Vísir - 29.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 29.11.1911, Blaðsíða 3
 V í s fffl TV •*.!. »úar) raie'ð mlklum afstætíi Yerslun Jóns Þórðarsonar mn a—iiww —a——gm n '. u I &tUlK" vantar nú þegar á gufúbátinn Ingólf. frá nijög góðu sveitahejmiili fæst í Vverslun lóns IÞórðarsonar. ÍSjfö c$ Laukur Gulréfur Ö0Wa\3K KartöffSur Pourrier Piparrót Sellery A!t selt meB afárlágu verði i s i -n ] ¦*1 „ALDAN." Fundúr' á morgun á vana'egum stað og stundu. Umræðuefni: Hafnarmálið. Síglingalöggjöfin. Styrktarsjóður fjef. (efling hans). Stjórnin. Erssk skélasaga eftir F. W. Farrar. ------ Frh. Hafiröu nokkurntírna horfí af hæðinni þaðan sem Walter í síð- asta sinn veifaði móður sinni kveðju, þá hugsa jég, að þú minn- isí iansdslagsins. Tíl Iiægri handar ber skógklædda fjalls- hlíðina 'yfir litlu húsin, og dregur brún af brún. að' rjallstindinum sem oftast faldar skýja trafi á ýmsan veg. Til vinstri milii þjóðvegarins og skógklæddra ása, er djúpt gil og rennur áin þar ýmist með hvít- fyssandi fossum eða lygnum hilj- um, sem eru tærir og gegnsæir sem gler. Á bökkum þeirra vaxa fögur blöm og burknar, er'téigja sig út yfir vatnið, svo þeir geti sjeð sig í því og hvað þeir eru fallegir. Fyrir fótum þjer er bros- andi dalur og er í honum vatn, sern nær nálega yfir allt undir- lendið. Handan vatnsins þyrpast hvítu húsin um hæð er ber kyrkj- una. Par er lítið þorp. Á víð og dreif við vatnið sjást hús milli furutrjánna og gjöra þau svip sveitarinnar tilbreytingameiri og fýsilegri. í e'nu þessara húsa, einmitt þessu háa, sem er ekki hundrað skref frá vatninu þar sem græni báturinn er — þar átti hetja sögu þessarar heima. Faðir hans Hr. Evson var vel efnaður maður. Þar eð hann hafði ekkert embæíti á hendi, þá hafði hann kosið sjer að búa þarna og var hugur hans ekki bundin við annað en að haga sjer sem hermanni sæmdi ogað sjá um uppeldi barna sinna. Walter var elsta barnið. Hann var geðugur hraustlegur drengur og frjás í framkomu. Til þessa tíma —: hann var nú 14 ára — höfðu faðir hans og húskennai sjeð um fræðsUkhans. Uppeldi hans hafði því verið á nokkuð annan veg en drengja þeirra, sem frá unga aldri sækja skola, og bókfræðslu sem þeir hafði hann ekki hlotið. En drengurinn hafði opin augu fyrir öllu, sem var gott og það er fyrsta og helsta skylyrði þess að komast áfram. Jeg ætla nú hjer að nema stað- ar og skýra frá, hvernig Iátlaus mentaður naður hafði sjeð um uppeldi sona sinna. Jeg læt ósagt hvort aðferðin er góð eða ekki og verður. hver að segja sjer það sjálfur er þessa sögu les. Synir Evsonshöfðu ekki snemma hlotið bóknám. Það er þeirvissu á 10—12 ára aldri höfðu þeir numið af sjálfu sjer fyrirhafnar- 95 Edvald F..MöU«r cand.. phil. keni.ii aö tala og rita Dönsku og Ensku. Býr á Laugaveg 27 (uppi). lítið og án þess þeir hefðu gjört sjer far um það. Peir voru úti undir beru lofti mestallan daginn og náttúran var þeim góður og umhyggjusamur kennari. Ferðum þeirra var vanalega ætlað eitt- hvert takmark. Ýmist voru það vandfundnir staðir í skóginum þar sem mest var af viltum jarðar- berjum, eða brjótast í gegnum skóginn þar sem hann var þjett- astur og leita uppi hvítar fjólur og fágæt brönugrös. \ Stundum var áformað að finna góðan stað til máltíðar undir beru lofti, að klifra upp bratta gilbarma og finrta stað nálægt einhverjum fossinum, þar sem væru mosavaxnirsteinar er hæfðu sem stólar og borð. Pegar þeir urðu eldri hvatti faðir þeirra þá íil að ganga upp á fjallstindinn,- og til þeirra staða sem hæst bar á. Þar bljes vindur- inn frá sjónum í fangiðáþeim og þaðan mátti stundum sjá að skúr- aði niður í dalnum, þó himininn væri heiðuryfir höfðumþeirra.Við sóisetur mátti sjá stórkostlegt eld- haf, og skýin tóku á sig undar- leg gervi, þegar þau bar í roðann. Á ferðum þessum kendu foreldr- arnir þeim, án þess á því bæri nöfn og eiginlegleika aigengra jurta, svo börnin fengu hug á því, að safna sjer villublómum bæði til að gróðursetja þau heima hjá sjer, og safna þeim þurkuð- um. Þegar þau á kveldin sátu út í gargi eða voru á heimleið í rökkri, þá voru þeim sýndar stjörnurnar svo þau að Íokum íóru að álíta kunui.nja sína Mars o'g jupiter, Orion, Blásijörnuna og Karlsvagninn Erh. wwT7—¦...vm1 iiiwwiiiimimimh —— ¦ nwirrr nr i-------------- Chr Juncliers Klæðaverksmiðja í Randers. ^ns Sparnaðurinn er vegur til auðs og hamingju, og því ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fata- efni (einnig færeyskt húfu klæði) og láta ull sína og ullartuskur verða að notum, að skrifa klæða- verksmiðju Chr. Junchers í Rand- ers og biðja um hið margbreitta prufusafn har.s. Pað er einnig til sýnis á afgreiðslustofu Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.