Vísir - 29.06.1912, Page 3
V l S I R
103
Lítið í gluggana hjá
Jóni Zoega.
i i i iii - -- --» i i mmm
Jltxva }t\Ma£S0xvav valiava. ^ós^ússtvæU
jl, ev Ut sötu txveð mVó^ aó^m sVvt-
xxvátum xvú ^e$av.
Eitstj. vísar á,
^vaSum
fara allir, sem þurfa að fá
skó eða aðgerð, beint til
3<t. ^ .}<taUtvvesexvs
fundið geril, er hann nefnir glyko-
bacter, og kemur gerillinn því til
leiðar ef honum er komið inn með
kartöflum, að mikið af sykri fer
óleyst niður í ristilinn. Tilraunir
hafa verið gerðar á rottum og
mönnum, og er mælt að tekist hafi
að eyða eiturefnum þessuni að mikl-
um mun.
Auðvitað er ekki hægt að dæma
um að svo komnu, hvort minkun
efnanna hefur tilætlaðan árangur,
þann er fyr var sagt.
Danir líta á málin.
Grein sú, er hjer fer á eftir, er
tekin úr »Politiken«‘, 7. júní þ. á.
íslenska kolaeinokunin.
Hætta búin íslenskri kaup-
mannastjett.
Nú er sagt með vissu, að erlenda
verslunarfjelagið, er veita skuli einka-
rjett á kolasöla á íslandi, sje skotskt
verslunarhús. Er formaður þess
meðstjórnandi í skotsk-íslensku
verslunarfjelagi, sem hefir útibú
víðsvegar á fslandi. Er mælt, að
svo sje til ætlað, að skotska versl-
unarhúsið kaupi viðskifti og vörur
verslunarfjelags þessa, ef nokkuð
verður úr kolaeinokuninni. Fyrir
einhverju hinu stærsta útibúi þessa
skotsk-ísl. fjelags, sem er f Hafnar-
firði stendur Aug. Ffygenring kaup-
maður, er var eini kaupmaðurinn
í fjármálanefndinni og alt til þessa
hefur verið konungkjörinn alþingis-
maður.
Ef þetta er rjett hermt, er auð-
vitað auðsætt, að Flygenring hafi
litið öðrum augum á kolaeinokun
ina en nálega allir aðrir ísl. kauþ-
menn. En þá er líka ljóst, hver
hættaallri íslensku verslunarstjettinni
getur staðið af þessari vörueinokun
einni í valdi erlends og auðugs
vetslunarfjelags. Því að vísu segir
í 6. gr. kolaeinokunarfrumv., að
kolaverðið sem einkaleyfishafi selur
við erlendum skipum, skuli vera
hið sama fyrir öll þau skip, er kol
t.ika ;i sömu höfn, En þessu er
boniúiis bætt við: »nema sjerstak-
nr samningur sje gjörður um kola-
sölu fyrir ákveðinn tíma«, og þá
getur einokunarfjelag, sem líka rek-
ur venjulega versiun víðsvegar á
íslandi, gefið þeim skipum afslátt
með sjerstökum samningi, er kaupa
aðrar vörur hjá fjelaginu og með
því dauðrotað alla aðra íslenska
verslunarsamkeppni. Því er ekki
að furða, þótt íslenska verslunar-
stjettin hafi hafið öflug andmæli
gegn þessum nýju einokunar fyrir-
ætlunum, sem auðveldlega geta
orðið fjárhagslegri sjálfstæði íslands
engu síður hættulegar en gamla
illræmda einokunarverslunin.
SktWinifred.
Ensk skólasaga
eftir
F. W. Farrar.
---- Frh.
30. kapituli.
Gömul andlit og ný.
Tvö ár eru liðin, lesari góður,
frá því er við fylgdum vinum
okkar í skólann og til þess er
við sjáum þá aftur.
Margt hefur nú á dagana drifið
þessi árin. Við skulum þá staldra
ögn við og litast um.
Fyrst hittum við Walter og
Power. Hærri eru þeir orðnir
og karlmannlegri en að öðru leyti
eru þeir lítið breyttir. Walter er
altaf sami viðfeldni drengurinn,
dökkhærður, bláeygður, beinvax-
inn og sviphreinn. Power er
sama göfuga ljúfmennið og áður
En báðir hafa þeir þroskast að
visku, — þeim hefur aukist þrek
og eru þess albúnir að mæta
áhyggjum lífsins og sorgum, sem
síðar kunna að leggja stein á
götu þeirra.
En Kenrick, um hann er öðru
máli að gegna. Því fer fjarri að
hann hafi breyst til batnaðar.
Óskammfeilnin og hjegómagirnin
skín út úr honum og háðbrosið
leikur um varir hans. Sko, hvað
hann heilsar kennaranum virðu-
lega! Power heilsar hann, en
gengur úr vegi fyrir Walter. Ekki
líst okkur á drengina, sem hann
gengur með. Þeir eru letingjar,
heimskingjar og lubbaefni. Ken-