Vísir - 24.12.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1911, Blaðsíða 2
V I S I K M-------------------------------- Baldur Sveinsson ritstjóri kom hingað um daginn,eins og fráer skýrt fyrr eftir 4 ára veru í Vesturheimi. Aðalritstjóri Lögbergs kvaddi hann á þessa leið í blað sínu 16. f. m.: Baldur Sveinsson hefur verið með1 ritstjóri Lögbergs síðustu þrjú árin, en Iætur nú af því starfi. Hann fluttist vestur um haf fyrir fjórum árum, því að hann fýsti að kynn- ast högum og hátlum; mjmna hjer í landi, en átti að frændfólk margt hjer vestra. Fyrst eftir að hann kom hingað, settist hann að‘ hjá móðurbróður sínum Sigurvin Sigurðssyni í Clande- boye. Sigurvin hafði kostað hann til náms heima á íslandi, og mun það ekki hvað síst hafa ráðið för Baldurs hingað vesturs, að hann vildi sjá þenna ræktarsama frænda sinn, en hvorugur hafði annan sjeð á íslandi. Baldur tók við meðritstjórn Lög- bergs haustið 1908, og hefur gegnt því starfi síðan þangað til uin miðja fyrri viku. Það starf hefur honum farist ágætlega úr hendi, því að hann hefur einkar lipra blaðamanna hæfileika. Hann er bæði alþýðlegur og góðgjarn, en þar að auki má óhætt telja hann með langritfærustu yngri mönnum þjóðarvorrar beggja megin .hafs. Hann er mjög vel að sjer í sögu þjóðar sinnar og ber hag hennar einlæglega fyrir brjósti. Lögbergi hefur verið hinn besti styrkur að starfi Baldurs. Haun hef- ur ritaðíþað frjettir og ritgerðirum ýms efni, stundum gefið það út í fjarveru minni og í hvívetna reynst mjer hinn alúðlegasti samverkamað- ur. Mjer þykir þvf fyrir að missa hann,ogsvo mun um fíeiri. Baldur hefur eignast marga vini þessi fjögur ár, sem hann hefur dvalið hjer vestra, því að hann er manna best ur viðkynnis og drengur góður. Þó að Baldur hafi dvalið hjer þessi ár hefur hugur hans löngum snúist heim til fósturjarðarinnar, og nú hverfur hann þangað, ef til vill alfarinn. Eg óska honum þar allra heilla og blessunar og vona að hon- um auðnist að sjá rætast þá mörgu og fögru framtíðardrauma um ís- land, sem honum vóru ríkastir í huga meðan hann dvaldi hjer hjá okkur fyrir vestan hafið. ______________Stefán Björnsson. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Prentsmiðja Östlunds Eíkimaðurinn og fátæki maðurinn. (Ævintýrí). í þann tíð, er frelsari vor dvaldi hjer hjá oss mönnunum, bar svo við einn dag að hann var mjög seint á ferð. Það var farið að dimmaoghann þreyttur, svo að hann fór að litast um eftir náttstað. Beggja vegna þjóðbrautarinnar voru bæir, öðru- megin hrörlegt kot, en hinumegin vegarins reisulegt stórhýsi. Þ hugs- aði frelsari vor með sjálfum sjer: »Ríki maðurinn hefur meiri efni til að taka á móti gestum, hjáhon- um skal jeg beiðast gistingar.* Þegar ríki maðurinn, heyrði bar- ið að dyrum, opnaði hann glugga og spurði hver væri svo seint á ferð, og hvaða erindum hann færi. »Jeg bið um gisting«,mælti frels- ari vor. Hinn ríki maður virti gestinnfyr- ir sjer, en þareð vor kæri frelsari var tötralega búinn og gangandi, þá leist honum ekki að gesturinn myndi borga næturgreiðann. Hann hristi. höfuðið og sagði: »Jeg get ekki hýst yður, — ef jeg ætti að hýsa hvern ferðamann, sem hjer beiðist gistingar, — þá væru ekki efnin lengi að fara.« Hann skelti glugganum aftur, og Ijet frelsara vorn standa úti í myrkr- inu. Þar var enga gistingu að fá, svo frelsarinn fór til kotsins. Þegar þangað kom, í hlaðvarpann, hlupu hundarnir á móti honum rneð gelti. Kotbóndinn kom út og þaggaði niðrí þeim; hann bauð ferðamann- inum að gjöra svo vel og vera hjá sjer í nótt, það væri orðið svo dimt, hann kæmist ekki lengra í öðru eins myrkri. Frelsarinn þáði boðið. Kona fátæka mannsins bar frelsaranum besta matinn. sem til vará heimilinu Hún kallaði mann • | sinn afsíðis og sagði við liann: »Eigum við ekki að búa um okkur úti í hlöðu, en bjóða aumingja ferðamanninum rúmið, hann hvílist vel f nótt. Hann hlýtur að vera lúinn af göngunni*. »Þú ræður því, elskan mín,« sagði maður hennar. Þau nefndu þetta við ferðamann- inn og ætlaði hann í fyrstu ekki að þiggja rúmið af góðu hjónun- um, en ljet þó tilleiöast. Frelsarinn svaf ágætlega umnótt- ina. Honum var borinn matur áð- ur hann legði upp um morguninn. Yfirleitt gerðu fátæku hjónin alt sem þau gátu, til • þess að gera honum gistinguna sem þægilegasta. Og er hann fór íylgdu hjónin hon- um á leið út fyrir; hlaðvarpann. Þá mælti frelsarinn: »Af því þið eruð guðhrædd og góð við bágstadda, þá gef jeg ykk- ur þrjár óskir og skulu þær rætast vel«. Bóndi mælti: »Einskis frem- ur óska jeg okkur hjónum, en að við hljótum eilífu sáluhjálp, en þar næst áð Við njótum nægrar fæðu, við góða heilsu, það sem við eig- um eftir ólifað. Þriðja óskin veit jeg ekkert hvað ætti að vera«. Frelsarinn sagði þá: »VíItu ekki óska þjer, að þið eignist nýtt hús í stað gamla kofans? Fátæki bónd- inn sagði aö til þess langaði sig. Á augabragði varð nú hrörlega kotið, að fallegu og reisulegu húsi. Síðan kvaddi frelsarinn og hjelt leiðar sinnar. Það er. að segja af ríka mann- inum, að hann fór seint á fætur að vanda. Þegar hann var kominn á fætur og Ieit út um gluggann, varð hann meir en Iítið hissa, er hann horfði yfir um vegint og sá, að þar sem kvöldinu áður hafði staðið hrörlegt og fátæklegt köt, stóð nú myndarlegur bóndabær. Hann kallaði á konu sína og þar eð henni sýndist slíkt hið sama, sem honum, þábað hann hana að fara yfir um veginn og spyrjast fyrir, hverj- um undrum slíkt sætti. Konan fór og var henni sagt að í gærkvöldi hefði komið ferðamaður og fengið gistingu. Þegar hann fór, hafði hann gefið þeim 3 óskir, og hefðu þau þá óskað sjerð eilífa sáluhjálp, góða heilsu með daglegu brauði, og fallegt nýtt ihús í stað gamla kofans. Kona ríka mannsins sagði hon- um hvað hún hafði frjett. »Ferðamaðurinn barði einnig hjer að dyrum í gærkvöldi — og jeg vísaði honum burt. Jeggæti grátið beiskum tárum af að gruna ekki þetta*, sagði maður hennar. »Farðu fljótt á eftir honum ríð- andi«, sagði konan, »hann getur ekki verið kominn langt, þú nærð í'hann og lætur hann veita þjer þrjár öskir.;| Ríki maðurinn fór ríðandi á eftir og náði honum. Hann gerði sig sætan í máli og tungumjúkan, og bað hann afsaka og ekki móðgast af því, þó hann hefði ekki opnað þegar í stað húsdyrnar í gærkvöldi. Lykillinn hefði ekki verið vís og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.