lofa annan mann íslenzk- an að verðleikum, fyrir störf hans þjóð vorri til gagns og sóma (þ. e. Magn. Ólafsson ljósmyndari) og notar það tækifæri til að hnýta í »stóru blöðin« okkar fyrir, að þeim sjáist heldur oft yfir að geta þess, sem iandar vorir gjöri vel. Þetta kemur því líklega fremur af athugaleysi »Vísis,« lieldur en af því að Stefán mun vera af öðru póltísku sauðahúsi en ritstjórinn. mega detta margt íhug, þegar þeir heyra þessarar nýungar getið. Mundu þeir ekki líka geta notað sínar laug- ar líkt og Stefán. Kalt vatn er leitt í flest hús borgarinnar alla leið inn- an úr »Gvendarbrunnum«, mætti ekki líka leiða heitt vatn í húsin innan úr laugum? Það er ekkert vafamál, að væri þetta framkvæmanlegt með kleifum kotnaði, þá er hjer um það stærsta hagsmunamál að ræða fyrir bæinn, sem á dagskrá hans getur komið. Yrði hægt að nota vatnið úr laug- unum i staðinn fyrir meiri hluta þess eldsneytis, sem bærinn flytur inn árlega, þá þyrfti kostnaðarmun- urinn ekki að vera svo afar mikill, til þess að heildarhagnaðurinn yrði samt sem áður gífurlegur, auk þess sem eldsvoðahættan hyrfi að miklu leyti og vátryggingætti þvíað verða mun ódýrari. Jeg hefi ekki tök áaðfara lengra út í þetta mál vil að eins benda heiðruðum bæarbúum á þetta, og beina þeirri spurningu til þeirra, hvort ekki sje vert að hefjast handa og fá þetta mál rannsakað til hlítar. Reykvíkingur. G-istihúsið í skóginuin. Rússnesk saga eftir Oaston. Þýdd úr Dönsku. Veturinn hafði haldið innreið sína í hið mikla Rússland. Sleð- arnir þutu fram og aftur um göturnar, og bjölluhljómurinn var prýðilega samróma blísturs- hljóði vindarins. Pað var sem leikið væri á hljóðfæri í byrjun gleðileika undir berum himni—í því landi, sem leiknir eru svo margir sorgarleikar; þar sem sól- in blessuð þó skín jafnt á ríka og fátæka, og uppljómar margar fagrar borgir, með hinum mörgu og kostbæru höllum, og gullnu kirkjuturnum. Pessi saga segir frá auðugum kaupmanni, sem átti heima í St. Pjetursborg. í þeirri borg eru Vetrarhöllin og Sumarhöllin meðal annaratignarlegrahalla,semRússa- keisari á. ÍVetrarhölIinni hefur keisarinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.