Vísir - 05.07.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1912, Blaðsíða 1
337 Ostar bestir og ódýrastir í verslun Einars Árnasonar. Hjer er rúm fyrir auglýsingu Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. ll1/,-3og5-7 Föstud. 5. júlí 1912. Háflóð kl. 8,51' árd. og kl. 9,9 síðd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Þjððmenjasafnið opið kl. 12-2. Afmœli. Frú Ingileif Snæbjarnardóttir. Björn Rósenkrans, kaupmaður. Á morgun: Póstar. Póstvagn til Þingvalla. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer Veðrátta í dag. Loftvog *-£3 X Í3 Vindhraði V eðurlag Rvík. 761,3 12,5 SA 6 Regn ísaf. 760,6 8,8 6 Regn Bl.ós Akureyri 763,4 15,0 SSV 3 Skýað Grímsst. 729,6 17,5 SA 1 Ljettsk. Seyðisf. 765,3 10,7 0 Skýað Þórshöfn 770,4 10,7 0 Heiðsk. Vestm.e. 765,6 9,4lASA 3 Alsk. Skýringar. N—norð-eða norðan, A—-aust-eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,l 0—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Frost táknað með skáleturstölum. Biblíufyrirlestur í Betel sunnudagskveld kl. 8. J. C. Raft frá Kaupmannahöfn talar (með túlk) um hið eilífa og dýrðlega heim- kynni frelsaðra — hina nýu jörð. Er það ómaksins vert að vera krist- inn? Allir velkomnir. Llkki<?tlirn?ir vðurkendu, ódýru, fás umiilbllirnar ávalt tilbúnaráHverfis gótu 6.—Sími 93.—HELGI og EINAR Pað tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að maðurinn minn elskulegur, Ásgrímur Magn- ússon skólastjóri, ljetst að heimili okkar, Bergstaðastræti 3, föstu- daginn 28. júní síðastl. Jarðar- förin fer fram næstkom. Iaugar- dag, 6. júlí, og hefst kl. IIV2 árd. með húskveðju á heimili okkar. Ress skal getið, að sá fram- liðni óskaðj að ekki væru gefnir blómsveigar, heldur væri látið sem svaraði andvirði þeirra falla til Minningarsjóðs skólans (sjúkra sjóðs nemenda við lýðskólann). Ennfremur óskaði hann þess, að sem flest af skólabörnum fylgdu við jarðarförina. Reykjavík, 3. júlí 1912. Hólmfríður Þorláksdöttir. Góð íbuð óskast í haust. Matth. Þórðarson fornmenjavörður. 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- Send út urn landóO au. — Einst. blöð3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8. verður haldið iil að fagna þjóðskáldinu Maifhfasi Jochumssyni á Hotel Reykjavík laugardaginn 6. þ. m. kl. 8 og geta þeir sem vilja taka þátt í því skrifað sig á lista og keypt aðgöngumiða í afgreiðslu ísafoldar þangað til í kveld. SKEMTIFERÐ Lúðrafjelag Reykjavíkur hefur ákveðið að fara ■ til Keflavíkur með gufub. Ingólfi sunnud. 7. þ. m. j I ef veður leyfir. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyrir birtingu. * Ur bænum Reykjavík. Blaðið »Reykjavík« hefur skift um ritstjóra nú um mán- aðamótin. St. Runólfsson hættir, en við tekur Björn Pálsson kand. jur. sonur Pál heitins Ólafssonar skálds. Sundpróf fór fram í sundlaug- unuiri síðatl. laugardag, kl. 10 árd. Þátttakendur voru stúlkur þær úr barnaskóla Reykjavíkur, er lært hafa sund f vor hjá þeim ungfr. Ingi- björgu Brands og Elínu Mattías- dóttur; alls voru þær 16, stúlkurn- ar, er sundprófið sóttu. Björn Jónsson fyrv. ráðh., sem legið hefur nokkrar vikur undan- farið í Iungnabólgu, kvað nú vera nær albata. — Er sonur hans, Sveinn yfirdómslögmaður, nú á ferðalagi um Barðastrandarsýslu og annast um þingmálafundahöld þar fyrir hönd föður síns. Farseðlar kosta kr. 2,00 og fást einungis hjá Nic. Bjarnason. Mótmæli. Herra ritstjóri! f tilefni af grein í danska blaðinu »Politiken«, 7. júníþ. á., með yfirskriftinni »Det islandske Kulmonopob, leyfum vjer oss hjer með að senda yður eftirfarandi leiðrjettingar með tilmælum um, að þjer vilduð veita þeim rúm í heiðruðu blaði yðar: 1. Að kolafirma það, sem hjer á hlut að máli, ætlar sjer ekki, og hefur aldrei ætlað sjer að kaupa viðskifti og vörur verslunarfje- lagsns Copland & Berrie (1908) Ltd. 2. Að verslanir fjelagsins Copland & Berrie (1908) Ltd. eru al!s ekki til sölu. 3. Að það mundi þess vegna vera ómögulegt fyrir þann, sem hefði kolaeinkasöluna á hendi, að fara þannig að ráði sínu, eins og gert er ráð fyrir í tjeðri grein. 4. Ummæli greinarinnar um aðstöðu herra Augústs Flygenrings til þessa máls eru gjörsamlega tilhæfulaus og ósæmileg. Hr. Aug. Flygenring hefur ekki haft, og mundi aldrei geta haft — hvorki í fjárhagslegu tilliti eða á annan hátt — neinn hagnað af því að kolaeinkasalan væri fengin í hendur verslunarhúsi því, er hjer um ræðir. Reykjavík, 4. júlí 1912. Copland 8c Berrie (1908) Limited. Geo. Copland. Managing Director, Aths. Dönsk blöð eru við og við að ræða íslensk mál og er það jafnan af misskilningi miklum, þar sem þá vanar þekkingu á högum hjer og lögun til þess að afla sjer hennar. Þar sem þessi rangfærsla og misskilningur er svo alkunn hefur Vísir ekki álitið þörf að geta þess þó hann hafi tekið upp sýnis- horn af þessum röddum. En raddirnar hefur hann tekið upp af því að fyrir oss er ekki með öllu þýðingarlaust hvað Danir segja og ekki heldur þýðingarlaust að vita hvað þeir segja. Grein sú sem nú er um að ræða er eftir einu merkasta blaði Dana og því gott sýnishorn þess, hve miklum missögnum þau geta hlaðið upp i litla grein, er vjer eigutn hlut að máli. Nú skulum vjer ætla að blaðið Politiken* leiðrjett þessi um- mæli sín þegar það sjer mótmælin frá rjettum hlutaðeigendum. *) Politiken fær Vísi. Bjarni Sæmundsson fiskifræð- ingur fór til Khafnar á sunnud. í fiskifræðiserindum, og verður þar jafnframt við hina stóru Norður- landasýningu. Ráðgerir að koma aftur í ágúst. »ísafold«, Sigurður Hjörleifsson hefur nú, frá 1. þ. m., tekið við ritstjórn ísaf. ásamt Ólafi Björns- syni, og kom Sigurður að norðan í síðastl. viku. Það er fjelag manna hjer í Reykjavík, sem launar S. Hj. við blaðið, með 3500 kr. árslaun- um að sögn, og leggja þeir þetta fram sem styrk til ísaf. — ísaf. hefur stundum, en án allrar alvöru eflaust þó, kallað Lögr. »embættis- mannamálgagnið«. Nú liefur Lögr. heyrt nafngreinda 7 af þessum fjár- styrktarmönnum ísaf. og eru 6 af þeimembættismenn.en 1 kaupmaður. Lögrjetta. Níðrit um Kristján ráðherra hef- ur Árni frá Höfðahólum gefið út nýlega. Er það selt hjer á götun- um (á 50 aura) og sent út um land alt. Talið er víst að ráðherra höfði mál út af ritinu. Kolaeinokunarrit mikið er ver- ið að prenta nú í ísafold, og ráð- ast einokunarmenn þar með alvæpni fram á vígvöllinn. Felix gufuskip hlaðið sementi er nýkomið. til Knud Zimsen verk- fræðings: ■ Botnvörpungar komu f fyrra- dag: Bragi og Jón Forseli báðið með lítinn afla. Þingvallavagninn fór í fyrra- morgun fyrstu ferðina. Með honum frú Schou (steinhöggvara) og 2 aðrir. Úrslitakappleikur knattsparks- fjelaganna fór svo að knattspyrnu- fjelag Reykjavíkur vann 3 mál en Fram tvö. Og var því knattsp.fjel. Rvk. afhentur bikarinn, sem um var keppt. Breyting. Iðnó verður aðalat- hvarf farþeganna, sem koma hing- að á »Victoria Louise«, en ekki prestaskólahúsið, svo sem gert var ráð fyrir í fyrstu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.