Vísir - 22.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1911, Blaðsíða 2
$2 V í S 1 R 3^evxv^v. jUv&evssoxv klæðskeri er fluttur á, Hornið á Hótel ísland. Hann liefiir mikið úrval af nýmóðins fatataui og vetrarfrakkaefnum og yflr liöfuð alt, sem að fatnaði lýtur, af bestu tegund og verðið afar sanngjarnt. mr tm~ KOMIÐ O G SKOÐIÐ! TW Jxí ‘Jrate^vxm. Þórshöfn í Færeyum 6. okt. 1911. — Hlngað komu um daginn með Vestu tveir námafræðingar vestur- heimskir til þess að rannsaka kola- námuna í Suðurey. Þeir komu nú aftur í dag úr ransókn sinni og láta þeir vel af námunni og álíta hana sjcrlega arðvænlega. Þeirsigla hjeð- an með fyrstu ferð. Nú eru skipin komin heim, þau sem veiðar hafa stundað við ísland og er afiinn hjá þeim mjögmisjafn. »Streyuoy« veiddilöþús. (um 400 skpd.) »Suðuroy* veiddi 30 þús. (um 500 skpd.) o. s. frv. Sum skipin hafa ekki veitt nema 4—6 þúsund. Hæst *r >William Clowes* með um 630skippund. Skipstjórinn.Mich- ael Nielsen,er einkar ötull. 28. f. m. veiddu þeir í Vogi á Suðurey 150 »stökkla« og var það góð veiði. Annars veiðast »stökklar« j all oft við Suðurey. Það er mjög ■ hægt að veiða þá, þar sem þeir hlaupa undan steinkasti. Danskur verkfræðingur hefur verið hjer um tíma að ransaka vatsaflið í Fossá hjá Vestmannahöfn, er til- ætlunin að nota það til framleiðslu rafurmagns. Ekki hefur hann en látið neitt uppi. Annars alt hjer meinlítið. Heilsu- farið sæmilegt og um veðráttuna frjettið þið daglega. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS m\et. Eftir Tom Murray. (þýtt úr ensku.) ----- Fr . Þegar jeg nú tók sjálfur að mjer búðarforstöðuna, þá setti jeg í ann- an sýnisglugga minn stóra auglýs- ingu. Á auglýsingunni stóö: Verslunin er ekki tekin til þrota- búsmeðferðar af fógetanum. Orðið »ekki« var ritað meösmá- um stöfum og sást ekki nema fast viö gluggann. Sannleikur var það, þó hann væri með smáu letri. Sitt hvoru megin búðarglugg- anna voru tvö spjöld, stóð á öðru: »Þau augnablik eru, aö maður óskar eftir að vera einn sjer.« Á hinu spjaldinu stóð: »Þessi búð verður opnuð kl. 9 í fyrra- málið*. Þegar jeg opnaði búðina morg- uninn eftir, var svo mikil þyrping fyrir dyrum, að jeg varð að hleypa inn í einu aðeins vissri tölu manna. Þegar þeir voru afgreiddir, var þeim hleypt út um bakdyrnar og síðan hleypt inn nýum hóp. Þannig lag- lagaða sölu hafði jeg í 3 vikur og seldi fyrir niðursett verð. En svo mikið græddi jeg á sölunni, að jeg gat borgað skuldir mínar til síð- asta penings og lánstraust mitt rjetti við. Verslun mín jókst svo mikið að jeg varð að taka stærri búð, og við Iok þess árs aftur aðra enn stærri, sem kostaði mig í ársleigu 2400 sterlings pund. Þettað gjörði jeg þó ekki fyr en jeg hafði ráð- fært mig við heildsöluhúsin er lán- uðu mjer. Þeir áræddu það og þá jeg. Það var eitt kvöld um þetta leyti að er jeg hagræddi vörunum í sýn- ingargluggum mínum, þá vantaði verðmiða. Til að bæta úr skák, þá sendi jeg efir bláum snikkarablýant og skrifaði á firmapappír minn kjarn- yrtar setningar, viðvíkjandi vörum i og verði, og hafði þær úti í glugg- unum. Fólk er fór um strætið stansaði er það sá þessar hvítu pappírsarkir með bláu letri því þettað var ný- ung í þá daga. Af þessu leiddi mikla aðsókn að búð minni, verslunin jókstmikið — en mig skorti rekstursfje til að halda uppi stórfeldri sölu. Frh. ÞEIR sem óska að ganga í stúkuna Einingin nr. 14 talí við Árna Eiríksson, eða Borgþór Jósefs- son eða einhvern annan fjelaga stúkunnar fyrir næsta mlð- vikudag. Alllr velkomnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.