Vísir - 26.07.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1912, Blaðsíða 2
V í S I R Eæða Bjarna Jónssonar frá Vogi í stjórnarskrármálinu í neðri deild 25. júlí. Jeg hafði hugsað mjer, að hans hátign konungurinn og landstjórnin mundu telja sjer skylt, samkvæmt stjórnarskránni, að bera J^etta frv. fram fyrir þetta aukaþing, sem ein- göngu er saman komið vegna þessa máls, og það jafnvel, þótt konung- ur ætlaði sjer ekki að samþykkja frv. óbreytt. Mjer skilst, að þetta hefði verið skylda,-því að annars ga-ti farið svo. að einmitt þetta þingfengi alls ekkert tækifæri til þess að ræða frv. Og jeg hygg jafnvel, eftir þeim atburðum, sem hjer hafa orðið nú að undanförnu, og eftir orðum hins nýa ráðherra vors áðan, að hjer hafi skollið hurð nærri hælum, legið nærri, að enginn tæki frv. upp, svo að það yrði rætt. Annars skal jeg ekki tala margt um þetta, nje víía þá stjórn, sem nú er að fara frá völdum. Að eins vil jeg geta þess, að þetta er einn liður í ástæðunum til þess, að jeg ber þetta frv. fram, ásamt háttv- meðflutningsmanni rnínurn, þm. Norður-ísfirðinga (Sk. Th.), að mjer þótti það ósvinna, ef það yrði ekki rætt á þessu þingi. En ekki var það þó aðalástæðan. Aðalástæðurnar eru þær tvær, er nú skulu taldar: Sú fyrst, að jeg mundi enn skoð- un alþjóðar og þingheims í fyrra um það, hve bráða nauðsyn bæri til endurbóta á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar, og vilja manna um þær umbætur. Þá var það ljóst orðið, af svörum Dana, að samninga-umleitanirnar við þá voru strandaðar, og þá var næsta nauð- synin að kotna fram þeim stjórnar- skrárbreytingum, sem ekki mátti án vera, og gjöra mátti ráð fyrir, að ekki yrðu deiluatriði við Dani. Um þetta kom báðum þingflokkum þá saman, enda varð það að ráði. Og hin aðalástæða mín var sú, að þessi nauðsyn er enn aigerlega óbreytt. Konungkjör þingmanna er jafnóeðlilegt nú sem þá, kosn- ingarrjettur til alþingis er bundinn jafnóeðlilegum böndum nú sem þá, og ríkisráðsákvæðið er jafnfjarstætt öllum sanni nú sem þá. Jeg vil biðja háðvirta þingmenn að taka eftir því, að jeg ber engan veginn þetta frv. upp til málamynda, heldur hefi jeg þegar gjört mjer ákveðna hugmynd um það, hvernig þingið eigi með það að fara, og jeg skal geta þess nú þegar,að jeg er enn á sömu skoðun, sem jeg og allir aðrir höfðu á síðasta þingi, sem sje þeirri, að þetta mál eigi að ganga fram sem alla fyrst. En þá er að athuga það, hvort betra sje að samþykkja það óbreytt, eða gjöra á því einstöku breytingar og leiða það syo til lykta á næsta reglulega þingi. Jeg skal nú geta þess, að frá mínu sjónarmiði eru talsverðir gallar á frv., eins og það er, og kunnugt er það háttvirtum þingmönnum, að jeg barðist móti ýmsum greinum þess á síðasta þingi, en var með öðrum « >» ■ 3 bO öl K V* O cP P L. S- (A E E 3 TS c « bfl • '5 3 « X bð © oO k « 4) 4» a> 4- c E — L 3 _3 5 . *■* Of a. :0 (A V_ £L 4- c >. ts L. « ’St >1 <y « JíC > tO p Jg « X vO I- « « E $£ d ■+* >5 0> fl> d d v» o cP £S & >-* tO 5» #S cn y O oP SS .«-» o <5 es *% "eS cs tfl v o <5 oð 6» p iO S> «s p O 0) Ö I ra ö 'KS 3 C u ■O ‘53 o ?_ J3 »o L. ■o e. flS 10 O CM O w ra CXt o vo o m « o 10 N I 10 ra u JsS l© “O 2 cs X M O M 0) « O o <0 I o o ö © rt c M **- c É 2 o O « 4* « IL 3 bO 0) c « e 4- « •«t © > vO 3 TJ C 6) X c «*- « c 3 « .t 3 3 « ■4* « vO & O 10 ö 1— 56 N o ö 3 bO a) 'vt « w> i. « c Im 3 c C ■o X u 3 Já vO v3 I ffl y. 3 Já 3 u JÉ i. '5 u « C C 'ú 3 © « C 42 « o a (0 >. 0) u •4» bfl « Q 18 9 5 50 ára afmæli Alþingis Verslunin Edinborg stofnuð. tillögum ásamt öðrum háttvirtum þingmanni. seiu nú á ekki sæti hjer. T. d. viidi jeg helst hafa óskift þing og sluttan kjörtíma, og þar næst skifti á alþjóðarkjöri og konung- kjöri, og að kjördæfna skipun hjeld- ist annars óbreytt, svo að c kki yrði óþarfa rask, þar eð þetta átti ein- göngu aö vera bráðabyrgðabreyting. Illþolandi þótti mjer og fyrirkomu- lag efri deildar, t. d. 10 ára tíminn, og þaðan af verra, að þingrof nái ekki til þessara tímenninga. Enn fremur, að kosningarrjetturinn skuli vera bundinn við 25 ára aldur í stað lögaldurs, sem 'ætti að vera trygging fyrir nægum þroska kjós- andans. En verra er þó að hafa tvennan kosningarrjett, annan til efri. en hinn til neðri deildar. Þessir gallar þykja rnjer á vera, og fleiri, sem jeg hirði eigi að telja, en þrátt % , ^ágóði ,íljót V" 1912 ^ þvi iag ^ i 3 V) « « c « o 3 X 0. ■ ■o 3 bjj « C c © > E m tss? tvKgg m fyrir það eru og margir kostir á því, sem eru svo mikils virði, að mjer væri nauðugt að sjá það, ef frv. næði eigi fram að ganga, svo að þær rjettarbætur kæmust eigi á. Fjölgun ráðherra er t. d. mikil rjettarbót. þó því að eins, að ráð- herraeftirlaun sjeu afnumin, því að annars mágjaldþol landsmanna ekki við þeirri breytingu, og mundu menn þá jafnvel skirrast við að skifta uin stjórn, þótt nauðsynlegt væri. En ef þetta frv. yrði sam- þykt, þá yrði stjórnarskráin ekki lengur þröskuldur í vegi fyrir því, aö taka mætti eftirlaun af þeim og öðrum með einföldum lögum. Annar kostur er sá, að landsvist er gjörð að skilyrði fyrir kjörgengi, svo sem sjálfsagt er. Það er ekki rjett, sem sagt hefur verið, að þetta ákvæði sje sprottið af andróðri gegn mw einstökum manni, háttv. þingm. Seyðfirðinga, sem nú er, heldur af hínu, að embættismaður annars ríkis á ekki að geta setið á þingi voru, hversu góður þingmaður sem hann er, og hversu vandfylt sem sæti hans kann að vera. Því að þjóð- ernið eitt ætti ekki að gefa dönsk- um embættismanni eða þegni frek- ari rjett til slíks, en t. d. löndum vorum í Vesturheimi, og er þeim þó að lögum meinuð þingseta hjer. En standi við það, sem nú eru lög urn þetta, þá gæti hver embættis- maður í Danmörku, sem kann að tala og rita íslensku, orðið þing- maður hjer. T. d. gætum vjer þá ekki eingöngu átt von á því, eftir næstu kosningar, að háttv. þingm. Seyðfirðinga yrði endurkosinn,heldur og að við hlið hans gæti setið Knútur Berlín, sem fulltrúi Suður- múlasýslu (Guðl. Guðmundsson: Það væri ekkert á móti því!) Það getur verið, að háttv. þm. Akureyr. hefði ekkert á móti því, en jeg fer nú með mína eigin skraddaraþanka um málið, og get ekki hugsað fyrir allra sann. Þá er rýmkun kosningarrjettarins svo mikil rjettarbót, að hún ein mundi nægja til þess, að menn rendu niður mörgum af göllum frumvarpsins með henni. Jeg skil ekki, hvernig rjettlætis- kend manna þolir það, að sá rjett- ur sje bundinn við krónu eöa kyn, því að þeir, sem krónuna eiga, eru ekki færari tii þess að kjósa en hinir, upp og niður. Og um kyn- ferðið er það að segja, að það er nú öllum ljóst, að hjer er um gaml- ar ófrelsisleifar að ræða, og tel jeg það ósæmilegt svo mentuðum mönn- um, sem íslendingar eru, að sýna þann hroka, að álíta sig sjálfkjörna til þessa rjettar, en vilja gera mæð- ur sínar að hornkerlingum. — Önnur mikilsverð rýmkun á kosningarrjettinum er afnám kon- ungkjörs, sem reyndar er ekki ann- að en ráðherrakjör. Það þykir ekki gott, að menn sjeu tvöfaldir, en verra er þó að þeir sjeu sjöfaldir, en það er ráðherrann eftir núgild- andi stj. skrá. Og hann er það ekki einungis meðan hann situr í ráðh. sessi, heldur getur hann hald- Innkaupin í Edinborg anka gleðí minka sorg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.