Vísir - 05.09.1911, Page 2

Vísir - 05.09.1911, Page 2
54 V I S I R Lífsábyrgðarfjelagið KRÓNAN í Stokkhólmi er besia og ódýrasia lífsábyrgðarfjelagið á Norðurlöndum. Tekur börn og fullorðna í lífsábyrgð sína og iðgjöldin 1 sinni til 4 sinnum á ári, eftir því, sem hverjum er hægast að greiða þau. Tryggið Iff yðar og gjörið það í lífs- ábýrgðarfjeginu KRÓNAN. Umboðsmaður í Reykjavík Sigurborg Jónsdóttir Klapparstíg 1. I ur á Sljettu og liófust þegar hinar fjörugustu og alúðlegustu viðræður. Fjölskylda þessi heitir Bergikow, en ekki skal jeg ábyrgjast neitt um rjettritun á því nafni því engin var þar skriflærður þeirra á meðal. Kona ein er þeirra elst, heitir hún Bergika Rebekka Bergikow, 48 ára að aldri og er hún móðir og tengdamóðir allra hinna. Hún hefur aðal leið- sögu flokksins, en tengdasonur henn- ar herra Robert Bergikow gengur henni næst að virðingu og völdum. Hann er 36 ára. Þau " eru af norsku Lappa kyni. En Lappar eru svo sem kunnugter lítill þjóðflokkur (um 25 þúsund sálir) og byggja Noreg nyrst, Sví- þjóð, Finnland og Rússland. Litlir menn skolgulir á hörundslit, svart- hærðir, nefsmáir og með lítið eitt skásett augu. Þau töluðu nokkurnvegin norsk- dönsku en annars geta þau brugð- ið fyrir sig töluvert ýmsum Noröur- álfumálum. Þau hafa ferðast víða um álfuna og hafa frá mörgu að segja og jeg gleymdi alveg tímanum og sat þarna langa lengi. Mjer var starsýnt á hið mikla silfurskraut gömlu frúarinnar, hún hefur annars verið fríðleiks kona á yngri árum. Ungu frúrnar höfðu sig minna frammi, en þær eru elsku- legar líka. Loks rankaði jeg við mjer, þakk- aði fyrir hinar alúðlegu viðtökur, kvaddi og fór. Bráðum skemtir flokkurinn Reyk- víkingum og heldur svo máske víð- ar um landið. S. Skógareldarnir í Poreu Pine. í Ontaríu-fylki í Canada hafa geysað stórfeldir skógareldar og segir Heimskringla frá þeim á þessa leið: Um tvö hundruð manns-—-menn, konur og börn—liafa farist, ýmist brunnið eða druknað, og fjöldi þeirra, sem bjargað hefur verið, eru skaðmeiddir, — sumir blindir, aðrir limlestir, og flestallir hörmulega leiknir. Brunasvæðið tekur yfir rúmar þúsund fermílur, og heilar sveitir og bæir liggja gersamlega í bruna- rústum. Aleiga fleiri þúsunda manna uppsvelgd af þessu geys- andi eldhafi, sem engu þyrmir, er fyrir verður, og skilur eftir auðn eina, þar sem áður voru blómleg býli, bæir og mannvirki. Bæirnir Cochrane, South Porcupine og Potts- ville liafa eyðilagst. Sömuleiðis námamannabýlin umhverfis West Dome, námurnar og sveitirnar Lang- muir, Eldorado, Shaw, Deloro og Ogden, McArthur og Cripple Creek. Lýsingarnar á þeim hörmungum sem vesalings fólkið hafði við að stríða,eru átakanlegar. Fyrst reyndu allir, sem vetlingi gátu valdið, að vernda eignir sínar og stöðva út- breiðslu eldsins. Stóð margur mað- urinn og konan upp undir hendur í fenum og foræðum, lækjum og vötnum, svo sólarhringum skifti og reynda að stemma stigu fyrir eld- hafinu með því að bera vatn á eld- inn og grafa skurði. En þetta erf- iði vesaling fóiksins hafði litla þýð- ingu, eldurinn geisaði engu að síð- ur, og framrás hans gat enginn mannlegur kraftur stöðvað. Það eina, sem fólkið gat því gert, var að reyna að forða sjálfu sjer úr eldh'afinu, en það var miklum örð- ugleikum bundið, því eldurinn um- lukti það sumstaðar á alla vegu. Eini björgunarvegurinn var með bátum eftir ánum, en bátarnir voru fáir og menn þyrptust í þá í hóp- um, og sumstaðar svo margir, að báturinn var ofhlaðinn og sökk og drukknuðu þeirsem á voru. Frá Big Dome námunni lögðu 240 ítalskir verkamenn af stað fótgangandi og hugðust að bjarga sjer gegnum skóginn, meðfram lækjarfarveg. En aðeins helmingur af mönuum þess- um komust lífs af, og skaðskemdir flestir. NI. G-istihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Furstinn stóð með hægð upp af stól sínum og gekk nokkur skref á móti henni. Svo sagði hann með dimmri rödd, sem jafnframt var nokkuð kaldranalega: »Hverju hef jeg þann heiður að þakka, frú Markowna, að þjer heimsækið mig?« »Jeg kem, yðar hátign, til að ákalla hjálp yðar.« — Meira gat hún ekki sagt í svipinn, og augu þennar fylltust tárum. Lögreglustjórinn horfði hvasst á hana og sagði, umleið oghann benti henni að fá sjer sæti: »Jeg bið yður, frú, að tala ró- lega og óttalaust. Jeg tek vand- MT ♦

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.