Vísir

Date
  • previous monthJanuary 1912next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Vísir - 10.01.1912, Page 3

Vísir - 10.01.1912, Page 3
V í S I R 7 *K£tB»\íícia"asi;:. .tí^tosÆUf?a»r;víuíJWM5«cs (il Hann • las aftur miðann frá Kenrick, og" vakti það undrun hans,' að Paton hefði beðið fyrir sig. Hann bað til guðs, að ógæfa sú, er hann hafði valdið Paton, snjerist tii betri vegar, og ef mögulegt væri, að hann sjálfur gæíi stuðiað að þvf. Hann kann- aoist við það fyrir sjálfum sjer, aö hann hefði vitað, að stílar voru eklci í böglinum, þó umbúðirnar væru því líkar, ogað hann hefði brent böggulinn af hefnigirni og reiðihvötumHann fann að Paton hlyti að hafa tekið nærri sjer, að fyrirgefa svo mikið afbrot, eins strangur og hann var. Fyrir utan dyrnar heyrðist hægt og hikandi fótatak, hurðinni var lokið upp með óstyrk, og Hr. Paton stóð frammi fyrir honum. Walter kastaði sjer fyrir fætur honutn, og grúfði höfuðið í hendur sjer. »Ó, herra Paton, getið þjer fyrirgefið mjer? Mig hefur lang- að svo mjög til að sjá yður og biðja yður fyrirgcfnirtgar. Fái jeg fyrirgefning yðar, get jeg af- borið alit annað. Ef þjer getið, þá fyrirgefið mjer?« »Veistu,rhve mikinn skaða þú gjörðir mjer?« »Já,« sagði drengurinn og fór að gráta, »hr. Percival sagði mjer, að jeg hefði eyðilagt fyrir yður margra ára erfiði, og þess munduð þjer aldrei bíða bætur. Pjer megið trúa því, að jeg var svo æstur. Jeg ijeti hægri hönd mína, að það væri ógert, sem jeg gerði; getið þjer fyrirgefið mjer?« »Hefurðu, Evson, beðið guð um að fyrirgefa þjer reiðihug þinn og fljótfærni?* »Já, jeg hef gert það aí hjarta«, sagði Evson grátandi. Iiann hafði ekki þorað að líta upp á Hr. Paton, því hann væri eins strangur og haröur á svip og vani hans var. Honum var það í fyrstu óskilj- anlegt, er hann fann hendi lagða á höfuð sjer, strjúka hárið og þerra tárin, að honum var lyft upp og hann sá í augu, tárvot og sorgmædd, en þó vinaieg. Petta hrærði Walter í innsta hjartans-grunn; hann kastaði sjer á ný fyrir fætur Patons, faðmaði hrtje hans og sagði; »Jeg get ekki bættyður það, meðan jeglifi.* Paton lyfti honum upp og setti hann á hnje sjer; honum var svo mikið niðri fyrir, að hann gat í fyrstu ekki komið orði upp, en sagði síðan: »Jeg fyrirgef þjer af heilum hug, þó mjer sje það erfití. Miss- ir handrits míns hverfur mjer eigi úr huga dag og nótt. Og þó guð gefi mjer þrótt til að byrja aftur á starfinu, þá veit jeg, að missir minn mun ekki hverfa mjer úr hug. Af þessu hef jeg lært að beygja mig í auðmýkt undir guðs vilja, hvað sem að höndum ber. Þú sagðir áðan, að þú vildir alt gera íil að bæta fyrir þig. En það, sem illa er gert, verður sjaldnast aftur bæít. Jeg vona að þú lærir af þessu, að stilla skap þitt og láta ekki ástríðurnar ráða, berir auð- mjúkur og með þolinmæði það, sem guð vill. Láttu þetta vera þjer til kenningar, meðan þú lifir. Pað, sem gert er, verður ekki aftur tekið, og látir þú ástríður þínarráða einn dageðaeina stund, þá geturþað orðið þjer til margra ára böls, og afleiðingarnar óum- flýanlegar.« Walter hjelt áfram að gráta, en þessi vingjarnlegu orð festust í huga hans, og þeim gleymdi hann aldrei. »Þú hefur fulla fyrirgefning mína,« sagði Paton ennfremur, * »mannssálin er veik fyrir, og vjer verðum að umbera hver annan. Jeg ætla að reyna að gleyma þessu og mun hvorki erfa þetta við þig eða hina drengina. En það er mjer viss von, að þú munir reyna, að bæta þig, af heilum hug. Lattu þetta ekki hvíla þungt á sinni þínu, og vertu þess viss, að jeg mun eftir þetta reyna að vera vinur þinn.« Walter greip hendi Patons og þakkaði honum. »Vjer kennarar munum ekki framar minnast á þetta, kondu nú niður með mjer, það á að fara að borða bráðum.* Hann lagði handlegginn um háls Walter og gekk með honum niður í skólann. Dyravörðurinn hafði sagt honnm, að efribekking- ar væru æstir á móti honum fyrir það, hvað hann hefði gjört illa. Honum þótti því innilega vænt um, að Paton gekk með honum. Skólagangurinn var troðfullur af drengjum, sem biðu þess, að hringt væri til miðdegis- verðar. Par, sem þeir Paton og Walter gengu, sáu allir vott göf- uglyndrar fyrirgefningar. Walter settist að borðum fölur og með tárin í augunum. Ná- unganskærleikurinn erfágæturog var ekki öðru en fyrirlitningarsvip að mæta, hvert er hann horfði. Sárast þótti Walter, að eins var um Percival, sem áður hafði verið honum svo góður. Úti á leikvelli mætti Walter Percival og heilsaði honutn, en hann leit ekki við honum. Menn eru fljótir að trúa illurn hvötum hjá náunganum, og enginn kærði sig um, að leita að öðrum ástæð- um hjá Walter, en að hann hefði, til að hefna sín, brotið upp púlt kennara síns, og af ásetningi brent dýrmætt handrit. Slíkt at- hæfi fordæmdu allir. Vesalings Walter, hann átt> erfiða daga, eina huggun hans var, að þeir voru trúir vinir hans Kenrick og Henderson og litli Eden Ieit ætíð upp lil hans með ást og þakklæti. Drengirnir höfðu tekið sig saman um að pípa að Walter, þegar komið væri frá bænum. Henderson hafði gert Walterað- vart um það. og beið Walter átekta með ótta og kvíða. En það varð ekki af því fyrir drengj- unum, þegar þeir sáu hve aum- lega Walter bar sig. Þess í stað hrópuðu þeir allir húrra, þegar Paton kom út úr kapellunni. Svar- aði hr. Paton því dálæti ekki öðruvísi, en að hann tók ofan hatt sinn. Honum var ekki utn þann- ig lagaða hluttekning, þó hann vissi að þeir gjörðu þetta í góðri meiningu. Eftir þetta bauð Paton Walter oft að ganga með sjer, þegar tækifæri bauðst, einkum eftif guðsþjónustugjörð á sunnudög- um. Dr. Lane skrifaði föður Walters brjef og kom hann. Var það Walter til mikillar hugsvölunar, að tala við föður sinn, og þegar þeir feðgar kystust að skilnaði þá fann nr. Evson með sjálfum sjer, að hann hafði engu minna traust á Walter, en áður, og fanst sjer þykja enn vænna úm hann, Mörgum árum seinna, þegar Walter var fullorðinn, frjetti hann það að sveitaprestur gaf út bók um 4 stóru spámennina. Varð höfundurinn frægur maður og aflaði frægðin honum þess að hann varð biskup í —. Frh.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue: 208. tölublað (10.01.1912)
https://timarit.is/issue/68732

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

208. tölublað (10.01.1912)

Actions: