Vísir - 11.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 11.10.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 51 í Reykjavík á Hverfisgötu 12 - — 33 — - Lindargötu 43 5 _ É Hafnarfirðt 2 þægilegar íbúðir í nýlegu húsi. Nánari upplýsingar gefa G. Gísason & Hay. 7 herbergja íbúð. 2 — — Dr. Gruðmundur Finnbogason er kominn aftur úr utanför sinni. Hann fór sem forfeðurnir frægu að afla sjer frægðar og frama. Frakk- landsförin var hin ánægjulegasta fyrir hann og oss Ianda hans og á heimleiðinni tók hann doktors gráð- una með sjer. Hjer kemur grein lauslega þýdd úr Politiken þar sem segir frá þá er Guðmundur varð doktor : »Hjer var þó einusinni farið með efni sem áheyrendur skildu. Það var um barnauppeldi, stúdentaásti , fulla menn og leikara. Þetta var sem sje alt mjög ljett viðfangs efni svo almenningur var allan tímann á nálum um að efnið yrði ekki nægilega þungt til þess að verða doktor fyrir! Salurinn var nærri fullur en nokuð með íslensku móti. í ræðu- stólnum: doktors efnið magister Guðm. Finnbogason. Meðal há- skólakennaranna: Dr. Valtýr Guð- mundsson og Dr. Finnur Jónsson, en honum bar þar sem deildarfor- stjóra að stýra vörn landa síns. í fremstu röð: allur íslenski stúdenta- skarinn á Garði og fegurstu íslensk- ar blómarósir í nýiendunni. Úti blakti fleygfáni háskólans e : þar hefði víst átt að vera íslenskur fleyg- fálki. Inni varði Guðmundur íslensku litina mjög fagurlega. Hann gerði það með þeim hita og fjöri sem áður er óþekt í hirium háæruverð- ugu sölum háskólans. Það var tæpasí að doktorsef úð gæfi hinum heiðruðu andmælendum ,íma til að skjóta inn orði. Hvert sinn erKro- man, Höffding eða Lehmann opn- uðu munninn raulc íslendingurinn með hniklaðar brýr upp í ræðu- stólinn eins og galdramaðurinn úr öskjunni: »Jeg á þó ekki að fara að verja það sem jeg hef aldrei skrifað«! sagði hann með hárri röddu eða: »Það virðist mjer að jeg hafi einmittsýnt svo ágæta vel« eða: »Ef jeg má ekki tala þannig, þá er öllum vísindum lokið«. Það urðu óvenju snarpar umræð- ur og mönnum dettur ef til vill í hug að hann hafi ekki getað orðið doktor. Jú, hann varð það, og það með ágæti. Því þá er and- mælendurnirhöfðu lokið sínurn að- finslum, sneru þeir við blaðinu og hrósuðu snjöllu ritgerð, sem ætti það skilið að verða útlögð á eitthvert heims- málið. Og eftir að Guðmundur hafði hnyklað brýrnar ög hrist höf- uðið framan í andmælendur sfna svo sem hann vildi segja: Þið berið ekkert skyn á það sem þið eruð að tala um! Þá sagði hann, í stað þess með engilmjúkri rödd: »Jeg hefði aldrei getað skrifað bók nn'na ef jeg hefði ekki lesið við þennan háskóla hjá svo framúrskarandi vís- indamönnum og ástúðlegum kenn- urum!« GrÍStÍllÚSÍð í skóginuin. ---- Frh. Semen snjeri sjer við þegar hann var komin nokkur skref og starði haíri þrungnum augum framan í Belosoff. »Varastu að verða nokkurn tíma á vegi mínum« hvæsti hann, og gekk svo snúðugt út, ög skellti hurðinni á eftir sjer. Sleði beið þeirra úti. Belosoff horfði út á strætið gegnum hálflokaðan gluggann. Hann krefti hnefana í máttvana reiði, svo að neglurnar gengu djúpt inn í holdið. »Móðir mín« sagði hanri snögg- lega þegar sleðinn lagði af stað. »Nú er hún á valdi þeirra, og jeg megna ekkert að hjálpa ves- lings stúlkunni.« Gamla konan gekk til hans og horfði í andlit honum, sem var afmyndað. »Hvað gengur að þjer Pjetur?« spurði húri, -þú skelfur allur og titrar.« Pá vafði hinn ungi maður sinnar og hvíslaðiað henni. »Móð- ir mín, jeg held nærri því — — — að jeg. elski hana.« III. Pjetur Belosoff var herfang hinna sundurleitustu geðshrær- inga. Móður hans varð mikið um hina snöggu ást sonar síns á hinni ólcunnu stúlku. Hún reyndi að hugga hann og hughreysta, en það var allt til einskis. Hana hryllti við að hugsa til mannanna.sem fluttu Sonju burtu. Veslings stúlkan hafði sagt henni.að faðir hennar Litninoff gamli, byggi í niðurníddu gisti- húsi langt inni í þykkum skógi. Og að hann Jiafi sent hana til St. Pjetursborgaraf því að hann hefði ekki haft ráð á 3ð veita henni hið óbrotnasta uppeldi. Honum hafði því konrið það heldur en ekki vel, að fjærskyldur ættingi hans liafði tekið telpuna að sjer án meðgjafar. Það hallaði stöðugt fyrir hon- um. Gistihúsið gaf tæpast af sjer það allra nauðsynlegasta til að draga fram lífið fyrir hann einan. Nú hafði hann allt í einu birtst hjer í fjelagi við Semeri, til þess að sækja dóttur sína og fara heim með hana. Efnahagur hans hafði snögg- lega breyst til batnaðar. Sjálfur sagði liann að sjer hefði tærnst arfur, og ætlaði hann nú að hressa við heima hjá sjer fyrir það fje. Á æfiferli Litninoffs gamla höfðu ekki verið margir sólskins- blettir. Konu sína hafði hann svo að seyja larriið til bana' Pegar liún skildi við ljet hún Sonju litlu eftír sig. Frþ. honum mjög fyrir hans örmum sínum um háls móður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.