Vísir - 25.01.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 25.01.1912, Blaðsíða 2
42 V I S I H Kvenfóikið »Oaman er að börnunum þeg- ar þau fara að sjá!« Nú er sagt að blessaðir karl- mennirnir hjerna í bænum sjeu loksins farnir að sjá ofurlítið, enda er farið að birta daginn. Og hvað er svo það, sem þeir sjá fyrst, þegar rifar í augum á þeim? Náttúrlega kvenfólkið, eins og vant er. En það kvað nú lfta alt öðruvísi út fyrir þeirra augum en vant er, þetta kvenfólk. Pað er vant að vera ein í hóp og tvær í lest, en nú hópar það sig saman í einn þjettan hóp og um eitt ákveðið málefni. Pessi breyting á aðföum þess kvað svo hafa þau sorglegu áhrif á vesalings karlmennina, að þeir standa og glápa og naga sig í handarbökin fyrir að þeir skuli hafa verið svona blindir að sjá ekki fyr hvað kvenfólkið væri duglegt og fylgið sjer, þar sem um rjett og gott mái væri að ræð*. Kvenfólkið kvað líka vera svo j áhugasamt, að það segir, að þó það yrði stórhríð á laugardaginn 27 þ.m. þá skyldi það samt fara og kjósa, C.-Iistan. Pað cr von að karlmennirnir sjeu hræddir. __________ X. Kvenfrelsismálið. Pað virðist rjett og sjálfsagt að konur hafi jafnrjetti við karlmenn, en svo er þó ekki enn og virðast vera nokkrir örðugleikar á að ná því marki. Allir rjettsýnir menn ættu að ganga að því ktarfi að fá þessu í | lag kipt sem fyrst, en einn vesti þrepskjöldur í vegi þess máls er aðferð ýmsra kvenna. Jeg ætla ekki að útlista það mál nánar hjer, en taka aðeins eitt dæmie, sem ber fyrir menn þessa dagana. Það er verið að kjósa í bæar- stjórn. Kvenfólk hefur nú kosningarrjett. Og hvort ætla menn að nú sje "betur eða ver farið bæarmálum? Hver eru áhugamál kvenna? — Að komast að ! Kyenmenn í bœ- arstjórn! Helst, aðeins kvenmenn! Bæarstjórnin hefur með höndum alvarlag störf og það er mjög áríð- andi að sem allra nýtastir menn skipi hana (hvort eru karlar eða konurj. Það er sameiginlegt vel- ferðarmál allra bæarmanna, jafnt karla sem kvenna. Þetta liggur svo í augum uppi að öllum ætti að geta skilist það. F.kki verður betur unnið að kven- frelsismálinu með öðru en því, ef sýnt verður að þjóðinni sje í heild sinni hagur að kvenfrelsi. Enverði hið gagnstæða sýnt, er það mál- efninu hinn mesti skaði. Þetta verða konur, sem kvenfrelsi unna að hafa hugfast og ekki láta glepjast af einstökum »kvenfrelsis«- forkólfum, sem ekki hugsa um annað en eigin hagnað. Þær eiga að vinna í fjelagi með karlmönnunum um að fá sem nýtast fólk í bæar- stjórnina. Með því væri kvenfrelsis- málinu betur borgið. En nú vaða sumar konur fram á vígvöllinn og virðast hafa það aðalerindi bð bjóða karlmönnum að koma og »slást« við sig. Það er vel ráðið að bjóða fram konur, sem líklegar eru til gagn- semi og þær sem vel hafa reynst, en ekki ætti að tróða inn þeim, sem illa hafa gefist. Konur! Kjósið hæfrsta fólk í bæarstjórnina, en einblínið ekki á kynið. Það er bæði heimskulegt og skaðlegt. Björn. Bæarstjórnar- kosningarnar Og rjettindi kvenna. Jeg hefi heyrt það á sumum kon- um, að þær eru milli vonar og ótta um stjórnarskrárbreytinguna. Búast helst við að meiri hlutinn á næsta þingi muni fella úr frumvarpinu ákvæðið um kosningarrjett þeirra. Þetta setja þær í samband við næstu bæarstjórnarkosningar, segj- andi svo: Pví meiri þroska, sem við sýnum við þessar kosningar, því meiri iíkur eru tií, að við fáum kosningarrjett til alþingis. Þetta er rjett athugað af konun- um. En svo skiftast leiðir: Sumar konur segja: Við fáum ekki kosningarrjett til alþingis nema 'við sýnum þann þroska að kjósa nú einungis konur í bæarstjórn, kjósa kvennlistann. Þá hlýtur þing- ið að bera virðing fyrir okkur! Aðrar segji: Viö sýnum mestan þroska með því að kjósa í bæar- stjórn eftir áliti okkar á þeim, sem í kjöri eru án tiUits iil kynferðis. Við kjósum eftir trausti á hœfileik- um manna og skoðunum ^þeirra og framkomu í cpinberum málum. Ekki get jeg að því gert, að mjer þykir þar síðarnefndu tala ólíkt skynsamlegar en hinar. Það Iiggur í augum uppi, að ekkert getur meir rýrt álit skynsamra manna á konum en það, að þær kjósi blint eftir kynferði, en fari ekki eftir almenn- um hæfileikum, sem allir skynber- andi menn hljóta að láta ráða at- kvæði sínu. Þetta, að einskorða atkvæði sitt við að kjósa konur er ámóta og að sköllóttir menn settu upp lista með tóma sköllótta menn, svartskeggjað- jr lista með svartskeggjuðum mönn- um, allir smávaxnir ættu að kjósa Framlistann, af því þar er Zimsen efstur, þeir sem hafa »fslenska skó« eiga að kjósa Dagsbrúnarlistan, all- ir á vatnsstígvjelum Sjálfstæðislistann og loks allir í pilsum Bríetarlistann!!! Mikinn þroska sýndi þetta, finst yður ekki heiöruðu herrar og frúr Kyennrjettindavinur. Varadómarinn. Ungversk ræningjasaga. —— Frh. Páll svaraði þó engu (hann var fremur dauöur en lifandi), en Pista Kartyi sjálfur reið til hans ogskýrði honum frá: »Hann hefur aðeins staðnæmsl af því viö höfum stöövað vagn- inn.« »Svo«, mælti gamli maðurinn hálfsofandi, og fór að slá öskunni úr pípu sinni, sem dauttvarí. »Og því hafið þið stöövað oss?« »Þekkið þjer mig þá ekki?« spurði ræningja forsprakkinn, nærri ergilegur út úr þessum kynlegu kveðjum. — »Jeg er Pista Kartyi!« Hann bjóst við mikilli verkun af þessari nafngjöf sinni, en það brást. Varadómaranum virtist ekkert bregða. Hann leitaði að eldspítu í vestis- vasa sínum, kveikti í hægðum sín- um á henni á hnje sjer, en þegar sloknaði á henni af hægu vindkasti, mælti hann til Pista Kartyi: »JP, haltu hattinum fyrir, vinur minn.« Þessi látiausa ósk fórsvo út um þúfur með stórbokkaskap Pista Kartyi, að hann kurteislega tókhinn litla, kringlótta hatt sinn ofan og skýldi meö honum, meðan dómar- inn kveikti. Á hattinn var fest bleikrautt blóm. »Jeg sje að þjer komið úr heldri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.