Vísir - 25.08.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1911, Blaðsíða 1
115 VISIR Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá8.ágúst. kosta: Áskrifst. 50a. Send út um landöO au. — Einst.blöð 3 a. Afgr. á horninu á Hotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Föstud. 25. ágúst 1911, Sól í hádegisstað kl. 12 29' Háflóð kl. 6,8' árd. og kl. 6,27' síðd. Háfjarakl. 12,20'síðd. Afmæli r dag. J. J. Lambertsen, kaupmaður. Afmæli á morgun. Frú Kxistbjörg Einarsdóttir. Frú Málfríður Jónsdóttir Sæmundur Bjarnhjeðinsson, læknir. Póstar f dag. Austri fer í hringferð. Ingólfur til ög frá Garði. Ask fer til útlanda. Póstvagn kemur frá Ægissíðu. Póstar á morgun. Póstvagn fer til Þingvalla. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. ií Veðrátta í dag. bfl O o '£ •< J3 •o e > öí a ,a <3 CLÍ > Reykjavík Isafjörður Blönduós Akureyri Orímsst. Seyðisfj. Þórshöfn 756,6 759,5 -760,2 758,4 -723,0 757,9 648,7 f 7,0 • - 6,3 ¦- 5,1 -- 5,0 -4,2 -- 6,3 -10,5 N NV ANA 0 0 Á 'í 0 0 4 Ljettsk. Skýað Skýað Regn Alsk. Alsk. Regn Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 == fárviðri. Úr bænum, Lavoasier, frakkneska herskipið, sem hjer hefir Iegið nokkra daga, fer í nótt áleiðis til Dublin. Tekur póst í kveld. Austri fór í dag umhverfis land og með honum Jón Ólafsson ritstj. til Austfjarða. Sig. Guðmundsson cand. mig. til Sauðárkróks, Ólafur Björnsson ritstj.og Sig.Guðmundsson afgreiðslumaður umhverfis land. Andrjes Fjeldsted augnlæknir er nýkominn úr lækningaferð sinni umhverfis land. Biblíufyrirlestur í „Siloam Sunnudag kl. 6x/2 síðdegis. J. C. Raft frá Kaupmannahöfn talar (með túlk) um efnið: Þusundára-ríkið eða friðar-ríkið. Verður það á himni eða hjer á jörðu? Hvenær hefst það? Allir velkomnir. Arsæll Arnason bókbindari fór ekki erlendis með Sterling síðast, svo sem Vísirsagði, eftir afgr. Thore- fjelagsins. Aftur fór bróðir hans Þórhallur bakari. "Mtan a$ lan&i. Veitingahús brennur. Um síð- ustu helgi brann veitingahúsið á Hvammstanga. Allstórt hús, nýlega byggt. Róstusamt hefir verið á Siglu- firði þetta sumarið, en fram úr keyrði á mánudaginnvar. Þáhðfðu Norðmenn tekið sjer ríflega neðan í því, og gengu um þorpið með ópum og óhljóðum og Ijetu ófrið- lega. Lenti víða með þeim í handa- Iögmáli, en fslendingar höfðu forð- að sjer í húsin og er Norðmenn leituðu þangað voru þau harðlokuð. Ekki var opnað þó peir skoruðu á menn að opna fyrir sjer og tóku þeir þá að brjóta það sem hægast var að vinna á og voru fáar rúður heilar í þorpinu eftir það kveld. Eins brutu þeir grindur og annað er fyrir fanst. Hjálpar var leitað til Akureyrar. Norðmenn vissu (símleiðis) að Valurinn var við Færeyar í símlagn- inga stússi rþar og höfðu ekkert að óttast. Þessi varðskipsræfill er verri n gagnslaust. Halldór Steinsen Iæknir íÓIafs- vík fjell af hesti og meiddist mjög á höfði. Er á batavegi. Verslunarhús brenna. Á Una- ósi við Hjeraðsfl. brann fyrir skömmu verslunarhús fjelagsins »Framtíðin«, sem hefur aðalstöð sína á Seyðis- firði, en útibú þarna. í húsinu var bæði íbúð og sölubúð og var nær engu bjargað úr sölubúðinni en nokkru úr íbúðinni. Vörugeymslu- hús átti verslunin þar nálægt og sakaði þau ekki. Enn hefur ekki frjettst um upp- tök eldsins eða hve miklu skaðinn nemur. Karl XII. Var haim kvenmaður? ------ Frh. Aurell tekur það fram, að þótt engar þær sagnir sem til eru af Karli XII. gjöri kynferði hans að umtalsefni, þá sjeu þó allir sagna- ritarar sammála um þær staðreynd- ir, er benda í þá átt að gjöra það mál efasamt. Karl XII. fæddist árið 16Q2. Karl XI. faðir hans hafði lengi þráð að eignast son, er gæti orðið eftir- maður hans. Aurell sýnir nú fram á með rökum, að hefði nú kon- ungi fæðst dóttir, þá hefði hann og hirðin vel getað látið það ber- ast út að sveinbarn hefði fæðst. Það er alkunna, að faðir Karls XII. var aðal-kennari hans, og að allt mögulegt var gjört til þessaðgjöra hinn unga prins harðgjörðan. Hann var látinn iðka likamsæfíngar og veiðiskap tiinunum saman og fekk með því nióti þá stálhreysti, sem kom honum að svo góðu liði í svaðilförum hans seinna á æfinni. Þegar Karl XII. var 15 ára gam- all dó faðir hans, og tók hann þá við konungdómi í Svíþjóð. Allar mögulegar tilraunir voru gjörðar til ið fá hann til að kvongast. En hinn ungi konungur var ekki ein- ungis ófáanlegur til að giftast, held- ur var ekki einu sinni nokkurn tíma við kvenmann kendur. Vol- taire lýsir Karli XII. þannig: »Hinn ungi konungur var meðalmaður á hæð og göfugmannlegur ásýndum. Hann hafði fagurt enni, stór blá augu, sem blíðan skein út úr, vel skapað nef og yfir höfuð andlits- lit, sem hver fögur kona gat öf- undað hann af.« Þessa lýsingu hef- Voltaire eftir forsætisráðherra Karls XII. og aðrir sagnaritarar eru hon- um sammála, og taka það fram, að þó líkami konungs væri vöðvastælt- ur þá hafi hann þó meir líkst konu en karli, og að hár hafi hann haft bæði mikið og frítt. Nl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.