Vísir - 08.04.1912, Síða 1

Vísir - 08.04.1912, Síða 1
269 13 Kemur venjulegaút kl.2 siðdegis sunnud- Þriðjud., miðvikud. fimtud. og föstud. 25 blöð frá 21. mars kosta:Áskrifst.50a. Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 a. Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1-3 og5-7 Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Mánud. 8. apríl 1912. Annar í páskum. Afmœli: Jóhanres Nordal, ísliússtjóri. Á morgun: Ingólfur til og frá Garði. Sterling til Breiðafjarðar. Líkkisturnar viðurkendu, ódýru, fást ávalt tilbúnaráHverfis- götu 6.—Sími 93.—HELGI og EINAR. > Ur bænum »Borgir«, skáldsaga eftir Jr3n Trausta (Guðm. Magnússon), koma innan skamms út í danskri þýð- ingu á kostnað Gyldendals bóka- verslunar í Kaupmannahöfn. Þýð- andi er frú Margrethe Löbner-Jör- gensen í Askov. Áður er »Halla« komin út á dörrsku, og danskar út- gáfur af fleirum bókum Guðmundar munu vera í undirbúningi. Sterling kom í gærmorgun frá útlöndum, hafði seinkað sökum slæmra kola, sem það varð að not- ast við. Með því kom Vernharður Þorsteinsson stud. phil. snöggva ferð, kaupmennirnir Egill Jacobsen, Obenhaupt, Jón Arnesen (Eskifirði) Vilh. Jensen (Eskif.) v. Winterfeld þýskur ferðamaður (hefur áðurskrif- að bók um náttúru íslands), Boockles trollaiaeigandi úr Hafnarfirði, 2 gas- menn þýskir, 2 rjómabúslýrur, Jós efína Austfjörð og systir hennar, Vestfjörð. Barn eitt dó í hafi. Bergenhus, skip það, er Sam einaða gufuskipafjelagið sendi í stað »Ceres« kom í morgun. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutnmgsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 4—5. Talsími 16. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Aðalstrœíi 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd.s. kl. 5—6 síðd Talsími 124. Raddir almennings. Ad ventistar í Reykj avík. Klagandans heyrðu sögu’ uni sinn, siðan aðgæt hvað talar liinn, segir hið alkunna, íslenska sálma- skáld H. P. Því, sem liefur verið skrifað um s. d. adventistana í »Vísi« og öðr- um blöðum hjer í bænum, mun verða svarað grein fyrir grein, þeg- ar formaðurinn fyrir Norðurlanda- sambandinu, hr. J. C. Raft kemur hingað í sumar eða í haust. Jeg vil þess vegna biðja almenning um að bíða og dæma ekki í þessu mál- efni, fyr en hann hefur heyrt frá báðum hliðum; og ef jeg hef lært að þekkja íslendinga rjctt, svo munu þeir gjöra það með ánægju. Því, sem snertir mig persónu- lega mun verðasvarað þá um leið; því jeg vil ekki svara nokkru nú, og að öðru sje ósvarað. Ef þess vegna skyldu koma fleiri svertandi greinir, þá verður því öllu svarað seinna. O. J. Olsen. Jxí úUötvdum. SpitsLergen. Sumir halda, að Spitsbergen sje sama landið, sem forfeðui vorir kölluðu »Svalbarða við Hafsbotn.« Aðrir ætla að Svalbarði eða Sval- barð hafi verið á austanverðu Græn- landi norðarlega. Landnámabók telur fjögra dægra sigling frá Langa- nesi til Svalbarða, og bendir það í áttina til Spitsbergens eða Jan Mayn. Er öllu líklegra, að Svalbarð sje Spitsbergen, heldur en það hafi verið á austurströnd Grænlands, enda nefna íslendingaralla austurströndina »Grænlands-óbygðir«. Segir Land- námabók að dægursigling sje »til óbygða í Grænlandi ór Kolbeinsey norðr.« Svalbarð þetta er nú að verða þrætucpli nágranna vorra, eins og »Vísir« hefur áður frá sagt, enda er þar til nokkurs að slægjast, þótt virðast megi, að landið liggi fyrir norðan »landslög og rjett«. Kolanámur hafa fundist þar nyrðra og nokkur fjelög verið stofnuð til þess að vinna þær, Öflugast er fjelag það, er Vesturheimsmenn hafa stofnað og heitir »The Arctic Coal Company«. Þetta tjelag flutti 26 þúsundir smálesta af kolum frá Svalbarði síðastliðið ár. Þetta árið hefur fjelagið ákveðið að flytja þaðan að minsta kosti 60 þúsundir smá- lesta. Fjelagið hefur hingað til mest fengist við rannsóknir þar nyrðra. Þar er við mörg vandræði að eiga; ísalög eru svo mikil á vetrum, að bryggjur haldast ekki við og hefur fjelagið varið miklu fje til þess að fá góða lending þar. Sigling er oftast tept til landsins sakir ísa nema eina fjóra mánuði, júlf til október; á öðrum tímum ársverður ekki konúst þagað nema endrum og sinnum. Vitar eru engir nje önnur siglingamerki; verða því skipaferðir mjög torveldar oghættu- legar þegar hausta tekur. Svalbarðskol eru talinn betri en ensk kol; brenna betur og gengur minna úr þeim. Norðmenn gera sjer far um að helga sjer landið, Þeir hafa sett þar loftskeytastöð, sem sendir dag- lega veðurskeyti til Noregs ogjafn- framt kosta þeir kapps um að mæla strendur landsins og siglingaleiðir og semja nákvæmt landabrjef eftir þeim mælingum. Á komandi sumri fer á annað þúsund Norðmanna þangað til vinnu við námurnar og starfa þeir fram að veturnóttum. J. C. Christensen var ný- lega kosinn forseti í fólksþingi Dana með 53 atkræðum; 50 greiddu ekki atkvæði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.