Vísir - 24.12.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1911, Blaðsíða 3
87 V í S ! R hefði dregist fyrir sjer að opna dyrnar. Hann bað hann gjöra svo vel að koma við hjá sjer, ef hann ætti ferð þar um. »Viö endurkomu mína mun jeg vitja þín«, sagði frelsarinn. Ríki maðurinn þagði nokkra stund sagði síðan hvort hann viidi ekki « gefa sjer þrjár óskir eins og hann hafði gefið nágranna sínum. Það mætti vel vera svo, hjelt frelsarinn, en að það mundi ekki koma hon- um að notum. Ríki maðurinn sagði að hann mætti vera viss um, að hann vandaði val sitt. »Snúöu heimleiðís*, sagði frelsarinn, »ósk- irnar eru þjer veittari. Ríki maðurinn hafði nú fengið það er hann vildi; hann reið heiin- leiðis og braut nú mjögheilan um hvað nú skildi velja. í huganum gramsaði hann í öll- um þessa heims gæðum; það var ekki vandalítið að velja. Hann hjel ekki vel við hestin, svo hann hnaut. Þetta truflaði hugsanir hans, hann varð reiður við klárin, og sagði: »þú hefðir átt að detta dauður niður*. Varla voru oröin liðin af vörum hans, áður hesturinn steyptist til jarðar, steindauður. Honum varð hverft við; þarna var þá fyrsta óskin farin. Af því hann var nískúr, þá vildi hann ekki skilja reiðfærin eftir; hann 1 tók beislið af klárnum, spretti af ! hnakknum og kastaði hvortveggju um öxl sjer. Hann var ekki vanur öðru eins striti, að þurfa að ganga ! langa leið með burð. Það hugg- I aði hann þó, að tvær óskir væru ; eftir. Það var komið nær hádegi og mikill sólarhiti og byrðin var i óþjál. Svitinn bogaði af honum | og hann var í slæmu skapi. Ekki ! gat honum dottið neitt gott f hug, sem hann vildi óska sjer. Það var altaf svo, að þegar hann var búinn að festa hugan við ejitthvað vfst — þá datt honum alfaf í hug eltthvað annað enn betra. Hitinn og svitinn ætluðu alveg að gera útaf við hann; honum datt í hug að munur væri á, nú sæti kona sín í forsælu, inni í svalri stofuhni, og ljeti sjer líða vel í hægindisstól. Án þess hann vissi komu orðin á varir hans: »Jeg vildi hún sæti föst í hnakknum heima, í stað þess aö jeg dragnast nieð hanh«. Á augabragði var Hnakkhrinn horfinn af baki hans, og setti að honum hroll, þegar hann hugsaði til þess, að önnur óskin væri líka farin. Hann hugsaði sjer að geyma nú þriðju óskina, þangað til hann væri köfninn heini. og vanda þá vel til hennar í einrúmi og næði Það yrði að vera eitthvað mikið. Hann fór að hlaupa því nú lá mik- ið á að komast heim. Þegar hann kom heim og opnaði stofhdyrnar, þá sat kona hans í hnakknum, á gólfinu veinandi og kveinandi, og gat ekki Iosast úr honum. »Vertu róleg kona ogsiítu kyrr«, sagði hann »jeg ætla að óska þjer allra auðæfa heiinsins*. Þá sagði kona hans og var gröm í skapi: Hvaöa gagn hef jeg af auðæfum alls heimsins, meðan jeg sit í hnakkn- um; þú óskaðir mig í hann og verður þá að óska inig úr honum aftur. Þú verður aö hjáipa mjer« Það varð hann að gera, hvort sem honum var það ljúft eða leitt. Hún losaðist við' hnakkin og þá var þriðja óskin farin. Úr óskunum varð Ironum gremja, erfiði og hestmissir. En fátæku hjónin Iifðu glöð og ánægð, rólegu lífi, til farsæls endadægurs. (M. þýddi). SktWinifred. Ensk skóiasaga eftir F.W: Farrar. --- Frh. Framtíðiii lá erfið ogfullvon- brigða fyrir Walter. Hann skorti ekki gáfur, en hann hafði ekki fengið þann sjerstaka undir- búning er skólavera í Skt. Winifred gerði ráð fyrir. Hann hafði ekki vanist því að læra málfræðisreglur og romsur utan- að. Honum hafði verið kénnt svo áður að nóg væri ef hann skildi vel reglurnar, þó hann hefði þær ekki yfir með sömu orðum og bókin sagði. Faðir hans hafði lagt meiri stund á, að æfa skilning hans en minni. og Walter veitti því erfitt að læra langar lexfur utanáð. Það vár regla Patons, sem hdnn vjek ekki frá, að þegar einhver drengjanna kunni ekki lexíu sína þá átti hann að afskrifa hana, ef hann lauk því ekki í rjettan tíma þá að afskrifa hana tvisvar; ef hann ekki kunni næst, þá var hann sviftur frístundum sínum. Ef þessu hjelt áfram, var hann álitirin óbætanlega latur og var honum þá refsað af rektor. Paton var-f raun ogii.veru góður maður, en hjelt of fast við stefnu sína, og sveigði of lítið til eftir mismunandi hæfi piltanna. Walter gekk ekki vel að Iæra lexíur sínar, af því hann hefði ekki fengið góða undirbúnings- kenslu, hann var heldur ekki vanur því að lesa í öðrum eins hávaða, eins og var í stóru kenslustofunni, og ekki gat hann lesið lengur á kvöldin en hinir piltarnir, því hann var látinn hátta jafnsnemma og þeir. Hann varð að afskrifa meira og meira, svo hann komst ekki yfir að lesa það honum var sett fyrir. Að 6 vikum Iiðnum refsaði rektor honum og þótti Walter það mikil skömm fyrir sig. Hon- um fannst að þetta væri sjer ekki sjálfrátt, og gerði það hann leiðan í skapi. Hann langaði mikið heim, var að hugsa um að strjúka eða sárbæna foreldra sína um að sækja sig heim úr skólanum. Hann kinokaði sjer við því; hugsaði sem svo að foreldrar sínir væru nógu leið fyrir, af því hvað sjer gengi illa í skólanum, því það hafði hann skrifað þeim. Walter átti nú það á hættu, að missa virðinguna fyrir sjálfum sjer, en þegar svo er, þá er skip- ið atkerislaust og rekur þangað, sem vindur og bárur bera. Vinátta tveggja pilta var eina Ijósið sem lýsti Walter í myrkr- inu. Síðari hluta dags eins, sat Walter dapur í bragði upp við vegg einn í húsagarðinum. Hann var svo leiður í skapi, að þonum fannst að sig langaði eklci til neins er fáanlegt væri. Klukkan var 3, og allir piltarnir höfðu farið út á leikvöll — þar ætlaði 6. bekkur að keppa í fótbolta við úrval allra hinna bekkjanna. Walter sat í mannlausum húsa- garðinum daufur og úrræðalaus — það var ekki líkt hans fyrra manni. Hann var svotugaðuraf mÖtlætinuaðhatíngat ekki fengið sig til neins. Henderson og Hendrick skiidu ekki hvernig á því gat staði, að svo gloggur piltur og Walter yar skyldi standa sig svo illa. Hitt þótti þeim verra, hvað hann var daþur. Þeir drógu báðir að táka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.