Vísir - 07.02.1912, Síða 2

Vísir - 07.02.1912, Síða 2
78 V 1 S l R íslendingar tii Andesfjalla. íslendingar eru elskir að norðr- inu og kuldanum. Það er næsta sjaldgæft, að þeir leggi leiðir sínar suður í heitu löndin, Þó eru þar frá undantekningar. Má það marka af brjefi því, sem hjer fer á eftir. Brjef þetta er frá herra J. J. Dall- and cand. phil. Hann fluttist hing- að vestur um haf fyrir eitthvað 8 árum. Hefur hann lengst af dvalið vestur á Kyrrahafsströnd. Hann hefur fengist við trjáviðarhögg o. fl. í B. Col., í Yukon. Alaska, Washington og Californiu við náma- gröft, »contract« vinnu og ýmislegt fleira. Hefur hann oft haft mikið fje handa á milli, en orðið upp- gangssamt. Nú er hann í þann veg- inn að leggja af stað suður í Andes- fjöll, með fjelögum sínum tveimur öðrum íslenskum, Valdimar Frið- finnssyni, norðlenskum manni, og hinum norskum. En þetta hin mesta svaðilför og eigi heiglum hent, og alveg eins dæmi, að íslendingar hafi ráðist í jafnáhættumikla æfin- týraferð. Mun slíkt fárra íslendinga færi annara en Mr. Dalland og hans líka, því að hann er afar áræðis- goður frábærlega hraustur og mikill fýrir sjer, reglulegt islenskt karlmenni. Hann kveður svo að orði í brjefi sínú til Lögbergs: >Frá mjer er það að segja, að jeg hef ekki enn þá náð í >það«, þ. e.: afl þeirra hluta, sem gera skal, en samt í miðjum bardaganum ósærður og ólúinn og sífelt sann færöur uin stóran, góðan sigur að lokum; en samt þætti mjer væut um, ef það færi að sjást til hans. Jeg hefi ávalt haft hugfast, að ná í stórfje — ekki nokkrar þúsundir, til þess að hafa nóg að jeta og þurfa ekki að starfa — ónei — stór- fje til þess að geta starfað svo um munaði. >Alt eða ekkert«, hefir ávalt verið mitt heróp, þar til nú í seinni tíð stundum, er jeg lít til baka, að mjer hefir flogið í hug, að betra hefði kannske verið að vera ánægður með minna og hafa þá það. Við eruin þrír í fjelagi — Valdi, eins og þú veist •— og svo er með okkur >mining engineer* norskur, Olav Strand, ágætismaður, norskur að lit, írskur í skapi og íslenskur í dugnaði og ráðvendni. Við höf- um besta >Prospecting outfit*, sem D.Östlund prédikar sunnud kl. 6'/, íSilóam ...... ........ n * i. peningar geta keypt. Alt, sem margra ára reyusla ökkar sagði nauðsynlegt og mjög margt, sem telja má »!uxurí« á þessháttar ferðalagi. »Aha« segir þú nú líklega við sjálfan þig, nú ætla þeir enn á ný að asnast til Alaska. O-nei — við erum orðnir langþreyttir á Alaska á Yukon, á B. C. og jafnvel á Estados Unidos og erum nú orðnir sannfærðir um, að hamingjan bíði okkar suður í hita- beltinu. Anyhow, we waní to give ihat part of the World a chance. Við förum þess vegna til Californ- íu í næsta mánuði með útbúnað og nægilega peninga, til þess að leita að guili, olíu og dýrmætum steinum í Andesíjöllunum í tvö ár, og trúi eg illa, að við finnum ekki neitt á því tímabili, ef sjúkdómar hita belfisins eða viltir ImJíánar sem sagðir eru þar grimmir og illir viðuregnar, veröa okkur ekki að bana. Þann 23. jan stíguni við á skip í Frisco, komum til Panama 6. febr., verðum þar í nokl ra daga; þaðan til Buenaventura, þá á jarnbraut til Cali, — drotningar Andesfjallanna. Þar kaupum við 6— 8 hesta, eða múldýr, and good byeto civilization. Við höfum tvær myndavjelar mcð okkur og tökum óspart myndir, og skal jeg senda þjer við og við inyndir af okkar ferðalagi. Jeg er búinn að koma mjer niður í spönsku, svo jeg geti vel fleytt mjer, og hún er bráðnauðsynleg í lönduni Suður- Ameríku. Jeg tók próf í Osteopathíu — mig minnir áð jeg 'háfi skrifað þjer það; einnig tók jeg próf í dýralækningum, og lækna nú jafnt menn og skepnur, þegar jeg hefi ekkert annað fyrir stafni.« Eflaust drífur margt sögulegt á daga þeirra fjelaga á þessu ferða- lagi þeirra suður í hitabelti. Teljum vjer víst, að margn fýsi að frjetta, hversu för þeirra tekst. Vjer ósk- um þeim farsællegrar ferðar og heill- ar afturkomu og vonumst til að geta flutt lesendum vorum frekari frettir áðu langt um líður af þessum hug- djörfu íslendingum, sem fyrstir vorrar þjóðar hafa borið þrek til að leita gulls og gæfu suður í torfærur og og ferlcgar óbygðir Andesfjallanna. Lögberg 28/)2M 1. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsmiðja. hvergi ó d ý r a r i eti hjá mjer. Verð frá 2 kr. 50 au. AXEL MEINHOLT. Ingóifssfræti 6. Varadómarinn Ungversk ræningjasaga. -—- Frh. Orð er að vísu éinungis orð, en það stjngur, þegar það er satt orð. Jóska slálfum fanst sekknum illa fyrirkomið. Sekkurinn varð að falla að hliðum hestsins það er áreiðanlegt. Svona má það ekki vera. Menn munu skopast að því. Hann bölvaði lítið eitt, svo leýst' hann frá sekknum og Ijet helming- inn af höfrunum renna úr niður á veginn þahgað til að sekkurinn var meðfærilegri. Varadómarinn ítti með pípunni sinni við Pála, sem titraði allur og skalf. Stöktu ofan sonur mínn og sóp- aðu höfrunum saman, þeir eru nógu góðir handa hestunum -okkar. >Þetta sagði jeg ykkur altjend.« Þaut í Jancsi Lotusz við höfðingjann, sem re:ð í broddi, »að hann myndi hafa eitthvað af okkur«. Hinn eineygði Gerencser hristi höfuðið og mælti: >Það er ekki til annar eins þorpari í öllum heim- inum«. Varadómarinn ljet sópa höfrunum saman í drykkjarfötuna,. sem hjekk í keðju undir vagnfjöliuni og hirti þá, ljet aftur í pípu sína sem dautt var í. >Þá er best að halda áfram Páll minn,« mælti hann og lagðist á grúfu í vagninum, svo ekkert sást af honum en liann gat sjeð alt milli hliðarfjalanna á vagninum. Ræn- ingjarnir riöu ofan að Berentelækn- uni sem sást frá þeim eins og högg- ormur, sem rjettir úr sjer. Þeir sáist láðgast um snöggvast hjá brúnni þar sem prjár leiðir mætt- ust og svo skiftu þeir sjer tveir Og þrír til hægri og vinstri en Pista Kartyi reið sjálfur bcinu leiðina til Putnok. Hann var auðþektur álengdar. Blómið í hatti hans skein. Þegar sá ekki neitt til þeirrá fram- ar, settist hann upp eins og fyrri og meö fálkaaugum sínum gat hann séð hvern ætisvepp, sém með veg- inum var. Og þegar hann kom

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.