Vísir - 08.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 67 Hús til leigu eða sölu. Stórt íbúöar- og verslunarhús er til leigu eða sölu í Hafnarfirði. Einnig gæti komið til mála skifti á því og annari húseign. Nánari upplýsingar gefa G.Gislason & Hay, Reykjavík. Atvinna í boði. Háseta og mótormann vantar á mótorskonnortu »Heklu«. Lýsthafendur snúi sjer til G. Gíslasonar & Hay, Reykjavík. að þakka »vatninu fiskisæla«. Al- mannagjá er hrikaleg og leiðist manni aldrei að fara um hana, nema þegar þrumur ganga, en þá er hún líka voðaleg, og kem- ur manni þá ósjálfrátt í hug, að gamli Pór sje þar inni í berg- iuu með hamarinn Mjölni á lofti og muni á hverju augnabliki brjótast þar út og mola allt í sund- ur. Öxarárfossinn ersvipmikill og gaman er að vera uppi á gjáar- barminum í góðu veðri og horfa á ána, sem kemur eins og gömul kerling með prjónana sína, vagg- andi sitt á hvort ofan úr heiðinni, þangað til hún allt í einu kippist við, færist í sprett og þýtur í hendingskasti niður fyrir bergið; þá er hún líka alvöknuð oglogn- gárarnir, sem áður voru eins og smáprjónar, eru nú hvítfyssandi löður alla leið niður að vatni. Frh. G-istihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Furstinn stansaði frammi fyrir henni, — eitt fótmál frá henni — og sagði: »Leyfið mjer að leggja fyrir yður eina spurningu, sem er nokkuð nærgöngul. — Kom ykkur hjónunum vel saman?« Irina horfði undrandi á hann. »Hvað meinar yðar hátign?* »Jegbið yður málefnisins vegna að svara þessari spurningu minni,« sagði furstinn. »Prátt fyrir ótvíræða bresti í fari manns míns, elska jeg hann samt«, svaraði hún. Lögreglusfjórinn hneigði höf- uðið. »Já, frú mín, jeg lofa yður því að lögreglan skal gjöra sitt ýtr- asta til þess, að morðinginn fái makleg málagjöld.« »Getið þjer ekki hugsað yður neina aðra ráðning á þessari gátu?« sagði Irina lágt með skjálf- andi rödd. »F>ví miður ekki«, svaraði furst- inn. »Maður yðar hefur án alls efa verið myrtur, og eina hlut- verk okkar nú er að finna morð- ingjann«. Nú varð löng þögn og þung. Lögreglustjórinn rauf hana ekki, heldur horfði hann stöðugt á Irinu hvössum augum. Pað var einsog vildi hann skyggnast inn í innstu fylgsni hugskots hennar. Allt í einu setti Irinu dreyr- rauða, og úr augum hennar skein grimmdar reiði og hatur. »Hafi maðurinn minn verið þarna úti í auðninni, þá skal jeg leggja allt mitt í sölurnar og verja öllu lífi mínu aðeins morð- ingja hans, eða morðingjum, til tortímingar.« »Pessa svars vænti jegafyður«, svaraði fu-rstinn rólega. »Má jeg heita nokkru um, að lagt verði fje til höfuðs sakamanninum?« »Jeg skal glöð borga þeim 10,000 rúblur, sem færir mjer ákveðnar og sannar fregnir af manni mínum, dauðum eða lif- andi.« Lögreglustjórinn hneigði höf- uðið lítið eitt. »10,000 rúblur er 9000 of mik- ið,« sagði furstinn blátt áfram. »En — þeim mun betra —. Jeg skal strax í kvöld senda einn af embættismönnum mínum heim til yðar til að taka nánari skýrslu. Munið þjer þá, frú mín góð, að ekkert er óverulegt eða marklaust. Segið þjer manninum alt, jafnvel hið allra þýðingarminsta, sem þjer þekkið til Ivans Markowna. Þjer verðið að opna hirslur hans, brjóta upp leynihólf, ef þess þarf, í viðurvist embættismannsins, og kynna yður innihald þeirra brjefa og skjala, sem maður yðar kann að eiga í fórum sínum. Lög- reglan skiftir sjer ekki af heim- ilis leyndarmálum öðruvísi en á þann veg, að oft getur eitt ein- asta lítilfjörlegt orð leitt till upp- götvunar á myrkustu launungar- málum. Má jeg því vænta þess, að þjer verðið staðgengli mínum innan handar í þessu augna- miði?« »Já, yðar hátign«, svaraði Irina hægt og seint. Að augnabliki liðnu kvaddi hún furstann. Hún sneri fárveik heimleiðis. Herbergismær hennar vildi senda eftir lækni handa henni, en Irina færðist undan því. Hún vissi best sjálf, hvernig sjúkleiki hennar var varið. Morð!—Ivan Markowna drep- inn og limlestur einhversstaðar á auðnum úti. — Henni fanst hjarta sitt ætla að springa við þá tilhugsun. Frh. Útgefandi: Elnar Gunnarsson, cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.