Vísir - 05.07.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1912, Blaðsíða 2
Erindi frummælanda (Sig. Siv.) gaf tilefni til að ræða margt annað þarflegt, en það, sem hjer er veríð að ræða, en þar eð prófessor J.H. hefursnúið umræðunum þannig, er sjálfsagt að halda áfram að tala um ágreiningsmálið vor á meðal. Það hefur ekki verið minst á grundvallarágreininginn milli gömlu og nýu stefnunnar enn, gamla stefnan byggir á ritningunni og játningunum (af því að og að svo miklu Ieyti, sem þær eru henni sam- hljóða), en nýa stefnan byggir á trúartilfinningu einstaklingsins,— og það er óheppilegt að hjer vinst enginn tími til að rökræða það mál.*) Á jafn ólíkum grundveili er síst furða þótt misjafnt sje byggt. Klaveness prestur, sem enginn yðar mun bregða um fáfræði eða þröng- sýni skrifaði t. d. nú fyrir 5 árum um nýguðfræðingin Konow í Noregi. » Við höfum mismunandi Jesúm. Sá Jesús, sem var getinn af heilögum anda fæddur af Maríu mey og reis á þriðja degi frá dauðum, ér alt önnur persóna, en sá Jesús, sem var sonur Jóseps og Maríu, og rotnaði í gröfinni að líkamanum til Sje hinn síðari söguleg persóna hefur hinn aldrei lifað. Eða þvert á móti. En sje Jesús vor mismunandi þá er mismunurinn afarmikill ogvíðtækur og nái hann að þroskast alveg, verður úr honum mismunandi trú og mis- munandi Guð«. Norsk Kirkebl nr.16,1907. Svo mikill er munurinn, en það væri sök sjer, ef nýu guðfræðing- arnir vildu hreinskilnislega við það kannast. En það gremst oss, er þeir nota sömu gömlu orðin um aðal- atriði trúarinnar, en Ieggja í þau annan skilning eins og prófessor Jón Helgason hefur kannast við hjer í dag að þeir gerðu. Þeir tala um að Kristur hafi verið »get- inn af heilögum anda,« en meina ekki annað með því en að í viss- um skilningi sje »alt líf getið af heilögum anda« — eða guðs kraft- ur sje með í öllu lífi — Þeir tala um að Kristur hafi verið guðs son, en meina ekki ann- að með því en að hann hafi Iifað nær guði en aðrir vegna siðferðis- legra yfirburða sinna, enda megi kalla alla góða og kærleiksríka menn syni guðs. Þeirtala um »friðþægingu Krists,* og hafna þó fullnægjugjörð hans í vorn stað, en scgja að Kristur hafi kent mönnum svo mikilvæg sann- indi um föðurkærleika guðs að vel megi kalla hann frelsara og frið- þægara o s. frv. Vera má að leyfilegt sje á presta- fundum að leggja þannig annan skilning í gömlu orðin, en það er fals að gjöra það á prjeöikunar- stólnum. Söfnuðurnir vita ekki alment að þeir megi ekki skilja orðatiltæki ný- guðfræðinga líkt og annara rnanna. *) Hvað á það lengi að bíða að biskup fái 2 menn, einn frá hvorri hlið til að flytja erindi um þessi ágreinings- atriðí á sýnodus og verji svo heilum degi til að ræöa málin? — Þá er báðum stefnum gjört jafnt til með undir- búninginn, þá geta fleiri prestar tekið til máls, og þá getur miklu skýr- ara komið fram, hvað inenn eru sam- mála og ósammála um. S. G. ■ o 4,75. 10 10 1 T- o 1 ci o u 10 i K JZ *© co 1 o o co i i o a> lO ’> ei bSJ L V— Ul > É O) c 0) co as c > r_ cð m 18 9 5 50 ára afmæli Alþingis, Verslunin Edinbors? stofnu3s Prestasteínan í Reykjavík. Frh. Þá flutti Sigurður Sivertsen dócent erindi utn messagjörðir með f/liðsjön af opinbcrum skýrslum. Dvaldi hann mest vlð sjálfráðar ástæður til lítillar kirkjurækni og nefnd'i þessar 6 og ráð við þeitn. 1. Kaldar kirkjur — óþörf vanræksla að setja ekki ofn í hverja kirkju. — 2. Messur illa undir- búnar. Fólk veit varla hvar á að messa, og organisti eða meðhjálpari sitja heima. — Ráð við því: meiri reglusemi, strangir samningar við organista og meðhjálpara. — 3. Messur byrja stundum ekki á rjettum tíma — ráðið: meiri stundvísi hjá prestum. — 4. Sumir prestar messa ekki með fáum. — Ráðlegra að messa jafnt með 3 sem 300 áheyr- V ^ágóði ,íljót V % r hí jeg gww ^ endum. 5. Áhugaleysi safnaða. — Því þarf að mæta með áhuga, halda samtalsfundi eftir messu, skýra frá t. d. kirkjulegum frjettum o. s. frv. — 6. Söfnuði geðjast ekki að prest- inum. »Fles( messuföll munu satfa af því að mönnum finst þeir hafa lítið að sækja til messunnar.« — »Úr því bæt'r ekkert nema meiri áhugi prestastjettarinnar«.— »Jeg set engar reglur um hvernig nútíðar- prjedikun á að vera — nema þá einu að söfnuðinum verði það Ijóst að trúað hjarta sje bak við orðin,« mælti hann Að erindi þessu loknu var gefið fundarhlje til kl. 1. Alt til þessa hafði enginn minnst á hinn mikla skoðanamun, sem nú er milli íslenskra guðfræðinga, og voru menn í kyrþey farnir að tala um hvort nýguðfræðingarnir hefðu af ásettu ráði sneyft hjá að taka þau mál á dagskrá. — En brátt kom í Ijós að ekki átti að sneyða hjá þeim.en hitt kom manni þá í hug: Var tilætlað að koma vinum eldri stefnunnar óviðbúnum, eins í fyrir- lestrinum sem Fr. Bergmann hjelt í fyrra í dómkirkjunni,—þar sem engir nema »innvígðir« vissu fyrir að umræður yrðu Ieyfðar á eftir. — En hvað sem um það var, fór nú á aðra leið. — Prófessor Jón Helgason hóf um- ræðurnar eftir fundarhljeið. Kvaðst hann sammálafrummælanda, en vilja fara frekara út í síðasta atriðið, sem hann hefði nefnt. Sagði hann síðan meðal annars: »Eitt af aðalgalla vor íslenskra presta er, að vjer erum oí »dogmatiskir,« trúfræði er prjedikuð of mikið, en kristileg »religion« of lítið. Prjedikunin er oflítið vituis- burður um vort eigið trúarlíf eins og það hafi mótast fyrir áhrif Jesú Krists.« — »Skoðanamunurinn er um hvað vjer eigum að prjedika Einn leggur áherslu á Jóhannesar- guðspjall — annar á Pál — og sá þriðji á samræmisguðspjöllin — Meginþorri þeirra, sem tala um rjett- lætingu af trú hjá Páli, miskilja hann svo sem trúin væri það að »halda fyrir satt« (»fúr wahr halten«.) — — Aðalatriðið í boðskap Jesú er faðirinn en ekki sonurinn. — »Jesú hefur aldrei í samræmisguðspjöll- unum lagt jafna áherslu á sjálfan sig og föðurinn«. — — — Nú fór heldur en ekki að koma fjör í umræðurnar, en þar eð sá, er þetta skrifar þurfti að fara að hugsa um, hvað hann ætti sjálfur að segja, gat hann um hríð fátt skrifað af því, sem sagt var. Sjera Guðmundur Einarsson frá Ólafsvík tók fyrstur til máls eftir prófessor J. H. enda hafði J. H. höggið eftir honum fyiir blaðagreinar hans gegn nýguðfræðinni. Sr. G. E. talaði skörulega máli aldri stefn- unnar og hrakti ýmsar fullyrðingar prófessorsins. Sjera Jóhann Þorkelsson tók í sama strenginn og skoraði meðal annars á nýguðfræðingana að leggja fram stefnuskrá sína. Prófessor Jón Helgason svaraði þeim. Þá tók Sigurbjörn Á. Gíslason til máls og sagði meðal annars: Innkaupin í Edinborg anka gleði, minka sorg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.