Vísir - 07.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 07.09.1911, Blaðsíða 2
66 V I S I R Eldingar, Ekkert er óútreiknanlegra en liátta- •ag eldinganna, þegar þeim Iystur á jörð niður. Stundum kveikir eldingin í öllu og drepur alf, sem fyrir henni verð- ur, bræðir járnstangir á svipstundu brýst í gegn um álnarþykka stein- veggi, eða grefur 5 feta djúpa gröf ofan í jörðina. Stundum bræðir hún eyrnahring eða gullfesti eða svíður skó á fæli, án þess að sá, er þessa hluti hefur á sjer, kenni sjer nokkurs meins. Það hefur komið fyrir, að eld- ing fleygdi nokkrum mönnum, er leitað höfðu skjóls hjá pílutrje, um 10 fet frá trjenu án þess að meiða þá hið minnsta, og einu sinni sló eldingu niður í fern;dan kolavagn og þeytti kolunum í allar áttir, en hesturinn og ökumaðurinn sluppu ómeiddir. Hinn 5. nóv. 1755 laust eldingu niður i púðurgeymsluhús rétt hjá Rúðu (Rouen). Eldingin braut alla loftbitana í húsinu, og fór niður á milli 800 púðurtunna, og brotnuðu tvær af tunnunum, en ekki kviknaði samt í neinu. Þegar menn verða fyrir eldingu, brennurstundum líkaminn ogsviðnar, allur eða að nokkru leyti án þess að jafnvel nærfötin beri hin minstu merki þess, að þau hafi einu sinni konúð nálægt hita. Menn vita þess eitt dæmi, að hendur á manni, sem fyrir eldingu varð, brunnu alveg að beinum, en vetlingarnir á höndun- um voru óskemdir. Árið 1838 vili það til, í Vic-sur-Aisne, að þrír hermenn er úti voru staddir í miklu óveðri, leituðu sjer skjóls hjá lindi- trje. Eldingu laust þar niður og drap þá alla á augnabliki, en samt sem áður stóðu þeir kyrrir eins og ekkert gengi að þeim, og föt þeirra voru óskemd. En þegar komið var til þeirra og snert var við þeim, þá hrundu þeir niður og urðu að ösku. Stundum eru áhrif eldingarinnar alveg gagnstæð þessu, þannig, að sá sem fyrir eldingu verður, missir öll fötin, en er alveg ómeiddur. Þannig vildi t.d.til ll.ágúst 1855. Maður nokkur, sem var á ferð hjá Vallerois, var lostinn af eldingu og fjell í rot. Eftir 10 mínútur rakn- aði nraðurinn við, og mutidi ekkert hvað fyrir liafðí lcomið, en skalf af kulda, því hann var allsnakinn. Skór hans og tætlur úr fötum lágu á víð og dreif langt í burtu. Það er margsannað, að þeir, sem elding lýstur til bana, eru eftir dauða nákvæmlega í þeim stellingum, sem þeir voru í á því angnabliki, sem eldingin hitti þá. Eitt hið Ijósasta og víðfrægasta dæmi þess er við- burður sá, sem varð i Everdon á Englandi 27. júlí 1691 og sam- tímis var athugaður af presti nokkrum, Butler að nafni, Tíu sláttumenn höfðu leitað sjer skjóls undir limagarði nokkrum. Eldingu sló niður og drap hún fjóra þeirra og sátu þeir þar eins og steingjörðir. Einn þeirra hjelt ennþá tóbaki milli fingra sinna; hafði hann ætlað að fara að taka í nefið. Annar hafði hund sinn, sem einnig var dauður, í kjöltu sinni, og hjelt á brauðbita í hendinni, sem hann var að bjóða hundinum. Þriðji sat með opin augun horfði í þá átt, sem óveðrið hafði staðið úr, og allt hafði skeð svo snögglega, að ekki hin rninsta svipbreyting af ótta eða sársauka hafði haft tíma til að koma í and- lit honum. Þýtt. J. j. G-istiMsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Irina starði þegjandi niður á gólfið. Það var eins og Ieiftri brygði fyrir í auga lögreglustjór- ans. Hann þurfti sýnilega ekki ákveðnara svar. »Herra Markowna var eftir því ofurlítið gjálífur«, sagði Iiann hægt og seint. »Við skulum hafa það í huga. Og enn er eitt: Hve mikla fjárhæð álitið þjer aðmað- ur yðar hafi haft með sjer þegar hann hvarf?« »Það er mjer ómögulegt að segja neitt um«,sagði Irina, »fyrri en jeg hefi talað við verslunar- fulltrúa manns míns. Og það er heldur ekki alveg víst, að það verði alveg ákveðið eftir bókun- um.c »Það verður máske of seinlegt verk og til einskis gagns«, sagði furstinn. »Það er nóg að skýra frá hvað upphæðin muni hafa verið hjer um bil. Við skulum ganga út frá því, sem fjárhæðin hefur verið undanfarin ár. Hve mikið fje kom maður yðar með úr hverri ferð?« »Einu sinni kom hann með 60,000 rúblur, og seinast kom hann með 40,000 rúblur.« Ltfsábyrgðarfjelagið KRÓNAN í StokkhóSml er besta og ódýrasta lífsáhyrgðarfjelagið á Norðurlöndum. Tekur börn og fullorðna í lífsábyrgð sína og iðgjöldin 1 sinni til 4 sinnum á ári, eftir því, sem hverjum er hægast að greiða þau. Tryggið líf yðar og gjörið það í iífs- ábýrgðarfjeginu KRÓNAN. Umboðsmaður í Reykjavík Sic^urbor^ lónsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.