Vísir


Vísir - 17.10.1911, Qupperneq 3

Vísir - 17.10.1911, Qupperneq 3
67 V Það vakti afarniikla hreyfingu í bænum að Garibaldino kom. Arab- arnir hlupu niður til strandar og öll húsþök voru full af fólki. Skipstjórarn'r heimsóktu nú hvor annan og síðan kom sjóliðsforing- inn í land og fylgdi honum leið- sögumaður frá ítalska ræðismannin- um. Þeir fóru upp til landstjórans. Dvöldu þar litla hríð og hjeldu sro til baka aftur. Niðurl, Gristihtsið í skóginum. ---- Frh. Móðir Belosoffs var nú kom- in til þeirra og sneri hann sjer 1 til herinar og sagði: »Þessi i ókunnuga hefðarkona ætlar að tala j við mig um viðskiftamálefni.> Frú Belosoff virtist ekki þykja j þetta neitt undarlegt, og gekk j hún út úr stofunni. Sonur henn- l ar var viss um, að hún mundi j ekki standa á hleri fyrir fiaman , dyrnar. r Irina Markowna fór úr loðkápu sinni og rjetti Belosoff hana. »Við erum væntanlega í næði hjer?« spurði hún. »Aðeins móðir mín býr hjá mjer í þessu húsi, náðuga frú«, svaraði hann. »Hún er nú farin fram í eldhús og einginn heyrir samtal okkar hjer. Jeg þarf að biðja yður einnar bónar, sem er að þjer segið ekki móðir minni hver staða mín í raun og veru er nje hvað jeg hefi tekist á hendur. Hún hefur nefnilega engan grun um allar þær hættur sem stöðu minni eru samfara. Því hversvegna ætii jeg að baka henni ótta og óþreyju til einskis gagns?« »Þjer lifið hjer glaður og á- nægður með móðuryðar?« spurði Irina hinn unga mann og horfði fast á hann. »Já, náðuga frú,« svaraði hann rólega. Kaupmannsfrúinþagðium stund ogsagði síðan viðBelosoff: »Varð nokkur árangur af seinni ferðinni yðar ?« Leynilögregluþjónninn svaraði í hálfönuglegum róm: »Enginn árangur, náðuga frú. Jeg hefi í marga daga samfleytt sveimað um hin afskekktu hjeruð ograkið hverja slóð eins og víghundur. V Í’S 1 R En áranguslaust — alltaf áran'g- urslaust.« »Stjettarbræður yðar hafa ekki heldur verið heppnari,« sagði Irina í döprum róm. »Jeg hafði nú aldrei búist við neinuafþeim. Þar á móti setti jeg alt traust mitt til yðar.« Belosoff leit niður fyrir sig og sagði með hægð: »Það erfyrsta slysnin, sem mig hefur hent, sem nokkuð kveður að, og jeg er hræddurum.að það sje slæmur fyrirboði um framtíð mína.« »Hvers vegna komuð þjerekki strax til mín til að gefa mjer skýrslu um ferð yðar?« spurði frú Markovna. »Mjer var það ómögulegt, náð- uga frú,« svaraði Belosoff. »Fyrst og fremst varð jeg að reyna að ná jafnvægi geðsmuna minna. Það er voðalegt fyrir lögreglu- þjón að verða að játa við sjálf- an sig, að frömdum glsfep verði ekki komið upp. Því íþessu máli, sem hjer er um að ræða, er sára lítil von urri, að nokkurntíma verði komist fyrir það, eftir að tólf lögregluþjónar hafa smeinað og leitað um landið í allar áttir, árangurslaust, og sjerstaklega þar sem eins hefur farið með allar rnínar tilraunir og erfiðismuni.« • Frh. ÍBÍJÐIR TIL LEIGU í Hafnarfirði 2 þægilegar íbúðir í nýlegu húsi. Nánari upplýsingar gefa G. Gfslason & Hay. Frá í dag og.til mánaðarloka fél je’g allan til- búinn fatnað, fraka, regnkápnr og nærföt með 20°|0 afslætti. Þetta eru veruleg kostakjör því hið upphaflega verð er afar lágt og tilbúinn fatnaður frá mjer er fyrir löngu viðurkendur að gæðum. Af Ieirvöru og búsáhöldum er til mikið úrval og er selt með 10°l0 afslætti. Nauðsynjavörur allar með mjög góðu verði. Magntls Þorsteinsson, Bankastræfi 12. * Vetrarkáputau > nýkomið í Austurstræti 1. Ásg G. Gunnlaugsson & Co.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.