Vísir - 05.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1911, Blaðsíða 2
34 V I S ar sem stæðu út frá stjörnunni og hefur hann á tilraunastofu getað framleitt slíka hringi. Aftur álítur hann að sólblettirnir,sem mjög virð- ast ráða veðurlagi hjer á jörðunni sjeu rafurmagns Ijósbogar, en um sólina álítur hannaðsjeu samskonar hringir og um Saturnus. Menn virðast alment fallast á þessa nýu kenningu, sem kollvarpar svo mjög eldri skoðun áþessu, og hafa engin rök vcrið færð gegn henni. Stórfeldur f o r n m en j af u n d u r. í síðastliðnum mánuði fundu drengir nokkrir er voru að grafa í kálgarði í þorpinu Terslev við Ringsted í Danmörku mjög gamla og merkilega muni úrgulli og silfri als um 600 stykki. Meðal þessara muna er hálshringur 1 ^ alin á lengd snúinn sanran úr r/4 þumlungs þykk- um silfurvír og gullvír, hálskeðja fljettuð úr silfurvír 2 álna löng, fjöldi armbanda, silfurskálar, lrnífur 5 þuml. langur með silfurkeðju við og gullstöng með drekahöfði á end- anum, um 500 peningar af ýmsri stærð og gerð, sumir með arabisk- um myndum,sumirfrátímum Sveins Tjuguskeggs. Allir þessir munir hafa verið fluttir á Þjóðsafnið og er aðsóknin þar síðan stórkostleg. Mörg þúsund manns á dag. Kaddir almennings. Sunimdags sparkið. Auglýst var að knattspark ætluðu að þreyta nokkrir íslendingar og skipverjar af íslands Falk á íþrótta- vellinum á sunnudaginn. Af því að veður var gott, þá datt mjer í hug að lála mjer leiðast þar vestra dálitla stund. Á leiðinni er mjer sagt að mörlandinn hafi farið út í Fálkann klukkustundu áður en leik- arnir áttu að byrja, til þess að spyrja hvort skipverjar kæmu í land og var því játað. En hvernig fór? Þannig, að þeir rufu yfirlýsing sína, komu ekki í land og göbbuðu þar með alla Reykvíkinga er höfðu ællað að horfa á íþrótt þeirra. Erhjer úm nýja kurteisisframkomu að ræða í vorn garð, sem engan þarf reyndar að undra, því að skips- höfnin er sú sama nú sem 17. júní í sumar. D. Aths. hjervið í næsta blaði. Alþi ngisman naef n i 1911. Akureyri *Guðlaugur Guðmunds- son bæarfógeti og Sigurður Hjör- leifsson. Austur-Skaftafellssýsla *Jón próf. Jónsson Þorteifur Jónsson og *Þor- leifur Sverrisson. Árnéssýsla Hannes Þorsteinsson, *jón Jónatansson búfr., *Kjartan próf. Helgason ogSigurður Sigurðs- son Barðastrandasýsla Björn Jónsson, og *Guðmundur Björnsson sýslu- maður. Borgarfjarðarsýslu *Einar Hjör- leifsson skáld, Kristján Jónsson og Þorst. R. Jónsson. Da'asýsla BjarniJónsson og *Guðm. Bárðarson. Eyafjarðarsýsla H. Hafstein, *Jó- hannes Þorkelsson, *Kr- Benjamíns- son og Stefán Stefánsson (Fagra- skógi). Gullbringu og Kjósarsýsla *Björn Bjarnarson (Grafarh.), Björn Krist- jánsson, sjera Jeiis Pálsson, *Mattías Þórðarson kaupmaður. Húnavatnssýsla Björti Sigfússon, sjera Hálfdán Ouðjónsson, *Tr. Guð- mundsson, *Þórarinn Jónsson (Hjalta- bakka). ísafjarðarkaupstaður *S. H. Bjarna- son konsúll, *Kristján H. Jónsson ritstjóri og sjera Sigurður Stefánsson (fl.) Mýrasýslu sjera *Haraldur Niels- son prófessor og sjera *Magnús Andrjesson. Norður-ísafjarðarsýsla Skúli Thor- oddsen og *Magnús Torfason sýslu- maður (fl.) Norður-Múlasýsla *Björn Þorláks- s$n, ‘Ein'ir Jónsson próf., Jóhannes Jóhannesson ogJónJónsson (Hvanná). Norður-Þingeyarsýsla Ben. Sveins- son og *Steingrímur sýslumaður Jónsson. Rángárvallasýsla sjera Eggert Páls- son, Einar Jónsson og*Tómas Sig- urðsson. Reykjavík *Guðm. Finnbogason dr., *Halldór Danielsson yfirdómari, *Jón Jónsson dócent, Jón Þorkelsson dr., L. H. Bjarnason, Magnús Th. S. Blöndahl. Seyðisfjarðarkaupstaður *Kr.Krist- jánsson læknir og dr. *Valtýr Guð- mundsson. Skagafjarðarsýsla *Árni prófastur Björnsson, *Einar Jónsson í Brim- nesi, jósef B\örnsson, Ólafur Bríern, *RögnvaIdur í Rjettarholti. Snæfellsnessýsla *HaIIdór Steins- sen Iæknir, *Hallur Krisfyínsson á Grfshóli. Suður-Múlasýsla Ari á Þverhamri (f.) Jón Jónsson,Jón Ólafsson, sjera Magnús Blöndal, Sveinn Ólafsson í Firði. Strandasýsla AriJónsson og *Guð- jón Guðlaugsson. Suður-Þingeyarsýsla Pjetur Jóns- son og *Sigurður Jónsson á Arnar- vatni. Vestmanneyjasýsla Jón Magnús- son bæarfógeti og *Karl Einarsson sýslumaður. Vestur-ísafjarðarsýsla sjera Krisfinn Daníelsson og *Mattías Ólafsson kaupmaður. Vestur-Skaftafellssýsla *Gísli Sveins- son lögmaður og *Sig. sýslumaður Eggerz. Ný þingmannaefni eru stjörnumerkt og bændur,sem eigi er annars við get- ið um. Þeir kalla sig flokkleysingja, sem eru merktirmeð (fl.),en sjálfstæðis- menn eru auðkendir með skáletri. Eldlendingar. ---- Frh. Þegarfólkið er sestniðuí kring- um eldinn, fer hver að segja öðr- um frá því, sem við hefur borið um daginn við veiðarnar. En aftur á móti hafa Eldlendingar engar sögur eða æfintýri um það sem við hefur borið hjá þeim á fyrri tímum. Eldlendingar skiftast í marga fiokka og eiga í sífeldum óeirð- um og ófriði hver viðannan. Hef- ur hverflokkur sinn ákveðna stað eða svæði, sem hann hefur ból- festu á til aðseturs og veiða. F.n veiði einn flokkur í landi annars flokks, reynir flokkur sá sem fyrir er, að reka aðkomufiokkinn burtu og slær þá oft í bardaga með þeim. Þegar eitthvað er til að jeta og ró er heima fyrir, taka Eld- lendingar lífiuu svo náðugt, sem frekast er unt. Hafa þeir þá engar ákveðnar matmálstíðir eða svefn- tíma; en hver og einn sefur þeg- ar honum sýnist, ogvakir ogjet- ur þegar hann lystir til og það enda þótt það sje um miðja nótt; og skeytir þá engu þótt hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.