Vísir - 01.10.1911, Síða 1
Kemurvenjulegaút kl.2 síödegis sunnud.
þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud.
Sunnud. I. október 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12,18“
Háflóð kl. 11‘42 árd.
Háfjara kl. 5,54“ síðd.
Afmæll I dag.
Frú Þóra Sigfúsdóttir.
Frú Jensína Mattíasdóttir.
Christophine Bjarnhjeðinson.
Póstar á morgun:
Ingólfur til og frá Keflavík.
Hafnafjarðarpóstur kemur og fer.
Stríðið.
í fyrradag lögðust herskip ítala
fyrir Tripolishöfn og bönnuðu þar
allar samgöngur á sjó og er þar
með hafiðslríð milli ítala og Tyrkja,
svo sem skýrt er frá í fregnmiða
Vísis, sem var festur hjer upp í
bænum í gær. Tripolis er höfuð-
borg í samnefndu landi á norður-
strönd Afríku austur af Tunis og
eiga Tyrkir landið. Borgin hefur
52 þúsund íbúa.
Lengi hefur verið grunt á því
góða milli ítala og Tyrkja og hafa
Tyrkir litið svo á að ítalir væru í
laumi að hjálpa Albönum. Englend-
ingar munu þó standa hjerað baki
ítölum, en þeir sjáleiká borði þar
sem Tyrkir eru bandamenn Þjóð-
verja. Við þettafá Tyrkir um ann-
að að hugsa en að skerast í Ieik
með Þjóðverjum gegn Frökkum og
Englendingum.
En eins og skýrtvar frá í fregn-
miða Vísis í gær er stríðið milli
Frakka og Englendingaannars veg-
ar og Þjóðverja hinsvegar, yfirvof-
andi. Orsökin e kali milli þjóð-
anna og sívaxandi hernaðarbragur
Þjóðverja, stórkostleg heraukning
þeirra með ári hverju, er hin stór-
veldin geta eigi þolað Hjá stríði
verður því naumast komist fyr eða
síðar. Morokko málið er að eins
átylla. Að eins eftir að vita hvort
nokkur aðila sjersjer hagíað drátt-
ur verði á því og reyni að draga
málið á langinn.
Stríðið sem nú erhafiðmilli ítala
og Tyrkja er »forspil« til hinna meiri
tíðinda. Nú um mánaðartíma hafa
stórveldin þrjú Þýskaland, Frakkland
og Bretland haft vígbúnað mikinn.
Hafa Frakkar hvatt samann allan
sinn her og haft stórfeldar heræfing-
ar daglega ogcr mikill vígbúnaður
á landamærunum.
Englendingar hafa hvatt heim flota
sinn og eru nú við öllu búnir. Þjóð-
verjar munu þó ekki hafa hvað minst-
25 blöðin frá 24. sept. kosta: Á skrifst. 50 a.
Send út um landöO au.— Einst.blöð 3 a.
an vígbúnað, því að samdægurs og
stríðið hófst milli ítala og Tyrkja
gerðu þeir sig viðbúna að fara á
hverju augnabliki með herinn til
Frakklands, er því búist við að Þjóð-
verjar ráðist inn í Frakkland þá og
þegar og hyggja þá sumir að þeir
pnuni Ieggja leið sína yfir Belgiu,
því það liggur beinast við. Belgía
1 er þó hlutlaust Iand en fáir treysta
hlutleysinu fyrir Þjóðverjunum. Belg-
ir hafa haftvígbúnað mikinn síðast-
liðnar tvær vikur til að verja hlut-
leysi sitt.
Ensk blöð vara Frakka við að
Ieggja til höfuðorustu við Þjóð-
verja þegar í öndverðu. Hvetja þá
að haga svo til að dráttur geti
orðið á því svo Englendingar fái
tóm til að setja her á land til full
tingis þeim.
Nú undanfarið hefur stríðið ver-
ið á hvers manns vörum í Norður-
álfunni, aðeins ekki hjer á Iandi
nema hvað Vísir gerði grein fyrir
málinu 20. f. m. eftir Daily Mail.
Búist er við að Þjóðverjar kunni
að draga saman flota sinn í Eystra-
salt um skurðinn gegnum Suður-
Jótland og reyni til að geyma hann
þar.
Eyrarsund er of grunt fyrir her-
skip nútímans og er því engin önn-
ur leið opiu fyrir Englendinga að
eyðileggja þýska flotann en um
Stóra beltið milli Fjóns og Sjálands.
Takist Þjóðverjum að ná valdi
yfir Stórabelti geta þeir heft för
Englendinga inn í Eystrasalt og
verndað flota sinn.
Til þess að ná valdi á sundinu
er nóg að ná Sprogö á sitt vald,
sem er lítil ey i miðju sundinu.
Má þaðan Ieggja tundurvjelum um
alt sundið á skömmum tíma og
hefta með öllu umferðina.
Vegna Iegu Danmerkur mega
Danir þakka fyrir ef þeir geta orð-
ið hlutlausir af þessum ófriði frem-
ur en Belgir.
Sennilega stilla Englendingar svo
Afgn ísuðurendaá Hotel Island l-3og5-7.
Oskað að fá augl. sem tímanlegast.
til að Þjóðverjum takist ekki að
loka fyrir sjer sundinu þó hins veg-
ar meigi búast við að þeim þyki
það ekki nema til bóta að Danir
dragist með inn í ófriðinn gegn
Þjóðverjum.
Afleiðingarnar af stríðinu verða
að sjálfsögðu voðalegar. Englend-
ingar inniloka Þjóðverja frá sjón-
um og tekur við það fyrir alla
verslun þeirra yfir sjó. Viðskifti
vor við Þýskaland verða því að
hætta meðan ófriðurinn stenduryfir
og það er víst að vjer förum ekki
varhlut af þeim afleiðingum sem
stríðið hefur í för með sjer, hvern-
ig svo sem þvf kann að Iykta.
Jafnframt því sem ýmsar vörur
hækka í verði og allir flutningar á
sjó verða afar dýrir, meðfram vegna
verðhækkunar á kolum, hækkavext-
ir af peningum gífurlega og getur
það orðið mjög tilfinnanlegt fyrir
oss fslendinga sem störfum með
svo miklu lánsfje. Vjer meigum
því vera fegnir meðan ekki frjettist
að stríðið grípi meira um sig svo
Norðurálfufriðurinn sje úti.
En ef það frjettist að vissa væri
fyrir að friðurinn hjeldist milli 6tór-
veldanna, þá væru það hin mestu
tíðindi, því öll Norðurálfan trúir á
stríðið og býst við því með degi
hverjum, efekki í dagþáámorgun
Ungllngur óskast til að passa eitt
barn á þriðja ári
Skjaldbreið
AUsk. húsgögn
fást best og ódýrust hjá
Jónatan Þorsteinssyni,
Laugaveg 31.
MUNIÐ
aö
HAUST-ÚTSALAN
hjá
Árna Eiríkssyni
stendur yfir þessa daga.