Vísir - 31.07.1912, Síða 1
2
359
fást '
Kartöflur vöruhosinu
Austurstræti 10.
"Olsu
Föt og Fataefni s7aSumes°tI
iírval. Föt saumuö og afgreidd á_ 12-14 tímum.
Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚ N‘. Sími 142.
Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga.
Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. ll1/,,-3og5-7
25 blöð frá 30. júlí kosta: Á skrifst.50a.
Send ut um landóO au. — Einst. blöð 3 a.
Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju-
lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8.
Langbesti augl.staður í bænum. Aúgl.
sjeskilað fyrir I<1.3 daginn fyiir birtingu.
Miðvd. 31. júlí 1912.
Háflóð kl.6,45‘ árd. og kl. 6,58‘ síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmœli.
Frú Ólöf Björnsdóttir.
P. J. Torfason kaupm.
Á morgun.
Póstar.
Póstvagn fer til Þingvalla.
Ingólfur til og frá Borgarnesi
Ceres fer til útlanda.
Veðrátta í dag.
Loftvog £ < Vindhraði bJO C3 3 1Z 3 >o >
Vestm.e. 1759,8 5,1(NNV 5 Skýað
Rvík. 761,1 4,6 N 6 Skýað;
ísaf. 764,9 4,5 0 Skýað
Akureyri 7Ó2,2 3,0 NNV 3 Skýað
Grímsst. 726,0 0,2 N 2 Hrfð
Seyðisf. 760,9 4,3 N 2 Skýað
Þórshöfn 750,4 8,5 ! NA 6 Alsk.
Skýringar.
N—norð-eða norðan, A—aust-eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan,
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—logn,J—andvari,2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— (
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 —
ofsaveður, 12 —fárviðri.
Ulrlmtlirnsir viðurkendu, ódýru, fást
UlhhlöUll Udl ávalt tilbúnar á Hverfis-
götu ó.—Sími 93.—HELGl og EINAR,
Frá alþingi.
Til Jóliamis Sigurjónssonar skálds.
Sungið í samsæti með honum í Reykjavík hinn 30. júlí 1912.
Heill að sumbli, góði gestur,
göfugt skal þjer signa full!
Yngri skálda æðsti prestur,
andans ber þú vígslugull!
Sje jeg höfga hringa drjúpa,
heiðbrim ljóss, af kjörgrip þeim,
skfna’ um sonu dalsins djúpa,
dagbrún lyfta’ um norðurheim.
Vel sje þjer, sem eldraun eigi
ungur ljest á móð þinn fá,
stýrðir móti stjörnu’ og degi
stoltur, frjáls um reiðan sjá.
Heill sje þjer, sem heilum knerri,
hugsjón tryggur, stýrir beint,
storkar kaldri kólgu hverri,
krappann oft þótt hafir reynt,
Hjer skal svarra, hjer skal freyða
hrosta brim um kera lá, —
skáldi lof í ljóði greiða,
ljúfar þakkir vinum frá!
Hald svo fram sem för er hafin
frægðar vonum nýum glæst, —
lista dísar Ijósarm vafinn
lif þú sæll og fljúg sem hæst!
Guðm. Guðmundsson.
Dagskrá alþingis í dag.
N. d. (kl. 12).
1. Eftirlit með þilskipum og vjela-
skipum; 2. umr.
2. Samþyktir um ófriðun og eyð-
ing sels úr veiðiám 2. umr.
3. Stækkun verslunarlóðar á Flat-
eyri á Önundarfirði; 2. umr.
4. Sala á eggjum eftir þyngd;2.
umr.
5. Prestsmötugjald til Grundar-
kirkju í Eyjafirði; 2. umr.
6. Breyting á lögum nr. 34, 16.
nóv 1907 um skipun læknis-
hjeraða o. fl. (Eyjafjallahjerað)
1. umr.
7. Hagfræðisskýrslur um tóbaks-
innflutning árið 1913; 2. umr.
8. Till. til þingsályktunar um
simalínuna frá ísafirði til Pat-
reksfjarðar hvernig ræða skuli.
E. d. {kl. 1.)
1. Frumvarp til laga um vatns-
veitu á Sauðárkróki; 2. umr.
Frumvarp
til laga um viðauka við lög frá 11.
nóvbr. 1899 nr. 26, um verslun og
veitingar áfengra drykkja á íslandi.
(Eftir 2. umr. í n. d.)
1. gr.
Ekkert fjelag manna má hafa um
hönd í fjelagsskap neinar áfengis-
veitingar sín í niilli, nje nokkur
áfengisnautn fara fram í föstum fje-
lagsherbergjum, nema fjelagið fái
til þess sjerstakt leyfi lögreglustjóra.
2. gr.
Engin áfengisnautn má eiga sjer
stað í veitingahúsum, sem ekki hafa
áfengisveitingaleyfi, hvorki á veitinga-
stöðum, þar er látin er í tje gisting
nje í öðrum veitingahúsum, svo sem !
í kaffisöluhúsum eða öðrum slíkum j
eða í veitingatjöldum, — í þeim |
herbergjum, er veitingar fara fram i\ j
3. gr. |
Brot gegn 1. gr. varða sektum i
20—1000 króna eða einföldu fang- !
elsi alt að 3 mánaða.
Nú brýtur fjelag með föstu skipu-
lagi gegn fyrirmælum 1. gr. og
varðar þá eftir þessari (3.) gr. bæði
stjórn fjelagsins og þá þjónustu-
menn fjelagsins, er taka þátt í veit-
ingunum, eða, ef um áfengisnautn
aðeins er að ræða, þá ráðendur, er
eigi hindra hana. — Annars fer um
ábyrgð fyrir brot gegn lögum þess-
um eftir venjulegum reglum.
Auk þess er lögreglustjóra heimilt
að banna, með lögregluvaldi ef þarf,
samkomur fjelaga, er að staðaldri
hafa vetingar eða áfengisdrykkju í
herbergjum sínum, eða oftar en
tvisvar hafa sætt sektum fyrir brot
gegn 1. gr. þessara laga.
4. gr,
Brot gegn annari gr. varða sekt-
um 10 — 500 kr.
Auk þess skal sá, er veitingar
hetur um hönd á slíkum veitinga-
stað, og brotlegur hefur orðið tvisvar,
hafa fyrirgert rjetti sínum til veit-
inga.
5. gr.
Sektir þær, er um ræðir í lögum
þessum, renna í sjóð sveitarfjelags
þess, þar er brotið er framið.
6. gr,
Með mál eftir Iögum þessum
skal farið með sem almenn lögreglu-
mál.
7. gr.
Lög þessi- öðlast þegar gildi.
Eaddir
almeimings.
Yerslunarmál á alþing-i
1912.
í þinginu eru komin fram tvö
frumvörp, sitt í hvorri deild, næsta
tilgangslík, en nokkuð mismunandi
að formi, um nýar álögur á versl-
un og viðskifti íslendinga. Þótt
Vísir hafi getið frumvarpa þessara,
þá vildi jeg þó fá að segja um
þau nokkur orð.
Neðri deildar frumvarp þeirra L.
H. B., Pjeturs á Gautlöndum og
Stefáns í Fagraskógi, fer fram á
að borgaðir sje í landssjóð 3 a
hundraði af allskonar vöru hverju
nafni sem nefnist, sem flytst til ís-
lands frá öðrum Iöndum. Má þetta
heita sama sem c. 5 au. tollhækkun
á hvert kíló af kaffi, og getur hver
kunnugur rent grun í, hversu til-
takanlega þung byrði það er á allri
alþýðu manna, ekki hvað síst sjó-
mönnumog daglaunamönnum. Efri-
deildarfrumvarpið er þó það skárra
að það vill ekki Ieggja nýar álög-
ur á kaffi nje sykur.
Eins og áður er sagt, ná lögin
til alls varnings, sem hingað flyst,
og þá auðvitað t. d. til skipa. Lík-
Iega eru þó ekki skip sem koma
hingað snöggva ferð álitin innflutt
vara, en gjaldið hlýtur að ná bæði
til fiskiskipa sem útlendingar eru
sagðir að láta skrásetja hjer, og
botnvörpunganna sem Iandsmenn
kaupa frá útlöndum. Nú kostar góð-
ur botnvörpungur alt að 150 þús.
króna, og fær þá iandssjóður 4500
kr. að minsta kosti, þegar skipiðer
keypt, og þar að auki líklega sama
gjald er það kemur úr sölu- og
hreinsunar-ferðum frá Englandi, en
sh'kar ferðir fara botuvörpungarnir
þrásinnis, segjum fimm sinnum á
ári: afgjaldið þá 25 þús. krónur
árlega.
Eins hlýtur þetta gjald að ná til
sendinga sem einstakir menn kunna
að fá frá útlöndum. Það vill auð-
vitað þrásinnis til, að menn fá ým-
iskonar gjafir frá útlöndum, ekki
síst í pósti, og er þá eðlilega verð
þeirra sjaldnast nefnt, sem skiljan-
legt er, og verður viðtakanda alls
ekki gefin sök á því. Það sjer því
hver maður, hversu heimskulegt
það er, að láta viðtakanda sæta alt
að 1000 króna sektum og jafnvel
að gera upptækt það sem sent er.
Þessi refsiákvæði ná líka til þeirra
sem vörur fá án þess faktúra fylgi.
Hugsum okkur að seljandi í út-
löndum vanræki að senda faktúr-
una, eða hún tapist í pósti eða
tefjist, sem getur hent; hvaða sann-
girni er það þá að kyrsetja vörur,
sem oft getur komið sjer bagalega
fyrir fjesýslumenn, og vörurnar þar
að auki legið undir stórskemdum?
Og ofan á þetta má svo saklaus
viðtakandinn eiga von á 1000 kr.
sekt, og jafnve! að landssjóður hirði
reiturnar,
Hingað koma þrásinnis útlendir
ferðamenn og hafa með sjer ýmis-
konar útbúnað, sem þeim er bráð-
nauðsynlegur til ferðalaga hjer um
land. Ekki kæmi mjer það á óvart
þótt menn þessir ætti ekki hægt
með að sýna innkaupsrcikninga fyrir
öllum flutningi sínum. Liggur þá í
augum uppi að lögin ætlast til að
farangur þeirra sje kyrsettur og get-
ur ferðinni oft þar með verið lokið.
Niðurl.
Kaupmaður.