Vísir - 19.10.1911, Síða 1
19
Keniur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud-
þriðjud, miðvd., fimtud. og föstud.
Fimiud. 19. okíóber 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12 13‘
Háflóð kl. 3,27‘ árd. og 3,45‘ síðd.
Háfjara kl. 9,39‘ árd. og 9,57 síðd.
Afmæli f dag.
Þórdís Jónsdóttir, Ijósmóðir
Sigurbjörn Sveinsson, kennari.
Frí eyrna-, nef- og augnlækning, kl.2-3.
Póstar á morgun:
Kjósarpóstur og Sunnanpóstur fara.
Ur bæiium,
Brynjólfur Bjarnason hafði verið
25 ár kaupmaður í gær.
Jacobsen kaupmaður í Khöfn
ljest í fyrradag (eftir símskeyti). Hann
var faðir Egils Jakobsens kaup-
manns hjer í bænum.
Þingmannaefni Gullbr. ogKjós-
arsýslu eru að halda þingmálafundi
víðsvegar í kjördæminu þessa dagana.
Gestir í bænum. Meðal margra
annara: sjera Gísli áMosfelli, Kon- ■
ráð Stefánsson í Bjarnarhöfn, Ólafur
Ketilsson á Kalmanstjörn, Gestur á
Hæli.
Bæarfógetinn Jón Magnússon
er að láta leggja grundvöll að nýu
íbúðarh ísi við Hverfisgötu. Húsið
verður úr steinsteypu.
Fyrirlestrar B. M. Ólsensbyrja
í háskólanum á þriðjudaginn kemur.
Ceres fór áleiðis til útlanda í
fyrrakvöldi, nokkuð á 9. dægur á
eftir áætlan. Sjest því að hjer er
ekki um neinn »Thoredall« að ræða.
N.
Um bannið í Maine hefur
Templar sent út fregnmiða sem prent-
aður er í Vísi í dag orðrjettur nema
hvað leturbreytingum er sleft. Vísir
gat um heimild sína (Politiken), er
hann gat þessa máls um daginn.
Nánari eftirgrenslun mun verða gerð
símleiðina.
Jón Hj. Sigurðsson
settur hjeraðslæknir
er til viðtals fyrir sjúklinga
2—3l/2 e. m.
í Hafnarstræti 16 (uppi).
25 blöðinfrá24. sept.kosta:Áskrifst..50a. Afgr.ísuðurendaáHotellsland l-3og5-7
Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 a. Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
Raddir
almennings.
„Lítið lagar og
lftið bagar.“
Það er ýmislegt fundið að póst-
húsinu hjerna, og því miður ekki
um skör fram, því mörgu er þar
ábótavant. í þetta sinn ætla jeg
nú samt að leiða hjá mjer að tala
um, hve afar óþægilegt það er t. d.
að pósthúsið skuli ekki vera opið
allan daginn á virkum dögum, og
ekki nema eina kl.-stund á helgum
dögum. — Það fyrirkomulag er
sjálfsagt 200 árum á eftir tímanum.
— En sem sagt— Jeg ætla ekkert
út í það að fara nú, þó auðvitað
þyrfti helst að klifa á því í hverju
blaði. —
Það sem jeg í þetta sinn vildi
minnast á er það, hvernig brjefin
eru »stimpluð« lijer á pósthúsinu,
og yfir höfuð á íslensknm póst-
húsuni. Jeg minnist varla að hafa
fengið svo brjef, að hægt hafi verið
að lesa á því stimpilinn, sem á
pósthúsinu hjer hefur verið á það
settur. Það iítur nærri því svo út,
’sem póstmennirnir íslensku haldi,
að það hafi alls enga þýðingu, hvort
hægt sje að lesa pósthússtimpilinn
eða ekki. — Það sje bara svona
nokkurskonar lögboðin »gymnastik«
fyrir þá, að hamast með stimpilinn
gegnum brjefabunkana. En þessu
er alls ekki þannigvarið. Þaðgetur
einmitt oft haft mjög milda þýð-
ingu, að pósthússtimpill á brjefi sje
greinilegur, þannig að glögt megi
á honum sjá bæði dagsetningu og
staðarnafn. Erlendis er það meira
að segja altítt, að brjef eru ekki
dagsett öðruvísi, en að í þeim er
vitnað til dagsetningarinnar á póst-
stimplinum, enda er á erlendum
brjefum undantekningalítið mjög
glöggur póststimpill, og dagsetn-
ingin nákvæm.
Jeg vildi óska, að póstmennirnir
okkar vildu taka þessar línur til at-
hugunar, því þó um lítið virðist
í fljótu bragði vera að ræða, hefur
það þó sína þýðingu.
Bái.
Nýtt íslandsferða-
skip.
í 132 tbl. Vísis var getið um
nýtt skip er Sameinaða Gufuskipa-
fjelagið væri að láta byggja til ís-
landsferða. Um það hefur frjettst
þetta nánar síðan.
Skipið er 270 fetaðlengd og 40
að breidd. Fyrsta farrými er ætlað
70 manns og sömuleiðis 2. farrými.
Uppi á þilfari er mjög stór borð-
salur, þar sem »Orkester« spilarvið
máltíðir.
En ágangþiljum er reykingasalur.
Niðri er nýtysku baðhús.
Frystilest er í skipinu þar sem
hafa má alt að 7° frost.
Skipið tekur 1000 smálestir og
fer 13 mílur á vökunni.
Skipinu fylgir mótorbátur, sem
flytur farþegja í land þar sem ekki
er legið við bryggjur.
Vel er og sjeð fyrir skipsmönn-
um. Hafa þeir rúmgóð herbergi
og bað.
Ætlast er til aðskipið hefji ferðir
sínar fyrstu dagana í júní næstk.
og tekur þá við ferðum Ceresar.
Hið Sameinaða hefur nú alls 7
skip í smíðum.
Magnús Sigurðsson
Yfirrjettarmálaflutningsmaður
Aðalstrœti 18
Venjulega heima kl. 10—11 árd.
kl. 5—6 síðd.
Talsími 124.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður
Pósthússtræti 17.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Talsími 16.