Vísir - 10.07.1912, Side 3

Vísir - 10.07.1912, Side 3
V I S I R 27 ina, var aðalintak ræðu hans. að- finningar við einstök orðatiltæki í ræðn og blaðagreinum sjera Guðm. Einarssonar. Um »stefnuskrána« lof- aði hann engu. 5. Á. Gíslason Haddir almennings »Sinn er siður í landi liverju.* Hjerna um daginn komu um 20 Vestur-íslendingar í hóp heim til gamla ættlandsins, Flestir þeirra munu vera aðeins á skemtiferð, og snúa svo aftur eftir árogdag. Ein- stöku þeirra munu þó hafa í huga að staðfestast hjer heima — ef þeim feliur hjer vel. — En ætli það sje nú svo gróflega hætt við, að þeim falli hjer vel; þegar þeir fara að hafa nánari kynni af háttalagi og hugsunarhœtti okkar Austur-íslendinganna. — F.kki get jeg búist við að svo verði. Það er bæði skemtilegt oglærdóm- ríkt að tala við þessa gesti okkar. Það er s'íemtilegt að heyra þá lýsa baráttu sinni þar vestra og sigur- Iaunum þeirrar baráttu. Og þaðer lærdómsríkt að heyra, hvernig hinn breytti hugsunarháttur þeirra hefur gert þá að sannarlega sjálfstœðum mönnum andlega og efnalega. — Alveg gagnstætt austur-ísl. gæsar- lappa-sjálfstæðinu. — Þeim verður óefað tekið vel, svona á meðan þeir eru svo að segja einnar nætur gestir. — Þeir fá nóg kaffi með brauði, hangikjöt og fleira, sem best ertilá bænum. En þegar Þeir eru búnir að vera hjer árlangt eöa lengur, og allur gestabragur er horfinn af veru þeirra hjer, þá fer vænti jeg að koma annað hljóð í strokkinn. Þá getur skeð, að þeim finnist vera farið nokkuð svo djarf- lega í gjaldheimtu við þá, til þarfa þessa heiðraða austuríslenska þjóð- fjelags, án þess þeim þó á hinn bóginn finnist þeir fá svo ýkja mikið fyrir gjaldið hjá þjóðfjelagi þessu. — Það er hætt við, að þeir fari þá að bera saman og meta hag sinn vestra og hag sinn hjer, og sá samanburður verður okkur hjer megin hafsins ekki til hagnaðar að jeg hygg. Að vísu munu þeir sjá ýmislegt svo þræl-íslenskt hjer að þeir minn- ast trauðla að hafa sjeð jafnokaþess í Ameríku. — En hvort þeir álíta það allt eins hagsmunalegt fyrir þjóðfjelagsheildina, og hvern ein- stakling hennar, eins og flest það sem þeir hafa kynst vestan hafsins. — Ja — það er annað mál. Við skulum nefna eitthvað lítið eittsvona rjett til smekks og dæmis. Jeg efast um, að þeir hafi sjeð í Ameríku, og geti skilið heillvæn- lega þýðingu þess fyrir þjóðfjelagið, að menn á besta aldri, þaulmentaðir og stálhraustir að því er virðist, hafa hjer þá virðulegu atvinnu, að mjaka ýstrubelgjum sínum hjer eftir strætum höfuðborgarinnar, upp á Iandssjóðs kostnað. Jeg efast um að þeim geti skilist, að þessi gang- andi og talandi upphrópunarmerki við misbeitingu illrar eftirlaunalög- gjafar, sjeu nauðsynlegur og þýð- ingarmikill liður í velvegnun þjóð- arinnar. —Jeg er hræddur uin, að þeir hefðu þurft að fara eitthvað annað en til Ameríku til að öðlast þá fjárhagsspeki. — Enda mun sú speki vera einkaeign Alþingis ís- lendinga og bæarstjórnar Reykja- víkur. Jeg efast stórlega um, að þá fýsi að eyða efnum sínum og ávöxtum atorku sinnar í slíkar þarfir Þeir munu þekkja staði sem þeir álíta að Iauni þetta betur, og á hyggilegri og heillavænlegri hátt, fyrír sjálfa þáogafkomendurþeirra. — Frh. Skt.Winifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ----- . Frh. Mackworth studdi hann vel í öllu því er miður fór; hann var efstur í 5. bekk þeirra, er í húsinu voru. Dugur hans, viljaþrek og stálkjaft- ur olli áhrifum hans, svo hann gat komið til leiðar hjer um bil hverju því, er hann vildi. Verst var þó að Willon hafði ótakmarkað vald yfir yngri drengjunum, og af því að Wilton var meira upp með sjer af vernd Kenricks en nokkru öðru og gat með flærð og smjaðri feng- ið hann nærri því til alls, unnu þessir strákar að því að eitra liver annan og spilla öllum, eyðileggja alt gott og göfugt og uppræta all- an heiðarleik hússins. , Ógæfan byrjaði áður en Perci- val fór, en hefði aldrei orðið jafn víðtæk ef Noel hefði ekki skort reynslu og góðmenska hans hefði ekki leitt til þess, að hann dró úr aganum og leiddi það piltana í freistni, svo þeir urðu ósvífnari en ella. Svo var öllu háttað þegar Char- lie komst í hús Noels kennara. Wal- ter vissi, að við burtför Percivals var úti um áform þeirra feðga er þeir ljetu Charlie fara í þetta hús. En hvorki Walter nje nokkur annar umsjónarmannanna vissi ineð fullri vissu, hve ilt ástandið var. Því með- al annars höfðu þeir Mackworth og Wilton konn'ð því á, að eng- inn vissi rjett hvað fram fór í hús- inu og þagað var um alt er þar var aðhafst. Walter fann sárt til þess, að skólanum hnignaði, hverju sem það var a.ð kenna, en orsök- ina vissi hann ekki. Og það sá hann, að Charlie, sem liann unni innilega, var hætt við að falla í freistingasnöruna, í hvaða húsi sem hann væri. Þó treysti Walter því, að Charlie gæti notað lestrarher- bergi sitt og Powers, ef á þyrfti að halda. Mackworth og Wilton þótti vænt um að ná valdi á yngri piltunum. Wilton var sá, er hafði á hendi að steypa þá í móti lastanna, og hann var vel til þess fallinn. Þess var gætt að særa ekki undir eins betri tilinningar þeirra er nýkomnir voru. Noelítarmr höfðu sínar ástæður til þess að vera í fyrstu vinalegir við Þvottaduftið, sem nú er að ryðja burtu allri sápu og sóda úr heiminum, fæsf hjá flestum kaupmönnum borgarinnar. Pantaninar áskrifsfofunni eru orðnar geysimiklar, einnig utan af landi, og hvaðanæfa frá streyma þakklæfisbrefin, meðmælisbrjefin og vottorðin um ágæti Vasguits. þvotfakonurnar heimta Vasguit. Húsmæðurnar heimta Vasguif. Húsbændurnir sömuleiðis, og allir aðrir, því hver maður vill hafa hreinan þvott og óslitinn. V A S G U I T. fara allir, sem þurfa að fá jDlíáOttlU s^ó eðaaðgerð,beint til í útreiðartúra og ferðalög úest og ódýrast i versl. Einars Árnasonar. Nýtt gróðrarsmjör fæst í Kjallarabúðinni Austurstræti 18. HÆNSNABYGG Maísmjöl -- Bankatygg selst ódýrast í yersluninni BREIÐABLIK Líkkistur og líkklæði er best að kaupa í verksmiðjunni á Laufásveg 2 hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. merki kaupir háu verði I. Östlund, Laufásveg 43. Reinh. Andersson klæðskcri Horninu á Hótel ísland. | l.flokks vinna. Sanngjarnt verð Allur karlmannabúnaður hinn besti.l ENHVER HUSMODER som vil spare Penge. bör sainle alle sine uldne Klude, og lade disse fabrikere til smukke, moderue og jærnsterke Herre-, Drenge-, Dame-, Gardin- og Mö- belstoffer, Sjaler, Tæpper, Dækkener og Rejseplaids paa Chr. Junchers Klæde- fabrik i Randers. Störste og ælste Klæde- fabrik i Landet, som selv fabrikerer Kludene heit færdige til Syning. Pris- belönnet med Sölvmedaille. — Grundlagt 1852. Pröver med Prisliste og Oplysn- inger sendes paa Foriangende franko. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.