Vísir - 06.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 06.10.1911, Blaðsíða 1
141 VÍSffi 10 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., iniðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Askrifst.50a. Afgr. ísuðurendaáHotelIsland l-3og5-7. Send út um landóOau.—Einst.blöð 3 a. Óskað að fá augl.sem tímanlegast. Föstud. 6. október 1911. Eldadagur. Sól í hádegisstað kl. 12 16' Háflóð kl. 4,5' árd. og 4,23' síðd. Háfjara kl. 10,17' árd. og kl. 10,35' síðd. Afmæli í dag. Fröken Gu^laug Arason, kenslukona Fröken Kristín Arason, kenslukona Frú Sigurbjörg Guðmundsdóttir Frú Soffía Bogadóttir Frú Steinunn Kristjánsdóttir Póstar á morgun: Ingólfur fer til Akra Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Unglingarnir leggja í sparisjóð. Margir af þeim ungling- um, sem selja Vísi, leggja sölulaunin í sparisjóð. Sá sem getur sýnt á af- greiðslustofu Vísis mest sparisjóðsinnlag af þessu fje á næstu Þorláksmessu fær í jólagjöf eígulegan hlut að minsta kosti 5 kr. virði eða 5 kr. eftir eigin vali. Einhver hinna (eftir hlutkesti) sem sýna svona sparisjóðsinnlög fær grip 2 kr. virði eða peningana. Reynið ykkur nú að safna! Innlög talin frá deginum í. dag. Fleiri geta fengið að selja. *$xí ttttöndum. Kóleran, Voða ástand á ítalíu. Þúsíindir manna farast. Svo sem getið hefur verið um í Vísi, hefur kóleran verið að stinga sjer niður í sumar hjer og hvar í álfunni, þó einkum í St. Pjetusborg og Feneyum. ítalska stjórnin vildi ekki láta á því bera, að kólera væri þar í landi, og reyndi að bæla niður orðróm um það sem mest og var opin- berlega skýrt frá því hvað eftir annað, að engin kólera væri þar í landi eðaaðeinsfá tilfelli. Sótt- varnir voru þá ekki heldur hafðar sem skyldi, og hefur veikin grip- ið afar mikið um sig í landinu, en því er haldið leyndu eftir föngum. Nýlega er yfirlæknir frá Stokk- holmi, Holmgren að nafni, kom- inn heim úr skemtiför um ítalíu og fluttu »Kveldtíðindin« þareftir honum ll.f.m. þetta meðal ann- ars: Ástandið í Genua er Inœði- legt og í Livorno deya dag- lega um þrjú hundruð manns úr kóleru. Stjórnin reynir eftir mætti að hefta veikina, en samt eru ýms hjeruð, þar sem veikin geysar, talin af yfirvöldunum kólerulaus. Sviss og Pýskaland hafa ekki gert neinar sóttvarnarráðstafanir og ferðast menn þangað hindrun- arlaust frá ítalíu og má þvíbúast við að veikin gjósi upp hvar sem er í þeim löndum. Pað bar til laugardaginn Q. f. m. (daginn fyrir ólætin í Vín), í Massafra, lítilli borg norðan við Tarent að múgur og margmenni safnaðist fyrir framan sjúkrahúsið þar og heimtaði að fá að íara inn til þess að hitta kólerusjúk- lingana; en er þeim var varnað inngangur báru þeir eld að húsinu og ruddust- svo inn er þeir sem vörðu voru flúnir. Voru svo sjúklingarnir fluttir heim til sín. Margir sjúkligar skaðbrendust svo að þeim var ekki talið líf og sumir dóu á heimleiðinni, en sjúkrahúsið brann til kaldra kola. Pegar slík óstjórn á sjer stað er ekki við góðu að búast. Herlið var síðan sent til Masafra og fjöldi manns teknir fastir, sumir ef til vill þegar sýktir af kólerunni. Jon Hj. Sigurðsson settur hjeraðslæknir er til viðtals fyrir sjúklinga kl. 2—3V, e. m. í Hafnarstræti 16 (uppi). Háskóli Islands. Þegar eru innskrifaðir á hann 41 stúdent, en af þeim voru 9 útskrif- aðir af mentaskólanum í vor. Búist er við að nokkrir bætist við enn. í Guðfræðisdeild eru: Ásmundur Guðmundsson Jakob Kristinnsson Tryggvi Þórhallsson Vigfús Ingvar Sigurðsson í Lagadeild eru: Árni Jónsson Björn Pálsson Böðvar Jónsson Eiríkur Einarsson Hjörtur Hjartarson Jón Ásbjörnsson Jónas Stephensen Jón Ben. Jónsson Jón Þórarinn Sigtryggsson Ólafur Lárusson Páll Eggert Óla-on Páll Pálmason Pjetur Magnússon Sigurður Sigurðsson Steindór Gunnlögsson Þorsteinn Þorseinsson í Lœkna-eild eru: Árni Árnason Árni B. P. Helgason Árni Gislason Axel Böðvarsson Bjarni Snæbjörnsson Björn Jósefsson Einar E. Hjörleifsson Guðm. Ásmundsson Halldór Hansen Halldór Kristinnsson Helgi Skúlason Jóhannes Á. Jóhannsson Jónas Jónasson Jón Jóhannesson Jón Kristjánsson Jón Ólafsson Konráð R. Konráðsson Magnús Björnsson Sveinn V. Sveinsson Vilmundur Jónsson Þórhallur Jóhannesson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.