Vísir - 26.07.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 26.07.1912, Blaðsíða 4
V í S I R á því stendr bannig, að bæði voru þau lög í frummynd búin að ganga gegnum hreinsunareld alþingis 1869 og svo var stjórnin orðin þess vís- ari, að hlutun póstþjónustunnar milli íslands og ríkisins, eins og stöðu- lögin gengu frá henni frá öndverðu, var ekki þrætumál milli málsaðila, Eg ætla víst, að eg fari með sann- leika, er eigi verði rengdr, að eng- in lög né fyrirskipanir sé til, er tekið hafi 'rá yfirpóststjóra ríkisins yfirráð þau, sem hann tók við 21. feb. 1870 yfir útlendum póstmálum Íslands, og hafi afhent þau stjórn íslands. Full- yrði þetta ætla eg fastlega að sé eins óyggjandi að því er varðar út- lendar póstávísanir eins og hvert annað atriði hinnar útlendu póst- þjónustu íslands. Að vald þetta hafi með nokkurum lögum eða fyr- irskipunum eða, yfir höfuð að tala^ á nokkurn hátt, verið tekið frá yfir- póststjóra ríkisins og fengið í hendr »póstmeistaranum í Reykjavík* er ímyndun sem af ógáti stafar. Ef um nokkura slíka vald-færslu yrði að ræða, þá er það auðvitaður hlutr, að það yrði landsstjórnin sem við valdinu tæki, enn ekki þjónustumað- ur hennar, »póstmeistarinn«, nema að hennar eigin úthlutun. Nú stóð þá þetta mál þannig 1886, að hin útienda póstþjónusta íslands, þar með náttúrlega útgáfa »póstávísana til Danmerkr og út- landa«, var undir embættisráðstöfun yfirpóstmeistara ríkisins. (Lands- höfðingi segir sjálfur í bréfi 28. sept., þetta ár. að það, standi ekki í valdi sínu að gera ráðstöfun til þess að póstávísanir verði gefnar út af póstafgreiðslumönnum á ísafirði, Ak- ureyri og Seyðisfirði, enn þetta stóð •í valdi yíirpóststjóra ríkisins, hvenær sem honum þótti það tillækilegt). Frh. Nærföt hvergi betri en hjá Reánh: Anderson. Hornið á Hotel lcland A T V I U N A Unglingstelpa óskast á fáment heimili til að gæta barna. Upp!. á Njálsgötu 23. Morgunverk viil öldruö kona taka að sjer nú uin thna. Afgr. v. á. LEIGA Tjald handa 2 — 3 óskast til leigu nú þegar. Uppl. gefur Hjört- ur Hansson hjá Bryde. U S N Æ Ð I n Húsnæði vantar frá 1. okt. 3 herbergi og eldhús. Uppl. á Hvertis- götu 10 B. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm. J&Y&cum Líkkistur og líkklæði er best að kaupa í verksmiðjunni á Laufásveg 2 hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. hæðinni. Alt þetta hefur blasað við sjón veslings keisarans síðustu stund- ina. Lífið brosti við honum í morgundýrðinni og fuglarnir sungu. En frammi fyrir honum stóð ; hrygg og hljóð hermannasveitin, j sem átti að írainkvæma aftökuna. í Keisarinn gekk þangað, gaf hverj- um hermanni gullpening. »Miðið þiö nú vel, vinir mínir, — hlífið ; andlitinu, en hæfið mig í hjartastað.« Einn hermaðurinn tárfeldi. Maxi- I milian gekk til hans, rjetti honum í vindlaveskið sitt, er var búið gullnu-1 víravirki og gimsteinum sett, og j mælti. »Eigðu þetta til minningar um mig, vinur minn! Það hefur verið eign konungs sem var gæfu- samari en jeg.« Hann vafði vini sína tvo örm- um og kvaddi hetjuna Miramon með sjerstakri virðingu. Trumbusláttur kvað þá við og Maximilian gekk fram fyrir lýðinn, er saman hafði safnast. »Mexikó- menn!« mælti hann. »Menníslíkri stöðu og slíkrar ættar sem mín er, — sem eru söntu eða svipuðum kendum gæddir og jeg, eru fæddir til annars tveggja, — að gera þjóð sína gæfuþjóð eða deyja sjálfir sem píslarvottar. Jeg kom ekki til yðar fyrir eigingirni sakir. Þjer hafið sjálfir kallað mig hingað. Leyfið mjer nú, áður en jeg skil f stórkaupum til kaupmanna Eggjaduft og Vaniliesykur í smáni dósum hjá J. Aall-Hansen. við, að segja yður, að alt sem jeg hef gert, hef jeg gert með velferð yðar fyrir augum. Guð gefi að blóð rnitt verði ið síðasta er þjer úthellið. Guð gefi að Mexíkó, ó- gæfusama Iandið, sem jeg tók ást- fóstri við, verði hamingjusamtú Herforingjarnir sneru sier að föngunum, sveifluðu sverðunum og skipuðu: »Skjótið!« — »Lifi keisar- inn! Lifi Mexíkó!« hrópaði Mira- mon. »Carlotta, CarIotta!« stundi keisarinn í hálfum hljóðum. Þegar skotreykinn lagði frá,.lágu þrjú lík á veilinum. Fimm kúlur höfðu hæft keisarann. Fallega, Ijós- hærða höfuðið hans var óskaddað, blíðu, bláu augun hans störðu inn ífjarlæga landið, þar sern trú hans og von um það áttu heima, að feg- urðin og göfuglyndið deyr aldrei. Þannig dó hann, góðlátlegi, frið- sami keisarinn. Riddaraljóminn lýs- ir af æfi hans og verki. Hugsjóna- maður var hann, — listavinur, sem unni öllu fögru, göfuglyndur Norð- urálfumaður, sem viltist til villi- manna. Frh. Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109. — 139 feta. — Byggður 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl 10 mílur á kl. tímanum með lítilli kolaeyðslu. Folio 1103. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 mflur á kl. tímanum með 6 tonna kola- brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078.—130 feta—Byggður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. 101/^ mílu á klt. 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hval- bak. Lágt verð. Foilo 1063. — 120 feta — Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostuaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acetylen Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Foilo 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C. vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda ársins 1909 er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting. Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfu ás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o. s. frv. snúi Iysthafendur sjer til Sharp Brothers, Baltic Chanibers Newcastle-on-Tyne, sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: »Speedy«, Newcastle-on-Tyne. Scotts Code. Þvotiaduftið, sem nú er að ryðja burtu allri sápu og sóda úr heiminum, fæst hjá flestum kaupmönnum borgarinnar. Pantanir á skrifstofunni eru orðnar geysimikiar, einnig utan að landi, og hvaðanæfa frá streyma þakklætisbrjefin, meðmælisbrjefin og vottorðin um ágæti Vasguits. þvotiakonurnar heimta Vasguit. Húsmæðnrnar heimta Vasguit. Húsbændurnir sömuieiðis, og aliir aðrir, því hver maður vill hafa hreinan þvott og óslitinn. VASOUI.T. Umhverfis ísland Hamri f Hafnarfirði. Oddur M. Bjarnason skrifar þaðan: Jeg er 74 ára að aldri, hefi í mörg ár þjáðst af magaveiki. slæmri meltingu og nýrnaveiki, og reynt marga lækna árangurslaust. En eftir að jeg hefi notað 5 flöskur af hinum heimsfrægá Kína-lífs-elixír, er jeg mikið betri. Jeg flyt verksrniðjueig- andanum hjer með innilegt þakklæti mitt. Þjórsárholtí. Sigríður Jónsdóttir, Þjórsárholti, sem nú hefur flutt sig til Reykjavíkur, skrifar: Eftir að jeg hafði frá barnæsku þjáðst af langvinnu hægðaleysi og andþrengslum, reyndi jeg að lokum hinn alkunna Kína-lífs-elixir, og varð jeg þá betri til heilsu, en jeg hafði nokkurntíma áður verið á minni 60 ára löngu æfi. Reykjavík. Guðbjörg Hansdóttir, Kárastíg 8,. skrifar: Jeg hefi tvö ár verið mjög lasin af brjóstveiki og taugaveiklun. en eftir að haía notað 4 flösk- ur af Kína-lifs-elixír, líður mjer mikið betur, og jeg vil þess vegna ekki án þessa góða bitters vera. Njálsstöðum, Húnavatnssýslu. Steingrímur Jónatansson skrifar,: Jeg var tvö ár mjög slæmur af illkynjaðri magaveiki, og gat mjer aldrei batnað til fulls; jeg reyndi þá nokkrar flöskur af hinum alkunna Kína-Iífs-eiixír, og batnaði þá æ betur og betur. Jeg vil nú elcki án hans vera, og gef öllum, sem þjást af slíkum sjúkleika, það ráð, að reyna þennan ágæta bitter. Simbakoti, Eyrarbakka. Jóhanna Steinsdóttir skrifar: Jeg er 43 ára, og hefi 14 ár þjáðst af nýrnatæringu og þar af leiðandi veiklun, en at öllum læknislyfjum, sem jeg hefi notað, hefur ekkert styrkt mig og fjörgað eins vel, og hinn frægi Kína-lifs-elixír. Reykjavfk. Halldór Jónsson, Hlíðarhúsum, skrifar: í fimtán ár hefi jeg notað hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír við lystarleysi og magakvefi, og mjer liefur ætíð fundist jeg verða að nýjum manni, er jeg hefi neytt elixirsins. Hinn eini ósvikni Kína-lífs-elixír kostar aðeins 2 kr. flaskan, og fæst alstaðar á íslandi, en ósvikinn er hann að eins búin til af Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.