Vísir - 09.02.1912, Blaðsíða 1
22£
22
Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud-
Þriðjud., miðvikud.,>imtud. og föslud.
25 blöðin frá 7. jan. kosta: Áskrifst.50a.
Send út um landðO au.— Einst. blöð 3 a.
Afgr. ísuðurendaá Hotel Island l-3og5-7.
Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
Föstud. 9. febr. 1972.
Afm-eli < dag:
Frú Augusta Svendsen, kaupmaður.
Á morgun:
Frú Ragnhildur Pjetursdóttir.
Matt. A. Mattiassen, skósmiður.
D.Östlund prédikar sunnud kl. 67* i Silóam
íslendingar í Höfn.
íslendingafjelag hefir staðið með
mikium blóma á síðustu árum. Þar
er skemtisamkoma einu sinni í mán-
uði. Á samkomunum í vetur hafa
meðai annars sungið þau ungfrú
Margrjet Gunnlögsson og Eggert
Stefánsson, en frú Lára Indriðadóttir
og Haraldur Sigurðsson leikið á
hljóðfæri. Auk þess hafa ýmsir
Danir sýnt og látið heyra list sína,
svo sem A. C. Meyer, .þjóðþings-
maður.
Þrír rithöfundar islendskir hafa
gefið út bækur á dönsku í haust
en þeir eru: Jóhann Sígurjðnsson,
Jónas Guðlaugs on og Gunnar
Gunnarsson.
Jóhann Sigurjónsson hefur hlotið
svo gífurlegt og svo einróma lof
fyrir bók sína, leikritið Fjalla-Eyvind
(Bjærg-Eyvind og hans Hustrú) að
slíks eru fá dæmi. Georg Brandes
ritar um hana í »Pólitíken< á jóla-
daginn og telur hana hiklaust lang
bestu bók, sem út hafi komið í
Danmörku á árinu. Ýmsir aðrir
merkismenn hafa og kepst um að
lofa bókina, svo sem rithöfundarnir
Paul Levin, Julius Clausen, L. C.
Nielsen og Albert Gnutzmann. Það
er nú fullráðið, að leikritið verður
leikið á Dagmarleikhúsinu í maí í
vor og á frú Dybvad að leika Höllu.
»Söngvar úr Norðurhöfum*
(Sange frá Noidhavet) heitir bók
Jónasar Guðlaugssonar og hefur henni
verið tekið ágætlega í dönskum og
norsk'.im blöðum. Flestum þykir
kvæðin bera vott um óvenjulega
skáldgáfu.
Bók Gunnars Gunnarssonar.
kvæðabók eins og Jónasar, hefur
hlolið langsístar viðtökur enda er
höfundurinn kornungur.
Birkibeinar.
\e$ww&w a$
&\ww\$
aUskowa*
xcC\oa ó^vw eJVw ws&KKb
03
meS 1>«aúus t*ssta ejVw s»W, Æ u^omiS Ut