Vísir - 22.05.1912, Side 2
V I s I R
____
Næstur tók til máls Ásgeir kon-
súll Sigurðsson, var hann frum-
varpinu hlyntur, en lýsti jafnframt
yfir því, að á þVí væru ýmsir gall-
ar. Honum var andmælt í fylsta
máta af Thor Jensen. Enntöluðu:
Þórður Bjarnason, Jes Zimsen, Thor
Jensen og fundarstjóri. Jes Zim-
sen bar fram þessa viðaukatillögu
við tillögu Thor Jensen:
»Mótmælin afgreiðist af Kaup-
»mannaráðinu, sem úrslit almenns
»kaupmanna- og útgerðarmanna
»fundar.«
Tillaga Thor Jensens var sam-
þykt í einu hljóði.
Viðaukatillaga Jes Zimsans var
feld með 7 atkv. gegn 4. (Fjöldinn
allur fundarmanna greiddi þar ekki
atkv.) Þá bar Thor Jensen upp
svohljóðandi tillögu:
»Fundurinn heimilar fundar-
»stjóra að síma fundarályktun
»þessa til „Ritzaus Bureau“
og var sú tillaga samþykt í einu
hljóði.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið.
B. H. Bjarnasoti.
Kflrl Nikulásson.
SápuYersktnin Sif’
Laugaveg 19
selum ýmsar tegundir af
Ilmvöt®um með 30°|0 afslœtti
til loka þessa mánaðar.
fcesUv 09 ód^va^Uv \
Versl. Einars Arnasonar.
Líkkistur og líkklæði er best að kaupa í verksmiöjunni á Laufásveg 2 hjá EYVINDl ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Nærföt best og ódýrust í VÖRUHUSINU, Austurstræti 10.
^xáWrIrasSíe,S«13(C.^.3<tattWesens.
Einkennilegir siðir.
Fyrir nokkrum árum var breskur
liðsforingi, Boyd Alexander að
nafni, myrtur af svertingum í Mið-
Afríku.
Unnusta hans, hugrökk og táp-
mikil stúlka, er Olive Macleod heitir,
fór nokkru síðar 4000 mílur vegar,
undir leiðsögu og vernd nokkurra
hermanna, að leita grafar liðsfor-
ingans, og bar margt undarlegt og
markvert fyrir ungfrúna á þeirri ferð.
Skrifar hún ferðasögu sína í eitt
af aðaltímaritum Breta, og kennir þar
margra grasa.
Meðal annars segir ungfrúin frá
giftingarsiðum hjá nokkrum þjóð-
flokkum í Mið-Afríku.
Hjá einum slíkum þjóðflokki sem
stendur með þeim fremstu að menn-
ingu, er sá siður fyrirskipaður, að
brúðurin rjett fyrir brúðkaupið er
færð í hóp vinstúlkna sinna og
spegill settur fyrir framan hana.
Síðan eiga vinstúlkurnar að dæma
um útlit hennar og er það skylda
þeirra aö lasta og svívirða hina
ungu brúður á allar lundir, og bregst
það aldrei, að þær geri það ósvik-
ið. En öllum þessum háðungar-
orðum verður brúðurin að taka
með jafnaðargeði, og láta hvergi
sjá, að sjer sje misboðið. En ekki
þar með búiö: Standist hún þenn-
an hreinsunareld, bíður henni ann-
ar enn verri. Er hún nú tekin
af hinum sömu vinstúlkum sín-
um og lamin með svipum, uns
blóðið rennur í lækjum niður eftir
endilöngum líkama hennar. Hafi
hún staðist þessa háðuglegu og
grimdarfullu refsingu, án þess að
mögla, er það dómur kvennanna, að
hún sje hæf til að giftast, og verði
auðsvip og góð eiginkona drotnara
síns og eiginmanns. Standist hún
aftur á móti ekki þessa eldraun, er
hún rekin með háðung heim til
foreldranna aftur og er höfð í hinni
mestu fyrirlitningu, þar til að við
seinni tilraunir að hún stenst mátið.
Fjölkvæni viðgengst alstaöar hjá
þessum svertingjaflokkum.
Ungfrú Macloed hitti á ferð sinni
einn svertingjahöfðingja, sem tók
henni með virktum. Og er hún
spurði, hve margar konur hann ætti,
sagði hann þær vera milli 200 og
250 — var ekki á því hreina,karl-
sauðurinn, hve margar þær væru.
Leyfði hann ungfrúnni, að taka
myndir af þeim öllum, tveim-
ur og tveimur í senn, og kom
þá upp úr kafinu, að konur haqs
voru 246, en dætur því nær full-
þroskaðar voru 90 talsins.
Svuntutau
sjerlega
fagrir litir
nýkomið f Austurstræti 1
s9* 9* Í|uiiiiltttigsson
& fo.
Það vakti hina mestu undrun og
gremju hjá konum höfðingjans, að
hann — þessi mikli maður — stje
niður af hesti sínum og heilsaði
ungfrú Macloed með handabandi.
Slíku höfðu vesalings konurnar hans
aldrei átt að venjast og aldrei sjeð
hann heilsa nokkurri kvenlegri veru
með handabandi áður. Varð kur
mikill í hópi þeirra út af þessu, en
höfðinginn kallaði óðar í þræla sína,
er hann varð þess var, og skipaði
þeim að lemja konurnar með svip-
um. Mótþróa gat hann ekki þolað,
og síst af konum sínum. Ungfrú
Macloed bað þeim vægðar, en karl
sat við sinn keip, og konunum var
refsað.
Að giftast prinsessum er aftur á
móti ekkert sældarbrauð fyrir karl-
mennina. Eru það þeir, sem þá
verða að vera hlýönir og auðsveip-