Vísir - 22.03.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1912, Blaðsíða 1
258 2 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- 25 blöð frá 21.mars kosta:Áskrifst.50a. Þriðjud., miðvikud.jfimtud. og föslud. Send út um landóO au.— Einst. blöð 3 a. Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1 -3 og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Fösíud. 22. mars 1912. Sól í hádegisstað kl. 12,35' Háflóð 7,25‘ árd. og kl. 7,47‘ síðd. Háfjara um 6 t. 12 mín. síðar. Afmœli: Frú Lára Pálsdcttir. Frú Sigríður Þorláksdóttir. Frú Svanborg Orímsdóttir. Á morgun: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Afmœli: Frú Karólína Þorkelsson. Páll Steimgrímsson, póstafgreiðslum. Hjálpræðisherinn. Musiksamkoma í kvcld kl. 8V2. Hornaflokkurinn spilar. 'yxí Suður himsskautið. Langt er siðan tilraunir voru fyrst gerðar til þess að komast að suðurheims- skautinu. Skulu hjer taldar þær ferðir, er frægastar hafa farnar verið þangað suður í höfin: Árið 1773 komst enskur maður er Cook hjet, suður fyrir heim- skautsbauginn. 1820 komst Bellingshausen, rússneskur maður af þýskum ættum, á 69 breiddarst. 52 mín. 1823 komst Weddell suður á 74 brst. 15 mín. Við hann er kent Weddells-haf. 1842 náði Ross suður á 78 breiddarst. Hann fann eldfjallið Erebus og Victoria-land. Við hann er kent Ross-haf. 1898 var leiðangurinn frá Belgíu sem Hróaldur Ámundason tók þátt í. 1900 fanst segulskautið á suður- hveli. 1903 fór Dr. Bruce suður í höf, sú för var ger af Skotlandi. 1901—4 var kapteinn Scott í landkönnunarferð í suðuríshafi og gerði margar nýjar rannsóknir. 9. jan. 1909 komst Shackleton á 88 brst. 23 og átti ekki eftir nema 100 enkar mílur til heimskautsins. Stórfeld vatnsveita í New-York. Borgin vexstórum árlega og verður líklega innan fárra ára stærsta borg heimsins. Vatns- eyðsla vex að sama skapi sem mann- mergðin og því var byrjað á stór feldri vatnsveitu til borgarinnar árið 1905. Er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið að ári. Vatuið er tekið upp í Cats-KillA)ö\\um tvöhundruð rastir frá borginni. (Það er fjórum sinnum lengra en á ÞingvöII). Búist er við, að verkið muni kosta nær einn milljard franka, eða alt að því i eins og Panamaskurðurinn. Vatnsrásin liggur undir Hudsons- fljðtinu 335 stikur fyrir neðan vatns- mál og þarf hálfa miljón punda af »dýnamiti« til sprenginga. Nær 20 þúsundir manna vinna að vatns- veitunni. Á einum stað, þar sem niest þurfti að grafa, hefur bygst þorp með 7000 íbúum Þar eru skólar, kirkjur, sjúkrahús, gildaskálar og kvikmyndahús. Þar er og sjálf- stæð bæarstjórn. Kvenrjettinda- uppþot í Lundúnum. EígnaspjöII og róstur. Konur settar i varðhald fyrir samsæri. í upphafi þessa mánaðar gerðu kvenrjettindakonurnar í Lundúnum meira uppot þar í borginni en dæmi eru til áður og hafa þær þó oft illa látið. Forstöðukonur uppþotsins höfðu skipað fyrir um atlögurnar og hóf- ust þær föstudaginn 1. þ. m. Mrs. Pankhurst hjetsú er fremst var í flokki og einna mest hafði stuðlað að óeirðunum. Á svip- stundu ruddust svarrarnir um öll helstu strætin í Westend og brutu rúður í sama mund í öllum hús- j um á Strön d, Haymarket, Bond- street, Regentstreet, og víðar. Allir búðargluggar voru brotnir. Hvergi var eftirskilin lieil rúða þar sem óhemjurnar náðu til. Sumar höfðu harnra, sem þær lömdu með, aðrar 'nöfðu járn eða grjót í hand- töskum sínum og slöngdu því í rúðurnar. Eftir drykklanga stund höfðu þær eyðilagt 90 þúsund króna virði. Lögreglan brá skjótt viðogvarp- aði þenna dag 124 rúðubrjótum í fangelsi. Daginn eftir var frú Pankhurst og margar aðrar dæmdar í tveggja mánaða hegningarvinnu; sumar sluppu með vægri dóm. Sunnudaginn 3. mars gerðukon- ur þær uppþot, er fangaðar höfðu verið. Þær hömuðust með óhljóð- um í fangelsis garðinum og brutu rúðurnar í klefum sínum. — Sama daginn fleygði kona nokkur logandi körfu með trjespónum og olíuflösku inn á aðal-pósthúsið. Þegar körf- unni var kastað út, varpaði snótin múrsteini inn um pósthúsgluggann. Á mánudaginn 4. mars hófust róstur á ný. Voru rúður enn brotn- ar í ýmsum strætum, jafnvel í þing- húsinu og bústöðum ráðgjafanna. Víða leutu konur í áflog við lög- regluna og urðu margar handtekn- ar. Sumar dæmdar í tveggja mán- aða hegningarvinnu. Einkuni var uppþot um kveldið í Hvíthöll og á Partiament-square. — British Mu- seum og konunglegi háskólinn og margar aðrar stofnanir voru lok- aðar bæði þann dag og næstu daga. Var engu líkara en borgin væri í hers-höndum. Þenna dag námu skemdir 20 þúsundum króna og nær 200 konur voru settar inn. Á þriðjudagskveldið (5. þ. m.) rjeðst flokkur lögregluliðs inn i skrifstofu kvenrjettindafjelagsins f Clements-gistihöll á Strönd, tók þar höndum Pethick Lawrence hjónin og fleiri forsprakka sakaða um sam- særi, rannsökuðu hýbýlin og lögðu löghald á brjef og skjöl fjelagsins. Lögreglan var þrjár klukkustund- ir að rannsaka skrifstofur fjelagsins, frá ld. 10 til kl. 1 um nóttina, hafði með sjer nokkrar körfur af skjöl- um, læsti síðan skrifstofunum og setti innsigli fyrir. Daginn eftir var hafin ákæra á fyrr greind hjón, ennfremur frú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.