Vísir - 26.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1911, Blaðsíða 2
10 V í S 1 R Kaupið allan yðar klæðnað—jafni yst sem inst —í Fatabúð Th.Thorsteinsson&Co. því Nærföt, Vinnuföt, Spariföt, Regnkápur og Yfirfrakkar þaðan þola lengst fara best kosta minst. Utsalan stendur yfir aðeins til mánaðaraótanna. /erslunarskýrslur Islands fyrir 1909. Frh. Aðfluttar vörur 1909. Til Til R.víkur landsins kr. kr. Rúgur 1615 146798 Rúgmjöl 86593 533066 Hveiti 108607 323702 Hrísgjón 27100 179544 Bankabygg 4464 104687 Haframjöl 32446 176051 Overheadmjöl 722 94273 Baunir 4557 39587 Bygg 5120 11458 Hafrar 5049 9861 Aðrar korntegundir 31603 85458 Brauð 41828 169254 Kartöflur 11584 49622 Smjör og smjörlíki 110014 228319 Ostur 23698 38266 Niðursoðið 23926 45856 Aldini 27040 39061 Nýlenduvörur 52608 128877 Önnur matvæli 16596 43351 Kaffibaunir 65712 296105 Kaffibætir 21386 97237 Te 2337 5407 Sukkulaði, kakao 24775 60874 Sykur 194394 704794 Neftóbak 24898 77525 Reyktóbak 4971 20278 Munntóba 12025 113895 Vindlar 34799 63725 Vindlingar 4636 7520 Ö1 38126 77158 Brennivín 24084 65283 Vínandi 3661 7107 Koníak, romm, wisky 14075 26163 Rauðvín, messuvín 1938 4497 Önnur vínföng 7355 16350 Önnur drykkjarföng 6455 14044 Edik 812 2440 Steinolía 323938 487857 Annað Ijósmeti 2921 9899 Kol 353967 985187 Annað eldsneyti 7173 12795 Silkivefnaður 24399 42911 Klæði, ullarvefnaður 89944 200567 Ljereft 116477 348020 Annar vefnaður 105607 182550 Tvinni og vefjara- garn 25729 62893 Höfuðföt 21280 42991 Tilbúinn fatnaður 164824 259372 Litunarefni 1921 11084 Sápa, sódi, lín- sterkja 27539 88331 Skófatnaður 91963 143933 Skinn og Ieður 26214 51853 Einn dagurá útengjaslætti. (Þáttur úr íslensku sveitalífi) Eftir Sig. Quðjónsson. Morguninn rann upp. Veðrið var stilt og gott, dala læðan lá yfir bygðinni eins og giáleit ábreiða en fjöllin teygðu fagurbláa tindana upp í heiðbláan himininn. Sólin skein brennandi heit, og um dagmálin var þokan horfin. Það varð brak- andi þurkur, með ofur hægum sunn- an kalda. Þetta vará miðjum engja- slætti, tíðinni hagaði svo, að það skiftust á rekjudagar og þurkdagar. En í þetta skifti voru rekjudagar, búnir að vera nokkuð lengi. Menn voru því farnir að hugsa, að það myndi ætla að fara að standa á þurk- dögunum. Það var fótur og fit uppi á bæjunum í nágrenninu þenn- an morgun, því að allir áttu mikið hey á engjum. Ekki var kappið hvað minst í fólkinu á »Felli«, þvi það var stærsta og slæu mesta jörð- in í sveitinni. Sæmundur bóndi á »Felli«, sem var stór maður grár fyrir hærum og búralegur, gekk um hlaðið í hvítum strigabuxum, snögg- klæddur með sokkana utanyfir. Hann skipaði fyrir verkum. Fyrir utan skemmudyrnar stóð alt vinnu fólkið. Piltarnir á Ijósbláum nankinsbuxum með sumarhatta áhöfðinu; enstúlk- urnar á Ijósum Ijereftspilsum, með hvíta sumar klúta yfir sjer. Svo þutu allir á stað, og tók hver sitt verkfæri. ÓIi smali stóð við smiðjudyrnar, og var að telja saman beislin á hross- in; hann var ekki vel vaknaður, og njeri stýrurnar úr augunum á sjer. ---------— — En drengurinn vaknaði við fyrir skipun húsbónda síns, sem var eitthvað á þessa Ieið: »Hvað ertu að núlla strákur!* var kallað í birstum rómi; »reyndu nú að heifa þig, og vertu fljótur að sækja hrossin!* Óla brá svo við þetta að hann hrökk í kút, því að hann óttaðist hann, og hljóp þegar á stað og kallaði á Kópa sem lá uppi á smiðjumæninum, og linti eigi fyrr en frammi í hólum, þar sem hrossin voru. ÓIi fann fyrst »T,austa« gamla; það var reiðhest- urinn hans; ljómandi fallegur hestur jarpur að lit og mesti stólpa gripur. Nú var um að gera fyrir Óla, að vera fljótur heim með hrossin. Hann var því ekki Iengi að beisla »Trausta« ogkomstábak. Honum fanst færast fjör í gamla klárinn, rjett eins og hann vissi að hann þyrfti að flýta sjer. Kópi sýndi líka, aðhannvissi hvert hlutverk hans væri í.þarfir Óla; enda lá hann ekki á liði sínu, þá er hann rak hrossin heim. Það var gömul venja á »FeIIi«, að reiða á tíu hestum, þegar hirt var undan ljánum; en nú átti «tór hirðing að fara fram, því mikið hey var undir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.