Vísir - 22.09.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1912, Blaðsíða 2
 V I S 1 '! 'iail" 83BS1 ,|,,| Mliiiiu*y^5grggS2í Karlmannafatnaður, Regnkápur, Vetrarkápur o. fl. nýkomið til TH.THORSTEINSSON & CO*, FATAVERSLUN, HAFNARSTR. 4. Raddir almenniiigs. Hafnarmálið. Bæarbúar vakna vanalega annað hvort við rolc eða rigningu, nema begar forsjónin, sem kvað vera nógu rík, sendir af miskunn sinni nokkra blíðviðrisdaga, er. síðastliðin sunnu- dagsmorgun var þetta á annan veg, því þrátt fyrir rigninguna var sýni- Iegur gleðiblær á fólki, og ástæð- an var sú, að kveldið áður hafði bæarstjórnin samþykt hafnarmálið til framkvæmda. Þetta þóttu mikil tíðindi og góð, sjerstaklega þar sem menn alment vænta frem- ur lítils af bæarstjórninni í fram- kvæmdaáttina. IJeir tala að vísu margir þeirra snjalt^, og áheyrilega — búið ■—, en þeir, sem þegja, eru meinlausir, nema stundum þeg- ar þeir greiða atkvæði. — En bæarstjórnin hefur nú þrátt fyrir alt sýnt af sjer rögg í hafnar- málinu, — einu af mesta velferðar- máli bæarins — og er skylt að hún njóti almenns þakklætis fyrir það, hvað sem,annars á milli ber, en heyrst hefur að verkfræðingar þeir, sem í bæarstjórn sitja, sjeu ekki sem best ánægðir með úrslit málsins, og mætti vel bæta þeim • það upp, þegar þeir verða dregnir út við næstu kosningar. Jeg hef undanfarið ekki fundið ástæðu til að syngja lofsöngva yfir gjörðum borgarstjórans — álít hann annars verðugan — en í hafnar- málinu álít jeg hinsvegar að hann hafi, sem komið er, unnið með drengskap og dugnaði, og væri rangt að draga það af honum. Jeg bar alis ekkert traust til hans; sum- um bæarfulltrúum treysti jeg þar á móti fyllilega, en þeir hafa kom- ið á annan veg fram í málinu, en jeg hugði. Verkamenn bæarins, sem hafa hungruð og klæðlaus börn heima, vegna atvinnuleysis, fá nú vonandi Vandaðar vörur. að reyna krafta sína, og um leið brauð fyrir heimilið, án þess að fá snoppung jafnhliða. Verkamanns kröfur eru ekki háar: aðeins að fá að vinna, — þá kemur þeirra björg — . þeir hafa engan landssjóðsspena sem hreitir þeim, þótt illa ári — kraf- an er vinna, og nú er hún vonandi í vænduin. Hafi bæarstjórnin heið- ur fyrir smiðshöggið. 16. sept. ’12. Jáh. Jóhannessun. Gott orgel óskast leigt í | vetur. Östlund i ar á. ' Island sjeð frá hússvöíum. Eftir H. De Vere Stackpoole (höfund að - The blue Lagoon« o fl.) (Þýtt úr Dayly Mail). Reykjavik (íslandi). Frá svölunum, þar sem jeg sit, sje jeg eldfjallagarð, sem gengur frá austri til vesturs, það eru út- verðir þess hluta íslands, sem ligg- ur hinumegin viö Þingvelli, hinu- megin við Geysi og Gullfoss, sem ferðamennirnir dást svo að — lands, sem er stærra en Skotland og ósegj- anlega autt og ljótt. — Fyrir aft- an rnig skyggir gistihúsið á fló- ann með Snæfellsjökli, þar sem Jules Verne Ijet mennina fara niður um gíginn, þegar þeir ætluðu inn að miðpunkti jarðarinnar. — Fyrir neð- an mig liggur bæarvöllurinn, þar sem hljóðfæraflokkurinn af »Gros- ser Kurfúrst* er að leilca á lúðra fyrir fólkið við Thorvaldsensmynd- ina. Klukkan er hálf tólf en þó er nærri albjart. — Á svölum al- þingishússins á móti er fult af lög- gjöfum Iandsins, sem líka eru að hlusta á hljóðfæraflokkiun ai þessu stóra, þýska línuskipi, sem korn inn í gær og ætlar af stað á morg- un. En það er fólkið á blettinum, sem vekur athygli mína, því hjer gefur að líta íslensku þjóðina — og kvenfólkið, og það er nú ein- mitt kvenfólkið, sem heillar mest hug minn. Það er ekki hægt að greina þjóð- erni íslens.ks karlmanns í sjón. Hann gæti verið Þjóðverji, Dani eðáSvíi, en íslenska kvenfólkið er nokkuð sjer á parti. Það er ólíkt öllu því kvenfóiki, sem hefur orðið á vegi minum hingað til. Það hlærsjald- an og svarar manni sjaldan með brosi eins og suðræna kvenfólkið. Það liggur við að manni gremjist í svipinn þessi kuldi einkum hjá búðarstúlkum. Eitt brosgetur hjálp- að svo mikið upp á sakirnar þegar eins er ástatt og fyrir mjer, að öll mín búðar-innkaup urðu að fára fram á bendingamáli, því að í landsmálinu eru ekki mörg orð lík ensku, og það eina, sem jeg kann í því, eru orðin »já« og «og«. — En gremjan hverfur von bráðarvið það, að maður fir.nur að þessi kuldi í svip og framkomu stafar hvorki af tómlæti eða fyrirlitningu, heldur af einhverju öðru. Og í rauninni er þetta ekki neinn kuldi, heldur— eitthaað annað. Eitthvað sem jeg veit ekki nafn á, nema ef það skyldi vera eitthvert fyrirmann- legt athugaleysi (eða hughvarf). Ein- hverjar þungar og daprar hugsanir virðast hvíla yfir þessum konum, eitthvað alvarlegt en þó háleitt. Það er eins og hetja landsins hafi dáið í gær og enginn viti um það nenia þessar konur. — Sje litið niður á mannþyrpinguna á vellin- um, sjest dálítið merki um England — einn »njósnarpiltur«, og annað merki — »hjálpræðisstúlka«. En Þjóðverjablærinn á öllu ber hinn enska alveg ofurliða, eins og hann nú reyndar er farinn að gera á öllum samkomu- og skemtistöðum álfunnar. Monte Carlo, San Remo og París öll eru þau orðin þýsk eins og »Sauerkraut« (súrkál). Jeg fór frá Ventnor þar sem úði og grúði af Þjóðverjum og jeg finn Reykjavík fulla af þjóðverjum og I na wm\ mmem m i m B8B 1 1 Skoðið borðana í glugganum hjá f jffirá TH. THORSTEINSSON LA^I í INGÓLFSHVOLI. 5(t\fe\3 aj vövum fiom\ð. IW 1 & m / BB5S 1 n íb^3i mm aa i 11118 Verslunin Björn Kristjánsson, R eykjavík. ^ejwa'&awötu*. 3<íáW\w$a\vö\u\. £eSur sk\t\u. V B K r eru viðurkendar þær bestu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.