Vísir - 02.08.1912, Qupperneq 1
361
4
fást í
Kartöfiur vöauHúsitiu
Austnrstræti 10.
Föt og Fataefni siaáufu?meS°tf
úrval. Föt sauimiö og afgreidd a 12-14 tínnun.
Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN'. Simi 142.
Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. 25 blöð frá 30 júlí kosta: Á skrifst.SOa.
Afgr.í suðureuda á Hótei ísl. 1 ll/2-3og5-7 Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a.
Föstud. 2. ágúst 1912.
Háflóð kl.7,46‘ árd. og kl. 7,52‘ síðd.
Háfjara hjer uin bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmœli.
Frú Marta María Einarsson
Einar J. Pálsson, trjes niður
Hans Hoffmann, verslunarm.
O. M. Hansen, hattari.
Á morgun.
Póstar.
Austri fer í strandferð.
Ingólfur fei til Garðs og kemur
aftur.
Varanger fer til Breiðafjarðar
Póstvagn fer til Þingvalla.
Perwie kemur úr strandferð.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
Loftvog £ '< Vindhraði Veðurluag
Vestm.e. 755,4 5,3 N 4 Hálfsk.
Rvík. 755;7 7,5 N 7 Alsk.
ísaf. 758,5 2,5 N 6 Alsk.
Akureyri 753,5 1,5 NNV 3 Regn
Grímsst. 718,0 1,0 N 1 Alsk.
Seyðisf. 752,0 3,8: SSV 2 Alsk.
Þórshöfn 751,5 5,5|NNV 1 Skýað
Skýrínga/.
N—norð- eða norðan, A aust- eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan,
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—Iogn,l—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6 —
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur.l 0—rok, 11 —
ofsaveður, 12— fárviðri.
Líkkisturnar
viðurkendu, ódýru, fást
ávalt tilbúnaráHverfis-
götu 6.—Simi 93.—HELGl og EINAR,
*
Ur bænum.
Þjóðhátið eða þjóðminningar-
dagur er ekki haldinn hjer í dag
svo sem vani var orðinn eitt skeið.
Stúdentafjelagið vildi ekki hafa
forgöngu þess máls Iengur og
aðrir hafa ekki orðið til að taka
það upp. Ekki er eftirsjón í
hátíðinni að þessu sinni, þar sem
veður er kalt og hráslagalegt.
Einu hátíðabrigðin í borginni
eru þau að >íslands Falk« liggur
hjer (kominn frá Orænlandi) og
Stjórnaráðið flaggar þá, en báðir
bankarnir vandlega lokaðir.
Pourquoi pas
heitir frakkneskt íshafsrannsókiiar-
skip er lijer hefur legið á höfninni
nokkra daga. Skip þetta á Dr. J.
Charcot læknir í París sonur hins
heimsfræga Iæknis Jean Martin
Charcot (f. 1825 d. 1893) er best
heíur skrifað um taugasjúkdóma
(dáleiðslu o.fl.)
Dr. Charcot yngri er vísindamað-
ur mikiil, þó hann hafi ekki náð
frægð föður síns. Var hann tvö
ár (1909 og ’IO) á skipi sínu í
suðuríshafinu til rannsókna og var
mikill árangur af ferð hans. Með-
al annars tók hann þar hálft fimta
hundrað Ijósmynda.
Nú hefur hann verið í norður-
íshafinu í vor við rannsóknir og er
för þessi styrkt af stjórn Frakka.
Hefur hann nú nteð sjer 15 skip-
stjóraefni, þeirra er taka ætla að sjer
langferðir. Svo eru þar og nokkr-
ir vísindamenn.
»P. p.« kont við á jan Mayen,
eynni hjer norðausfur í íshafinu 500
rastir undan Langanesi. Þar iiefur
frakkneska stjórnin hús með vista- ,
forða og eldsneyti handa skip-
brotsmönnum. En er þeir DrChar-
cot komu þar, var allur þessi forði
á burlu.
Menn voru engir þar á eynni en
3 leiði Norðmanna fundu þeir þar.
— Norðmenn veiða þar sel á vor-
in á mörgum skipum. —
Nú er »Pourquoi pas« á heim-
leið, þeir brugðu sjer hingað inn
að gamni sínu og tóku nokkrar
myndir hjer af landi og lífi.
Eaddir
almennings.
Verslunarmál á alþingi
1912.
---- Nl.
Þau smáatriði í n.d. frv. sem jeg
hef nefnt er auðvitað enginn vandi
að laga ef betur mætti fara, en þá
er eftir að vita, hversu mikið fylgi
frumvarpið, eða þessi aðferð til þess
að fá peninga í landssjóð, hefur í
þinginu. Um það er mjer ekki
kunnugt, enfullyrða íná, að andróður
verði þar talsverður ef nokkuð er
að marka ummæli »Svörtu bókar-
innar« (nefndarálit milliþinganefnd
arinnar) því þar er mjög lagst á
móti slíkri löggjöf. seni hjer er efnt
til. Þeim til fróðleiks, sem .ekki
hafa Iesið nefndarálitið er rjett að
birta hjer nokkrar línur úrbókinni:
»Eins og kunnugt er hafa komið
fram tillögur um > það, að útvega
landssjóði allan tekjuauka, sem hann
þarfnast, með allsherjargjaldi á verslun
landsins. . . . Slík löggjöf er auð-
gerð og fljótsamin, og þarf eigi
mikinn undirbúning. Alþingi hefur
þó eigi getað felt sig við að grípa
til þessara úrræða, enda er þess eigi
að dyljast, að það mætti furðu gegna
að eigi skuli áður hafa verið tekið
til svo einfalds ráðs tii þessaö fylla
fjehirslur ríkjanna, ef ekki hefðu verið
verulegar veilur í þessu Kolumbusar-
egginu.— Hjerskal ekki farið útí það,
að gera grein fyrir hinum miklu
ogmörguókostum þessarafljótaskrift-
arleiða. . . . í stuttu máli sagt, hefur
almennur faktúrutollur í fylsta mæli
sameinaða alla þá ókosti, sem erti þess
valdandi, að verðtollur . . . er til-
tölulega svo afarlítið notaður í nú-
tíðar tolllöggjöf rnentaþjóðanna....«
(21. bls.) Undir þetta hefur hr.
H. H. skrifað í nefndatálitinu og
Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju-
lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8.
.svo ætlist þingið.til þess að hann
ráðleggi konungi að ítaðfesta um-
rædd lög.
Þessi ummæli ná ekki síður til
E. d. frv. sem þeir sjera Jens, sjera
Sig. St. og St. St. bera fram til iaga
um íh'gjald af verslun og viðskiít-
um við útlönd, etida eru þessi frum-
vörpsvo svipuð, að eigi getur verið
að ræða um að þau verði bæði af-
greidd frá þinginu.
Eftir þéssu e.d. frv. eiga kaup-
menn að borga í landssjóð Yg—2°/0
af verði aðtluttrar vöru. Þeir sem
ekki eru kaupmenn greiði sama
gjald af innkaupsverði -|- 10 %.
Skýrslum til afnota við útreikning
gjaldsins skuiu hlutaðeigendur skila
tveim mánuðum eftir árslok og á
þá að greiða gjaldið allt í einu.
Þetta ákvæði nær jafnt til verslana
sem einstakra manna. Hver maður
hlýtur að sjá, hversu illt fyrirkomu-
Iag þetta er. Ferðamenn og lands-
hornamenn geta flutt inn ýmiskon-
varning snemma á árinu og verið
farnir veg allrar veraldar í febrúar-
lok næsta ár á eftír. Hver borgar
þáfyrir hrafninn ? Auk þessgetur ver-
ið ntikil áhætta að láta gjaldið safnast
fyrir hjá gjaldendum ailt árið þótt
eigi fari þeir úr laudi eða ■ flytjist
búferlum. Eftirlit með lögum þess-
um hlýtur líka að verða mjög tor-
veit. Hingað kemur frá útlöndum
svo tugum þúsunda skiftir af póst-
pökkurn jat'nt ti! barna sem örvasa
gamalmenna. Hvernig getur lög-
reglustjóri liaft uppi á þeim öllum
allt að 14 mánuðum síðar? Póst-
húsin gæti ekki aðstoðað við þetta,
jafnvel þótt landsjóður vildi borga
til þess 10—20 þúsundir kr. á ári,
því að það er bannað í 24. grein
póstlaganna frá 16. nóv. 1907.
Eins og nefnt var í fyrri greininni
um þessi frumvörp ætlast e.d. írv.
ekki til þess að nýirskattarsjelagðir
á kaffi uje sykur. Þetta mælist efiaust
vel fyrir. Þó er reyndar ekki nánara
að orði komist en svo. að »kaffi-
baunir« skuli undanþegnar. Brennt
og maiað kaffi, sem tekið er mjög
að flytja tit landsins, á þá víst ekki
að »sleppa« og þá líklega eigi heldur
kaffibætir. Þetta er jafri ósanngjarnt
eins og það er óþarflega frjálsiegt
að undanskilja allan sykur gjaldinu
svo sem þó er gert. Ætti það að
vera meinlítið þótt gjald þettanæði
t. d. ti! brjóstsykurs, konfekts og
þvíumlíks svkuróþarfa.
í þessu frumvarpi eru vörurnar
Iíka nokkuð flokkaðar og hundraðs-
gjaldið mismunan.ii' hátt. Á víst
að iíta svo út sem ekki eigi að
íþyngja sjómannastjettiuni nemasem
minst, enda er það nú að verða
iíska.
Va°/o gjald a t- d. að leggja á
segldúka, netjagarn. færi, atkeri, at-
kerisfestar (hjer er víst átt við akkeri
og akkerisfcstar) kaðla og \\sk\báta.
Fiskis/t//? (botnvörpungar) eru aftur
Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
sjesldlað fyrir kl.3daginn fyiir birtingn
á móti ekki nefndir sjerstaklega og
lenda þá í síðasta flokki og verður
að gjalda af verði þeirra 2°/0.
Það á og eflaust að gera lög
þessi vinsæi meðal sjómanna, að á
sjáfarafurðir er ekki lagt nema 17s%
en 2°/0 á afurðir bænda. Það er
ekki heldur svo lítið í munni að
»með lögum þessum eru úr gildi
numin lög um útflutningsglaid r.f
fiski og lýsi ofl., nr. 16, 4. nóv.
1881«. Það sem sjómenn græða
á þessum siciftum er þá það, að
eftir lögunum frá 1881 greiöa þeir
32 au. af saltfisksskippundinu, en eftir
frumvarpinu, þegar um stórfisk er
að ræða, c. 1 kr. 20 aura, en til
jafnaðar 50—60% meira en áður.
Sumt er dálítið torskilið í lögum
þessum.svo sem það, að eigi verður
ótvírætt sjeð, hvort kaupmenn eigi
að borga hundraðsgjaldið aí inn-
kaupsverði eða. útsöluverði. Söm'u-
leiðis er óskiljaniegt það ákvæði,
að kaupmaður skuli gefa skýrslu
um, hve mikið hann hafi selt af
þeim (vörunum) og áður fyrirliggj-
andi útlendum vörum á árinu.«
Þetta bendir helst tii þess, aö gjald-
ið sje miðað við sölu og þá
auðvitað við söluverð. Nú kaupir
kaupmaður dýran hlut frá út-
löndum, t. d. botnvörpung, ogselur
hann e k k i, heldur notar sjálfur.
Er hann þá laus við 3000 kr. skatt
í landssjóð, sem ekki-kaupmaður
verður að greiða, sem skýit er tek-
ið fram. Einfaldast ráð er þá auð-
vitað að byrja á því, að kaupa sjer
eilt 50 kr. borgarabrjef; með því
geta menn losað sig við mikil út-
gjöld, í þessu tilfelli sparað 2950
kr. eða allt að því.
Ef annars á að skilja lögin svona,
þá hlýtur það að vera talsverðum
örðugleikum bundið fyrir kaupmann
að sundurliða, »hvað hann hafi selt
af áður fyrirliggjandi \örum á ár-
inu«, því að iíklega eiga þó þessi
lög ekki að ná til varnings, sein
fluttur hefur verið inn áður cn
þau ganga í gildi.
Sakir væntanlegsrúmleysis verður
víst að láta hjer staðar numið að
sinni, þótt margt sje enn ósagt um
þessi frumvörp.
Kaupmaðnr.
Frá alþingi.
Dagskrá alþingis í dag.
N. d. (kl. 12).
1. Verslun og veitingar áfengra
drykkja. 3. umr.
2. Ófriðun og eyðing sels úr veiði-
ám. 3. um.
3. Sala á eggjurn eftir þyngd.
4. Önnur skipun á æðstu umboðs-
stjórn íslands. 2, umr.
5. Stækkun verslunarlóðar í Norð
firði. 1. umr.
E. d. (kl 1)
1. Kaup á Vestmanneya-síma. l.umr.
2. Veiði í Drangey. 1. umr.
3. Mótak. 1. umr.
4. Merking á kjöti. 1. um.
5. Þingfararkaup alþingismanna. 1.
umr.