Vísir - 09.05.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1912, Blaðsíða 2
46 V í S I R tubbasirs Stærst úrval Lægsta verð. VÖRUHÚSID, Austurstr. 10. Frá Grænlandi. Nýlega er útkomið hefti um »á- rangur af rannsóknum Dana á Græn- landic, Er þar með landabrjef er sýnir norðausturströnd landsins. Nær Grænland lengra ,til austurs þar, en menn bjuggust við. Norðaustan á Grænlandi er kalt mjög og óvistlegt. Þar leysir aldrei ísa alt sumarið. Fyrðirnir eru fullir af ísum og sumir botnfrosnir. Úti fyrir nesjum brýtur pólstraumurinn ísinn og ber burt með sjer. Verður þar því auður sjór Iítinn tíma árs- ins, en hafþök eru jafnan fyrir utan í ársbyrjun 1911 voru 12486 menn á Grænlandi. Flest eru kyn- ólegdingar DanaogSkrælingja. Bygð- arlög eru 183 og flest svo fámenn að ein 39 þeirra byggja fleiri en 200 menn. Godthaab er stærsta þorpið og íbúar 330. Ellefu prestaköll eru í landinu, en prestar 16 og djáknar 180. Börn í skólum 2670 og er þeim kent að lesa og sumum að skrifa, en reikn- ingur er lítt kendur, enda kunna margir kennararnir ekkert í reikuingi. - Skrælingjar eru kirkjuræknir og altarisgöngur mjög tíðar. Er þar góður akur fyrir presta. Holdsveikin og geitfjeð. Chr. Engelbreth, kunnur lækn- ir í Kaupmannahöfn, hjelt nýlega fyrirlestur um uppruna holdsveik- innar. Flutti hann þar þá kenn- ingu, að holdsveiki stafaði af geitfje. Hafði hann um nokkurt árabil bor- ið saman útvortis tæringu (lupus) og holdsveiki og þóst finna ýmis- legt líkt. En það er hans kenn- ing, að útvortistæring sje runnin af fjenaði. Hann íhugaði þessu næst af hverju húsdýri holdsveikin gæti þá stafað og komst að þeirri nið- urstöðu, að það hiyti að vera geit- fje. Því að hann þóttist geta sann- að, að hvervetna væri geitfjárrækt, X LversIuMn ,Sii’ Laugaveg 19 selum ýmsar degundjr af ílmYÖtnum með 30°|o afslœtti til loka þessa mánaðar. Óvenjuleg Tækifæriskaup. ^evsttttvvn selur nasstu viku bestu tegundir af SVÖRTU KAMBGARNI með ga lágu veröi: Áður kr. 7,90, nú kr. 6,50 — - 7,80 — - 6,25 Bestu tegundir af KLÆÐI: Áður kr. 7,90, nú kr. 6,50 — - 7,60 — - 5,00 Notið tækifærið og fáið ykkur í Diplomatföt og spariföt. Ógrynni af öðrum nýtisku fataefnum úr að velja, nýtt með hverju skipi. Komið í tíma, aðsóknin er mikil, því hvergi er ódýrara. þar sem holdsveiki er, og eins hitt, að í þeim löndum, sem holdsveiki hefur verið í og er horfin úr, hafi áður verið geitfjárrækt en horfið samtímis sýkinni. Þessu til sönn- unar telur hann það, að geitfje sje mest haft i fjali-lönduni og í þeim sje holdsveikin. Telur hann þar til ísland, Noreg, Alpalöndin, Bal- kanskagann, Spán o. fl. Enn telur hann það, sínu máli til stuðnings, að þýskur dýralæknir hefur nýiega fundið sjerstaka tegund tæringai í geitfje, er líkist ásettri holdsveiki á dýr. — Verður fróðlegt að heyra, hvort þessi kenning reynist rjett, þegar menn fara nú að reyna hatia með tilraunum og rannsaka alt þar að útandi. Birkibeinar. Útgefandi Einar Gunnarsson,cand. phil. östlunds-prentsmiðja. SktWinifrecL Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. --- Frh. Þegar hann hugsaði um það þá skildi hann hvernig á stóð, því hann hafði heyrt um fundar- hald Kenricks og að þeir Walter voru ekki lengur til vina. Atkeris- festar voru slitnar, og skildi hann að einþykni og dramb mundi ráða meStu hvort stefndi. »Að hverju eruð þjer að gá« spurði hr. Paton. »Jeg er að horfa á hann Ken- rick og hugsa um breytingu þá sem á honum hefur orðið.« »Hvaða breyting er það?« »Þjer ættuð að taka efti hverjir nú eru lagsmenn hans. En það er satt, þjer gefið ykkur ekki tíma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.