Vísir - 02.09.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 02.09.1912, Blaðsíða 1
387 5 . Föt og Fataefni sV.iH?Í?m.íf úrval. Föt saumuð og afgieiddá 12-14 tímum Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Sími142. Kemur venjulega út k!. 12 alla virkadaga. Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. 11 '/„-3 og5-7 25 blöð frá 28 ág. kosta: Á skrifst.SOa. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8. Langbesti augl.staður í bænum. Augi. sjeskilað fyrir kl.3daginn fytir birtingn Wlánud. 2. sept. 1912. Háflóð kl. 8,23‘ árd. og 8,45‘ siðd. Háfjarí hjer um bil 6 st. 12‘ síðar Á morgiírs. Póstar. Póstvagn fer til Ægissíðu. Austri fer í strandferð. Veðrátta í dag. Loftvog E y<' o ctf u J3 C > Veðuriag Vestm.e. 763,7 6,5 A 6 Alsk. Rvík. 762,3 7,0 A 3 Alsk. ísaf. 763,8 4,0 NV 2 Skýað Akureyri 763,6 4,5 S 3 Skýað Grímsst. 728,7 3,2 SA 3 Skýað Seyðisf. 766,7 8,9 0 Slcýað Þórshöfn 763,3 8,0 ANA 1 6 Skýað Skýringar. N—norð- eða norðan, A — aust- eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—Iogn,l—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur.S— iivassviðri,9—stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12 — fárviðri. líkkisturnar viðurkendu, ódýru, fást ávalt tilbúnar á Hverlis- vötu ó.—Sími 93.—HELGl og EINAR, af sparsemi þtngmanna fyrir landsjéðs hðrtd. Sanngjarnir? tfarða- reikningar. Pað er af sú tið, er Asgeirgamli á-Þingeyrum gerði iaudssjóði 13 króna reikning fyrir ferðakoslnaði sínum til þings norðan frá Blöndu- ósi. Ferðin hafði ekki kostað liann meira og hann kærði sig eklci um að hafa landssjóð að fjeþúfu. 1 ii dæmis um það, Iiversu sam- göngur hafa versnað síðan og eru orðnar erfiðar, skal þess getið, að sýslumaður Norðmýlinga, og þá auðvitað líka þingmaður þeirra, hef- ur nú ekki komist af með minna en um 700 — sjö hundrað — krónur fyrir ferðina frá Seyðisfirði til Reykja- víkur og heim. — Líklega hefur hann þó sparað Iandssjóði drjúg- an skilding, segjum þrjá fjórðu kostn- aðar, við það sem hann hefði orð- ið að setja upp, ef hann hefði ekki verið svo nærgætirm við landssjóð, að fara ekki lengri leiðina — t. d. heiman frá sjer í maí með strönd- um fram norður á Langanes og fjörur- þaðan til Hrútafjarðarbotns. Síðan sem leið liggur út f xrje_ kyllisvík og þaðan skemstan veg í Kaldalón, þá inn Snæfjallaströnd og alt með sæ í ísafjarðarkaupstað, svo póstleið í Súgandafjörð og Önund- arfjörð og þaðan beint yfiráBarða- strönd og svo enn sem beinast landveg um Ólafsvík og Sand til Reykjavíkur. Danskensla í einn mánuð kennum við undirritaðar dans á kvöldin, frá kl. 9 til 11. Kenslan byrjar Iaugardaginn 7. sept. Nemendur gefi sig fram fyrir 5. s. m. Stefanía Guðmundsdóttir. Guðrún Indriðadóttir. Flutningurinn á þingmanni Seyð- t firðitiga (Valtý Guðm.) befur kost- að landið um 600 krónur heiman og heim (ti) »lieimalandsins«, er hann nefnir). Hefur hann auö- sjáanlega farið mjög samviskusam- lega í reikninginn, enda var hann þá nýbúinn að fjargviðrast út af ferðakostnaðarreikningi viskiftaráðu- nautarins. Á hinn bóginn varð ekki hestum viðkomið mest af leið- inni og var það »töluverður« sparn- aður. Flutningur á þingmönnum N.- Múlasýslu og Seyðisfjarðar hefur þá kostað landssjóð meira en hjeraðs- læknislaun. Með aðstoð guðs og góðra manna hefur prestinum á Breiðabólstað tekist að komast á þing og af á þessum dýrasta tíma ársins, há- bjargræðistímanum, fyrir ekki meira en hátt á annað hundrað krónur. Annars koma nú reikningarnir bráðum í þingtíðindunum og geta menn þá sjeð til fulls, livort meiri hluti þingmariua hefur ekki haft rjett fyrir sjer, er hannsásvo brýna nauðsyn á að setja lög um ferða- koslnað sinn »til þess aðsetjalaga- skorður við auragirnd sinni«, eins og einn þingmaður sagði um dag- inn. Rangárbrúarvígslan varð ekki eins hátíðleg og ætiast var tii vegna rigningar. Þó voru hinar ákveðnu ræður haldnar, en þegar á eftir fóru menn að tínast burt. Var iítið um hornahljóm ogaðra skemtun. Nýr viti er reistur á Hafnar- nesi sunnanmeginn Fáskrúðsfiarð- ar og er búist við, að farið verði að kveikja á hónum 15. þ. m. Hann sýnir hvítt ijós 25 sinnum á minútu. Ljósmagn og sjónar- lengd 10 sæmílur. Ur bænum. Símskeytagjaldíð til Noregs lækkaði í gær úr 60 au. niður í 50 au. fyrir orðið. Kristján Jónsson f. v. ráðherra er skipaður justitiarius í lands yfirrjettinum. Lögbirtingablaðið, sem borið var út á laugardag31. f. m. en dagsett 29. s. m., 'segir að þetta hafi gerst 13. ágöst og eigi að teljast frá 25. júlí. Fimtudagskvöld lögðu þeir á stað úr borginni landveg sunnan lands til Seyðisfjarðar, þeir Jóh. Jó- hannesson sýsium. og bæarfógeti og Karl Finnbogason skólastjóri á Seyð- isfirði. Ætluðu þeir að vera við Rangárbrúarvígsluna og búast við að konia til Seyðisf jarðar um miðjan september. Hafnargerðartilboðin voru opnuð hjá borgarstjóra á hádegi á laugardaginn. Þau voru þrjú: 1. frá Monberg 1510 þús. 2. frá Svabil & Lerche 1780 — 3. frá Kjelland ofl. 1850 — í fljótu bragði virðist Monbergs tilboðið vera aðgengilegast. Enn hefur enskur verkfræðingur gert tilboð um, að hlaða grandann og byggja tvo grjótgarða, annan út frá Effersey og hinn frá Skansinum. Aukaaðstoðarmaður á 2. skrif- stofu í Stjórharráðinu er Marino Hafsteen orðinn, en staðan sem aðalaðstoðarmaður er veitt Oddi Hermannssyni. Starfsmenn Landsímans í ársiok 1911. Landsímastjórinn 1 símaverkfræðingur 4 forstjórar ritsímastöðva 4 símritarar 14 rit- og íal-símameyar 87 stöðvaþjóriar ð sendisveiriar 4 línumenn ^KÍ úttöuduw. Mssnesk dorg* nýfund- in. Rússnesk yfirvöld hafa uppgötvað það í sumar, að til er rússnesk borg, í Amúrhjeraði í Síberíu, er Ossipow- ska heitir, einkar blómleg og með 8 þús. íbúa, hún er aðeins 8 rastir frá Chabarowsk, sem er ein hin stærri borga í Síberíu og liggur við Mansjúríulandamærin. Um þessa borg höfðu þó rússnesk stjórnar- völd enga hugmynd og ekki stóð hún á neinu rússnesku iandabrjefi, þó hún væri 20 ára gömul — og stóð raunar í öllum Japönskum landabrjefum. — Þarna voru rúss- neskir embættismenn, en ekki var á því hreina hvað orðið hafði af ríkisskattinum þessi 20 ár. Borgin fanst(!) við það, að hún sendi bænarskrá rússnesku stjórn- inni (um innihald hennar hermir frjettin ekki). — Og hún fjekk svo það merkilega svar, að bænarskránni væri ekki hægt að sinna, þar sem engar sannanir lægju fyrir um tilveru borgarinnar. Olympsleikar í Aþenu- borg 1914. Svo sem kunnugt er, eru Ólymps- ieikar Aþenuborgar ekki í neinu háðir alþjóða Ólympsleikum, sem haldnir eru á sínum staðnum í hvert sinn. Þessir Aþenuleikar, sem hald- ast eiga 4. hvertár, verðanæst 1914, og er nú þegar byrjaöur undirbún- ingur þeirra. ÍTý halastjarna. Búast má við að Tuttles hala- stjarna komi svo nálægt jörðinni nú um áramótin að hún sjáist mjög greinilega. Líklegafrá miðjum des. til febrúarloka. Hún fanst fyrst 1790 og öðrusinni 1858. Umferð- ártími hennar er 13,67 ár, og síð- ast sást hún 1899. Frá Titanic. Nýiega hefur rekið flösku vestra þar sem heitir Svarteyjarvík, og var í henni miði með þessari áletrun: »16/4- Á fleka úti í reginhafi vatnsiaus og matarlaus. — Major Butt.« Þessi Major Butt var einn af far- þegunum á Titanic. Ofmargt kvenfólk. Sem stendur eru á Englandi konur 1179277 fleira en karimenn, eða 64 fleiri af þúsundi hverju, aftur eru í Kanada ekki nema 885 kon- ur á móti hverjum 1000 karlmönn- um. Þess vegna ráðléggja Englend- ingar þeim stúlkum, heimafyrir, sem leiðist jómfrústaðan, að farayf- ir til Kanada. í öllum hegningarhúsum á Eng- landi eru miklu fleiri karlmenn en konur, og einnig í betranarskólun- um. Aftur eru konur miklu fleiri en karlmenn á vitfirringahælum. Roald Amundsen fær rúm- ar 100 000,oo krónur fyrir útgáfu- rjettinn að bók sinni um Suður- skautsförina, utan Noregs. Mótorbátur kom 7. ágúst til Queenstown á írlandi eftir 21 dags og 16 tíma siglingu yfir Atlants- hafið frá New York. Hann hrepti ílt veður, en ferðin gekk þó vel og hefur smábátur ekki farið fyr þessa leið á svo skömmum tíma. Á bátn- um voru 4 menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.