Vísir - 18.01.1912, Síða 3

Vísir - 18.01.1912, Síða 3
V I S I R 23 | í KÁUPANGI * er l)est að versla, því þar eru vörurnar allt árið selda með jólaverði, svo sem: jólahveitið 13 au pundið melis ogkandis 32 - - strausykur 30 - - kaffi 88 - - munntóljak 2.75 - - Ennfremur: ísl. smjor nýtt 86 au. pundið hákarl ágætur saltkjötið norðlenska ágæt kæfa 40 au. pundið ágæt tólg 40 au. pundið l ¥ ¥ ¥ % ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I JapfW o. m. fl. 7ppfapf3f3fif3fífífjfapf3f3f3f: gretti sig ekkert, aldrei þessu vant. Þá kom skraddafasveinn nokkur méð frú Jónatan og svo hver af öðrum; alt úrval borgara bæjarins. Hvað konunni minni sáluðu, sællar minningar, mundi hafa þótt gaman Hún var altaf hneigð fyrir það sem »fýrugt« var, blessunin. Allir vita, að templarar eru ekki fil, nema sem snyrtimenni, en samt má jeg til að geta fleiri í dans- inum. Þar var fröken Theatrína, sem leysir svo laglega af leður- skóna óg dansaði aftur á bak. Henni stýrði efnilegar mentaskólamáður. Þar vorustallsysturnar úrvesturbæn- um, önnur há og grönn og kann að skenkja bjór »um borð«, hin lág og öll á þvervegin. Dróg önnur með sjer langan verslunarmann, en hin afardigran Iagaskólastúdent. Fór vel á með hvorumtveggja. Þar voru Fjeldsledar tveir, sinn með hvorri náttúru, og þar var fröken Svört af Bökhlöðustígnum með systur. Þær voru svo fótnettar, að þær máttn eigi dansa. Þar var Ingimundur á nýjum stígvjelum með gúmmíhjólum og gat því ekki dansað og þar var Jósefína. Bún- ingar báru lit trúarinnar, vonarinnar og kærleikans. Valsinn var búinn »Marsúkku, eina marsúkku!* hróp- uðu templarar. »Galópaði« köll- uðu aðrir og svo spilaði Marta »Jeanette í den crönne Skov.« Ástin, sem er svo eiginleg templ- urum, en óeiginleg mjer og mínum bræðrum í Bentsen, breiddi blæju yndisþokka yfir samkomuna og Venus, sem lengi hafði verið í slarki og svaðilförum með Bakkusi, kom skömmustuleg fram úr horni og hugðist að leggja blessun sína yfir samkomu Einingarinnar áður en lyki. Mjer var ofaukið. Jeg fann, að jeg var sem fordæmdur hafur meðal sauðanna, fór því sjálfur til vinstri — og út. Jeg lofaði sjálf- um mjer, að drekka aldrei framar Con, Whisky, Brandy — bjór. Já, það var helsti mikið sagt, en að gjörast templar á næsta fundi, það sór jeg í dyrunum. En bjór, er jeg hræddur um, að jeg geti aldrei neitað mjer um. Varadómarinn. Ungversk rœningjasaga. —— Frh. En undir stjórn Cape-rape-Mika- els báru ýmsir merkisviðburðir við. Meðal þessara er líka óöld sú, sem leiddi af Pista Kártyi þar um sveitir. Þessi íturpaxni og fagri maður átti tnikið inni í bókum hjeraðs- stjórnarinnar, og hjeraðsstjórnin hafði einnig ýmislegt á sinni samvisku, svo þegar hann var Ieiddur fyrir sakamálarjettinn, af því hann ásamt 5 fjelögum hafði ráðist á og rænt vagna 40 útflytjenda og er formaður rjettarins, Stefan Kúry, eftir að hafa kveðið dóminn upp um hann — þriggja ára fangelsi — sagði hann: »Hvernig gastu, Pista, fengið af þjer, að ræna samlanda þína?« roðnaöi hann út undir eyru og suðaði í honum: »Jeg hef ckki brugðið yður um neitt, herra, svo þjer ættuð heldur ekki að bregða mjer.« Þá varð hinn hávelborni herra Stefán Kúry stokkrauður í framan, eins og soðinn krabbi. Pista Kártyi tók út hegningu sfna, en batnaði samt ekkert. Þegar hann var laus orðinn, safnaði hann aflur saman flokki, en nú voruþeir orðnir 7, og þeir stálu undir eins 7 hestum handa sjer á markaðin- um í Rimaszombat, þareð ræningi á fæti aöeins er hálfur maður. Auðvitað valdi Kartyi sjer fall- egasta hestinn, blesóttan fola, er síðar varð nafnfrægur af því, að er hann var spurður: »Hve margar flöskur af víni hef jeg drukkið?« krafsaði hann jafn oft í jörðina með vinstra fæti, og húsbónd hanshafði drukkið flöskurnar. (Þegar hann gjörði upp þetta reikningsdæmi, bjó hann til djúpa laut ofaníhlað- ið fyrir framan veitingahúsið). Hinn eineygði Gerencser hafði kent hon- um þessa íþrótt, og ef annar hefði átt hann, hefði verið hægt að sýna hann fyrir peninga. En tiú vildu menn gjarnan gefa peninga til þess ekki að sjá hann, því að þegar hann sást, sat vana- lega Pista Kártyi á baki honum, sem alls ekki var hættulaust. Kár- tyi var sem sje alls eigi vandur að meðulum, þá er hann var í krögg- um staddur, eða þröngt var í búi. Frh.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.