Vísir - 20.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1911, Blaðsíða 2
V f S I R > 'e^gNe<=^5'^;;§e^(.0 <Egp> Allir þeir, bæði konur og karlar, hjú sem húsbændur, sem eiga eftir að greiða áfallin gjöld til bæarsjóðs, eru beðnir að greiða þau tafarlaust, svo ekki þurfi að taka þau lögtaki. l!lS£~ Að þessu sinni verður lögtaki beitt frekar en að undanförnu. Afgreiðsla á Laugaveg 11, opin kl. 11—3 og 5—7. honuni geðjaðist svo vel að, ein- kum hvað innri bygginguna snerti, að hann keyp4i hann. Kastalinn var bygður úr smá- steinum og kostaði liver steinn einn shilling og sex pence (eða um kr. 1,35). Stjórninni ensku var boðið að sitja fyrir kaupun- um, en verðið var svo hátt, að hún sá sjer ekki fært að keppa við auðkýfinginn. Nú er verið að rífa kastaiann. Hver steinn er merktur nákvæm- lega og umbúinn og á að flytja alla bygginguna, sem er heljar- stór* yfir til Vesturheims og bygga þar upp aftur. Svona ■ kaupum höfðu Bretar ekki varað sig á og áttu engin lög til að hindra söluna. Nú eru þeir mjög hræddir um missa fleiri af dýrindis fornmenjum sínum. Það er ekki gott að vita, hverju Vesturheimsmaðurinn tekur upp á. Með tyrkneskum hermönnum. Niðurl. í Tyrklandi er ekki stjettamunur sá sem hjer ríkir. Þar er ekki sá fá- fengilegi greinarmunurgerður á hers- höfðingja, undirhershöfðingja og ó- breyttum liösmanni oghjer. Hershöfð- ingi og dáti geta komiðsaman ákaffi- húsi, án þess að aginn sje í voða. Tyrkland hefur um margar aldir verið hið »demokratiskasta« land álfunnar. Þar eru menn í raun og veru jafningar, samkvæmt trúar- brögðunum. Fyrirliðarnir, sem voru með á ferðinni láu innan urn hina á lúkuhlerunum. Þeir eru sannir foringjar síns flokks og flokkurinn gengur fyrir þá í opinn dauðann í orustum. Það sem hershöfðingjana vantar er hæfileiki til herstjórnar. Það hefur löngum verið fátt um góða herforingja með Tyrkjum, en liðsmennirnir eru hinir bestu í álf- unni. Þjóðverji nokkur er búið hafði þarna eystra í 10 ár sagði við mig: «Ef Moltke eða Napó- leon hefðu haft tyrkneska liermenn, hefðu þeir lagt undir sig allan heim- inn«. Og eflaust hefur þetta verið rjett mælt. Norðurálfan má þakka fyrir hve Tyrkir eru ólagnir á að stjórna. *) Mynd af kastalanuin er í Vísis- glugga í dag ásamt myndum frá ítalska og tyrkneska hernum. Þessir harðgjörðu bændasynir geta þolað það sem enginn annar dáti í Norðurálfu getur lifaö við. Þeirþurfaaðeins einhvern einkennisj búningsræfil og skykkjugarm til að hafa um sig í næturkuldanum, er þeir sofa á berri jörðinni. Jeg lief aldrei sjeð eins stagbætta og slitna einkennisbúninga og þá sem þeir samferðamenn mínir báru. Samt voru þeir á að sjá sem höfðingjar, með sínum glöggu and- litsdráttum og þungbúnu augum. Þeir geta lifað á brauðbita og volgum vatnssopa, og getur enginn annar Norðurálfudáti dregiö fram lífið við svo nauman kost. Og þessi her neytir ekki áfengis. Þetta er trúrækinn her. Með Mú- hameðstrúarmönnum hefur trúin í raun ogsannleikafest rætur íhinudag- lega líferni, og það hefur ekki lítil áhrif á herinn. Þeir sem trúa á forlög, ganga rólegir móti byssu- stingjum óvinanna. Og þegarTyrkir berjast, þá er það að jafnaði móti villutrúarmönnum, og þeir sem falla í þeim viðskiftum fá Paradísarvist að launum. Og þar sem Paradís Múhameðs-trúarmanna er svo freist- andi dýrðleg, þá getur hún vel gert menn hugdjarfa. FATNAÐUR hvergi einsódýr og í versl.Jóns Þórðarsonar. Camorra. ----Niðurl. Rjettarrannsóknin yfir þessum glæpaseggjum hefur nú staðið und- anfarna mánuði, og er enn ekki til lykta leidd. Fara rettarhöldin fram í smábæ einum skamt frá Neapel, sem Viterbo heitir. Rjett- arsalurinn er í gamalli kirkju og eru fangarnir færðir þangað inn í járnbúrum, eins og óargadýr. En dómsforsetinn sítur þar sem altar- ið áður var, og honum til beggja handa sitja meðdómendurnir; en þeim að baki situr kviðdómurinn. Sakaráberi rjettvísinnar er hægra megin við dómarana, en rjettar- skrifarinn vinstra megin. Beint fram undan er pallur, þar sem vitnin standa á, og öðru megin við hann eru járnbúrin með föngun- um, en hinumegin verjendur hinna ákærðu. En í hinum vanalegu kirkjusætum sitja áheyrendurnir. Þarna, í þessari kirkju fer nú fram ein af stærstu glæparann- sóknum sögunnar, og sagan, sem sakaráberi rjettvísinnar hefur sagt og er að segja af glæpaverkum hinna ákærðu og fjelagsstarfsem- inni yfirleitt, líkast meir munn- mælasögunum frá fimtu öld, en virkilegum viðburðum á tuttugustu öldinni. Mál þetta er sótt og varið af eins dæma kappi og er ósjeð hvern- ig fer, því þó að bæði guð og menn viti, að hinir ákærðu sjer sekir um alla þá klæki, er upp á þá eru borin, þá eru gögnin ekki auðfengin, því næstum enginn þor- ir að bera vitni gegn glæpaseggj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.