Vísir - 06.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1911, Blaðsíða 2
38 V I S I Raddir aimennings. Sparkið. Það sem D. segir um »Sunnu- dagssparkið« í Vísi í gær þarf dá- lítillar leiðrjettingar. Þess er getið þar að skipverjar á íslands Falk hafi gabbað Reyk- víkinga með því að koma ekki á knattsparkið fyrirliugaða, en þar ber þess að gæta að þeir sem ætluðu að »sparka« eru ekki sínir egin húsbændur. Svo vildi til að þegar »spark- menn« voru að fara ofan í bátana kom skúr nokkur og bannaði yfir- maður skipsins þeim þá Iandgöngu. Ef rigninghefði haldist var ógjörn- ingur að vera að knattsparki, en illt líka að hætta er leikar standa sem hæst, þó dembu geri. P. Hvernig Danir lítaá málin. Jeg hef leyft mjer að þýða eftirfar- andi úr Politiken frá 11. f. m. og bið Vísi fyrir. Haukur. »Þrennskonar kreppa á íslandi. Það er ekki minna, en að þrennu leyti, sem kreppir að á íslandi, um þessar mundir: alþingisforsetaskifti, ráðherraskifti og rektorsskifti. Fyrsta kreppan er á þann veg að hún heldur ætti heima í kými- leik en í verunni. Aðal hlutverkið er: alþingisforseti Skúli Thoroddsen. Eins og áður er frá greint, fjekk hann 1200 kr. bitling úr lands- sjóði, í þeirri veru, að hann mætti í Rúðu fyrir íslands hönd, við há- tíðahöldin. En þareð ekki varð vart við forsetann í Rúðu, og efamál var, hvort hann hefði komið þang- að, þá leitaði ráöaneytið upplýs- inga, bæði hjá forsetanum sjálfum og í Rúðuborg. Enn nú heldur forseti því fram, að ’nann eigi ekki að standa ráð- herra nein reikningsskil á því fje, er Alþing hafi veitt sjer. Skúli Thoroddsen hefur því látið í ljósi við ráðherra Kristján Jónsson að hann væri að vasast í því, er ekki kæmi honum við. Það er varla hægt að • scgja, að það auki álit íslands útávið, er ráðherra leitar upplýsinga erlendis, um hvort for- seti alþingis hafi gjört skyldu sína. En þess verður að gæta að kosn- ingabarátta stendur yfir nú á ís- landi, og menn þar, þegar svo stendur á, sýnast aðhyllast kenn- ingu Kristmunka: tilgangurinn helg- ar meðalið. Sagan er ekki enn á enda, því herra Thoroddsen hefur nú komið fram ineð sín gögn í málinu, sem eru nafnlaus reikningur og ferða- kofort merkt »Rouen«. í sjálfu sjer er hið síðarnefnda ekki sönn- un þess að Skúli Thoroddsen sjálf- ur hafi verið í Rouen, en í mesta lagi sönnun þess að kofortið hafi komið þangað. En fylgismenn Thoroddsens ota fram sönnunargögnum sínum og heimta að ráðherrann fari frá, þareð hann hafi lítilsvirt forseta alþingis með ærumeiðandi tortryggni. Þettað er nú önnur kreppan. Þriðju kreppunni mun ekkert finnast líkt á fastalandi Evrópu. Ráðherraskifti eru alvanaleg, en póli- tísk rektoraskifti eru fáheyrð. Á íslandi kemur þegar fyrir á fyrsta ári háskólans, stórpólitísk rektorsvandræði, og virðist auðveld- ara að koma þeim á stað en að fá Geysir til að gjósa. Kreppan sú stafar frá hátíð háskólans norska. Á hátíðinni voru staddir svo margir háskólafulltrúar, að ekki gat komið til máls, að allir fengju þeir orðið. Fulltrúunum var flokkað niður, og Danmörk og íslandi skip- að saman, sem eðlilegt var, og þá Rector magnificus Kaupmannahafnar háskóla, prófessor Kr. Erslev, sjálf- sagður að mæla fyrir þeirra höud. Rektor háskóla íslands, prófessor Björn Ólsen, sem er stiltur maður og nafnfrægur vísindamaður, f s miklar skammir fyrir þettað hjá Sjálfstæðisflokknum. Prófessor Ers- lev kvað h'afa nefnt háskóla íslands lýðháskóla (Höjskole), er þó það orð bæði hjer í Iandi og víðar í Evrópu alment notað í sömu þýð- ingu og danska orðið »Universitet« Þettað er íslandi skömm og háð- ung segja sjálfstæðisblöðin, að pró- fessor Ólsen skyldi líða annað eins! Og svo er heimtað að Hr. Ólsen segi sig frá embætfinu, sem rektor háskólans íslenska. Þarna er þriðja kreppan. Það mega menn vera vissir um, að auk þessara þriggja stóru, muni þær vera margarsmákreppurnará íslandi. Það koma gosa í politík íslands, og um þau er sem önnur gos, að ómögu- legt er að sjá þau fyrir. Vjer skul- urn engu spá um leikslokin, en tími væri til þess komin, aðsjatnaði hve kýmileg pólitík íslendinga er.« Eftir Totn Murray. (þýtt úr ensku.) — Frh. Þannig fór jeg frá einum við- skiftamanninum til annars, og eftir nokkra daga voru mjer allar vöru- tegundirnar kunnar, og hvernig þeim best yrði haldið fram. Jeg var þar í sex ár, þangað til vikukaup mitt var orðið 65 krónur. Einn dag lenti jeg á túr með drykkjumanni, og bar það þann árangur, að húsbóndi minn sagði mjer upp vistinni. Mjer brá töluvet við þettað og iðraðist þess sáran hvernigjeg hefði hagað mjer. Tveimur vikum seinnabauð gamli húsbóndi minn, mjer stöðuna afturi en jeg var þá ekkert upp á liann kominn, og vildi reyna fyrir mjer annars staðar. Forstjóri stórrar smá- sölu verslunar bauð mjer að stjórna deild er seldi alskonar karlmanna- fatnað. Jeg tók starfið að mjer. Sýnisgluggardeildarinar voru óhrein- ir og illa fyrkomið. Var það fyrsta verk mitt, er jeg kom, að fægja glugg- ana með sjálfs míns liöndum og koma sýningarvörunum laglega fyr- ir. Þetta vakti þegar traust forstjór- ans á mjer, enda fann hann fljótt inn á það, að mjer fanst deildin vera mín og á minni ábyrgð. Jeg fór að lokum að vakna til þeirrar vissu að framtíðarhorfur versl- unarmanna við smásölu, væru ekki góðar. Það er að segja tiltölulega. Jeg gat talið á fingrum mjer þá búðarmenn er störfuðu hjá fata og húsgagnasölum oghöfðu 400 Sterl- ingspunda árskaup. Á heildsölu- svæðinu var útlitið alt annað. Þar var alment að menn höfðu 1000 Sterlingspunda kaup og þar höfðn menn tugum saman 2000 Sterlings- punda árskaup. Þetta kvatti mig til að litast um á heildsölusvæðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.