Vísir - 17.10.1911, Page 2
V i S I R
66
5^evwL Jlxvdevssoxv
6í
i
V
klæðskeri
tur á, hornið á Hótel ísland,
Hann hefnr mikið úrval af nýmóðins
fatatani og vetrarfrakkaefnnm og yfir
höfuð alt, sem að fatnaði lýtur, af bestu
tegund og verðið afar sanngjarnt.
vmr mr komið og skoðiði ~m ~wm
var það opinberlega tilkynt öllum
stórveldunum.
Ensk og þýsk blöð tóku þá
þegar til að skamma ítali og köll-
uðu þetta svívirðile.ga íánsferð sem
stórveldin ættu ekki að þola. ítalir
báru því aftur við að þeir hefðu
verið nauðbeygðir, þar sem ítölsk-
um þegnum í Tripciis hefði Iengi
verið voði búinn og að á hinn
bóginn væri ekki hægt að treysta
neinum samningum við Tyrki.
Daginn eftir voru öll blöð Norð-
urálfunnar hlaðin með lýsingunni á
blóðbaðinu í Tripolis og hinni
miklu skotdembu er ítölk skip Ijetu
rigna yfir bæinn. En sannleikurinn
var sá, að alt símasamband var
eyðilagt. Og þetta voru lygaskeyti
og getgátur og nú er það sannað
að ítalir skutu ekki á bæinn fyr en
lítilsháttar 3. þ. m. er þeir tóku
bæinn viðnámslítið.
Penna dag (30. f m) urðu ráð-
herrarnir í Konstantínópel að segja
af sjer. Forsætisráðherrann kom
og fjell á knje fyrir soldáni og
bað um lausn og hinir fóru að
dæmi hans.
Soldán var reiður mjög og sagði
að slík úrþvætti vildi hann ekki
augum líta framar og er þeim öll-
um stefnt fyrir herrjettnema einum,
það er herraálaráðherrann. Hann
er í náð hjá soldáni og fær að
halda sínu embætti.
Þenna dag rjeðist hertoginn af
Abruzzo, með nokkrum herskipum
er hann ræður yfir, á 2 torpedo-
báta tyrkneska fyrir utan Prevesa
en það er flotastöð Tyrkja við
landamæri Orikklands á vestur- 1
ströndinni og sökti hann þeim báð-
um. Út af þessu tiltæki urðu marg-
ir stjórnmálamenn í Norðurálfu upp-
næ.rir og töldu að ítölum mætti
ekki haldast uppi að færa ófriðinn
inn í Norðurálfuna, en ítalir sögð-
ust hafa þurft að verja kaupför sín<!
fyrir bátum þessum. Nú bárust
stöðugt símskeyti frá Konstantin-
ópel um að ítalir hefðu skotið á
Prevesa, sett her þaráland o. s. frv.,
en það reyndust altlygaskeyti, gjörð
til þess að æsa menn upp á móti
ítölum.
Um leið og Tyrkir báru þessar
sögur út leituðu þeir stuðnings
stórveldanna til friðar umleitunar
og þar á meðal Bandaríkjanna í
Vesturheimi, en stórveldin neituðu
að skifta sjer nokkuð af málunum,
og mun alt hafa verið undirbúið
áður. Þó lofaði Pýskalands keisari
að reyna að miðla málum, en Ítalía
yrði þó að fá Tripolis undir öllum
kringumstæðum.
Tyrkjaher sá, sem í Tripolis var,
fór þegar úr borginni er tekið var
að skjóta á hana og hefst nú við
í fjöllum þar suður af. Má búast
við smá árásum af þeirra hendi við
og við.
ítalir sendu um fyrri helgi 40
þúsundir hermanna yfir til Tripolis.
Peir hafa náð af Tyrkjum flutn-
ingaskipi er á voru 200 hermenn.
Aftur hafa Tyrkir getað sökt fyrir
ítölum einum torpedo bát.
Tripolis 29. sept. 1911
(aðkveldi).
— Borgin býst við skothríðinni
á hverri stundu, og þó að líklegt
sje að hún verði eyðilögð í dag,
hafa menn þó sofið rólega í nótt.
Ljós voru tendruð í öllum tyrk-
neskum bænahúsum, í hermanna-
skálunum og hinum litlu, hvítu
íbúðarhúsum borgarinnar.
Menn hafa hjer fregnir af því,
að Tyrkir áttu að hafa svarað síð-
asta boði ítala í nótt og frjettarit-
arar Norðurálfublaðanna stóðu í
gærkveldi úti á veggsvölum gisti-
húsanna og ræddu um hvernig
herskipin myndu haga árásinni um
leið og þeir virtu fyrir sjer ljósin
á ítalska flotanum sem lá mílufjórð-
ung undan landi.
Um miðnætti hófum vjer glösin
og drukkum skálina: »Lifi Ítalía«,
og í þeirri svipan voru ljósin á
ftalska flotanum slökt.
í morgun er jeg sat hjá ítalska
ræöismanninum, kom munkur inn
til okkar og hvíslaði einhverju að
honum og gekk hann samstundis
út. Munkurinn sagði mjer þá í
trúnaði að hann hefði sjeð ofan úr
kirkju turni að torpedobátur kom
inn á höfnina og þaut jeg þá líka
út til þess að sjá hvað um væri
að vera.
Það var torpedobáturinn Gari-
baldino, :em sigldi inn með hvítum
fá ra, og lagöist við hliðina á tyrk-
neskum kanónubát. Úti fyrir Iáu
fjórir ítalskir bryndrekar í röð og
I albúnir til að hefja atlögu.