Vísir - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 01.05.1912, Blaðsíða 2
20 V í S 1 R \\\ sölu. Stór vjelarbátur (9'/2 smálest) með 8 hskr. Hoff- mannsvjel, allur úr eik, fsest keyptur með góðum söluskilmálum. Ágætur sjóbátur. Upplýsingar gefur J P. T. BRYDES VERSLUN, Vestmanneyjum eða Reykjavík. Stúlka getur fengið stöðu við eina af stærri vefnaðarvöruverslunum bæarins — strax æða sem fyrst. Umsóknir skriflegar merktar 101 sendist til ritstj. Vísis fyrir föstu- dagskveld. Á þriðjudaginn tilkynnist umsækjendum í Vísi að staðan sje veitt svo að þeir, sem ekki gæti komið til greina, fái vitneskju um það. syðst af um 50 eldfjöllum í Mið- ameríku sem liggja í fjallhryggnum er gengur eftir endilangri álfunni Umhverfis fjallið var skóglendi mikið og frjótt og uxu þar hita- beltistrje, en þar er nú hraun og aska. Landið í grend er vel ræktað og er þar framleitt mikið af kaffi, tóbaki og kakaó. Vaxa þar og kokospálmar. kaktus og mahonitrje íbúar stunda og mjög kikfjárrækt og kolanámur eru Ciriquifjalli. En í þessum bygðum er mjög óholt hvítum mönpum og eru þeir tiltölulega fáir þarna. Mikil á rennur frá eldfjallinu suð- vestur í Kyrrahaf og heitir hún David, en á miðri leið hennar til hafs liggur borgin David,* sem er höfuðborg fylkisiná og er litlu minni en Reykjavík. Tvö þorp standa nær fjallinu Bugaka að vestan og Calihea að sunnan og eru um 1500 íbúar í hvoru þorpinu. í vetur hafa við og við fundist jarðskjálftakippir í fjalli þessu og kolanámurnar hrundu svo í febrúar að hætt var að vinna þar. Vísir hefur áður minst á eldsumbrot við Panamacyðið, þar sem skurðgröft- urinn stendur yfir, og mun vera samband milli þessara eldstöðva Cirique hefur ekki gosið að ráði um Iangt skeið og ugðu menn ekki að sjer. En föstudagsmorguninn 5. f. m. hrukku menn upp af fasta svefni, þeir er bjuggu í nánd við fjallið. Heyrðust þá drunur miklar frá fjall- inu, en dökk móða huldi það, jörðin titraði og eldslogar stóð upp ur gígum þess, og áður menn höfðu áttað sig var fjallið tekið að gjósa ógurlega. Hrann spyttist út af því á alla vegu og svart myrkur skall á og sást ekki annað en log- arnir úr fjallinu og eldingar, sem flugu um loftið og bjarmi fráskóg- inum, sem stóö í björtu báli. Gosið varaði með Iitlum hvíld- um í 15 klukkustundir og haföi það þá eyðilagt afarstór svæði af skógi og ræktuðu landi, en um hálft fjórða þúsund manna er talið að farist hafi á ýmsan hátt, þarmeð flestir íbúa hinna tveggja þorpa, er nefnd voru. En tugir þúsunda af kvikfjenaði týndist. Vöxtur mikill kom í Davið-á og flóði hún lagt fram yfir bakka sína og olli stórskemdum,einkum í Davið-borg. Eftir hið mikla gos hafa önnur smærri gos orðiö, sem hafa þó ekki valdið frekari skaða. Framhald af frásögninni um Titanicsiysið kemur á morgun. og fraustið á íslensku löggjafastarfi. Eftirfarandi smásögu segir Eggert Briem frá Viðey í Ingólfi á fimtudaginn (25.): Fyrir 4 árum fann maður nokk- ur að máli stjórn stórrar nið- ursuðuverksmiðju erlendis og skýrði henni frá verðlagi hjer á fiski, laxi, kindaketi, rjúpum o. fl. í því skyni að fá stjórnendurna til þess að stofna hjer útibú, þar eð þeir stæðu vel að vígi að opna markað fyrir íslenskar niðursuðuafurðir, með því að þeirra firma væri þekt víða um lönd. Stjórneudunum leist svo vel á málið, að þeir sögðu komu- manni, að hermdi hann rjett frá væri ekki aðeins ástæða til fyrir þá að setja hjer á stofn útibú, heldur flytja aðalbækistöð sína hingað, og kváðust þeir vilja kynna sjer málið. En er þeir höfðu rannsakað það mjög grandgæfilega, tjáði stjórnandi verksmiðjunnar þess- um manni, að skýrsla hans hefði reynst rjett í öllum atriðum, en bobbi hefði komið í bátinn annar- staðar frá. Á Islandi væri lög- gjafarþing, er hjeti Alþingi, og ef ráða mætti af framkomu undan- farinna þinga, væri viðbúið að óðar en niðursuðuverksmiðja yrði sett á stofn, sem nokkur veigur væri í, yrði lagt útflutn- ingsgjald á afurðir hennar. Á- byggilegkostnaðaráætlun yrði því

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.