Vísir - 04.10.1912, Qupperneq 4
V I S I R
»Þetta er nú ef til vill hjegómlegt
en jeg skil yður. Jeg veit hvað þjer
eigið við.«
Hann gat ekki annað en hugsað
um, hvemig henni myndi þykja, ef
hún vissi hvað hann átti við. En
áður en hann gat svarað, komu þeir
jarlinn og North til þeirra.
»Hjerna eigið þjer heima!« sagði
North. »Hjer eru forfeður yðar,
lávaröur minn! Þarna frá hægri
hendi í beinni röð, frá þeim fyrsta
Bellmaire Norðmanninum, til hins
síðasta, — fööur yðar, þessa mjög
syrgða manns jarlsinssal.« Frh.
Frá bæarstjórnarfundi.
í gærkvöldi hjeltbæarstjórn Reykja-
víkur fund og voru þessi mál rædd
þar:
1. Nokkur byggingarnefndarmál frá
síðasta fundi samþyktar.
2. Rætt um tillögur um holræsin
í Túngötu, því máli vísað til ann-
arar umræðu.
3. Umsókn með tillögum frá skóla-
nefnd,að fáókeypis kennsluhanda
172 börnum íBarnaskóla Reykja-
víkur í vetur. Tillaga samþykt
að láta skólanefnd og fátækra-
nefnd gjöra út um það mál.
Sjerstakar beiðnir 6 eða 7 sama
efnis; afgreitt á sama hátt.
4. Umsóknirum ókeypis skólabæk-
ur handa börnum komu 17.
Voru þæreinnig afgreiddar ásama
hátt.
5. Erindi frá vesturbæingum um
nýjar götur í vesturbæinn. Vís-
að til veganefndar.
6. Tilboð kom frá Sigurði Thor-
oddsen verkfraeðing um að gera
nýjan uppdrátt af bænum. Eftir
nokkrar umræður varsamþykt til-
laga umað kjósa3 manna nefnd
til að athuga það mál oggjöra
tillögur. Kosningu hlutu þess-
ir:
Jón Þorláksson
Tryggvi Gunnarsson
Knud Zimsen.
7. Erindi frá verkmannafjelaginu
Dagsbrún um að fá blett í bæar-
landinutil ræktunar. Þvívísað til
fasteignarnefndar.
8. Beiðnir frá Th. Thorsteinsson
og Fiskiveiðafjelagi íslands um
að fá framlengingu á leigusamn-
ingum á fiskverkunarplássi á
Kirkjusandi. Vísað til fasteignar-
nefndar.
9. Beiðni frá Pjetri Hjaltested, úr-
smið, um aö fá erfðafestuland.
Sömul. víiað til fasteignarnefndar.
10. Mattías Mattíasarson bauð bæn-
um forkaupsrjett að lóðarkaup-
um við Óðinsgötu; vísað til
fjárh. nefndar.
11. Beiðni um launahækkun frá
Runólfi Pjeturssyni. Vísað til
fjárh. nefndar.
12. Þessar brunabótavirðing r sam-
þyktar:
Á húsi Jóns Magnússonar við
Hverfisgétu 45207 kr.
Á nr. 5 við Bakkastíg 9930 kr
Á nr. 5 við Templarasund, bráða-
byrgðarvirðing 44915 kr.
Á skúr viö Laufás 408 kr.
Á fundinn vantaði Svein Björns-
son, Halldór Jónsson og Lárus H.
Bjarnason.
VEmum
,VÍKIKG-TJR’
LATJGrAVEGr 5.
vill Ieiða athygli allra tóbaksneytenda að því, að það er ekki nóg,
að skruma af því, að vera sjerverslun !, og hafa svo hvorki meira
nje betra á boostólum en aðrir, og selja alt dýrara.
Þetta settu allir að athuga og kaupa aðeins Vindla, Vindlinga
og Tóbak þar, sem það er ómótmælanlega langódýrast, en það
er, mínir herrar, ekki í Austurstræti, heldur á Laugaveg 5.
íslenskar kartöflur
góðar og nýar, í V* og Vi tunnum, ódýrt.
Carl Lárusson.
F L U T T I R
Þórdís Jónsdóttir ljósmóðir er
flutt aö Njálsgötu 12. —Næturklukka.
Gullsmiðirnir ÁrniÁrnason ogG.
Víborg eru fluttir að Laugavegi 22.
Kaffihúsið, sem var á Norður-
pólnum í sumar, er flutt á Skóla-
vörðustíg 46.__K. Johnsen.
KAUPSKAPUR
Undirsæng og yfirsæng til sölu
R. v. á.________
F Æ D I
Fæði og húsnæði
fæst í Þingholtsstræti 18. niðri.
Sjerlega hentugt fyrir menta-
skólanemendur.
Lovisa iacobsen.
Ingólfur
er áreiðanlega besta matsöluhús
borgarinnar. Heitur matur frá 8
árd. til 11 síðd. Einnig er tekið á
móti öllum minni veislum og fjelögum.
Fæði, þjónusta og strauning
fæst á Norðurstíg 7., uppi. Hent-
ugt fyrir verslunarskóla- og sjó-
mannaskólafólk.
Ágætt fæði er selt í Pósthús-
stræti 14B.
Fæði og húsnæði fæst í miðbæ
fyrir tvær stúlkur. R. v. á.
Ágætt fæöi fæst í Þingholtsstr. 26.
Gott ■ og ódýrt fæði fæst í Skóla-
vörðustræti 5. B.
Fæði er selt á Laugaveg 20. B.,
niðri (hús P. Hjaltesteðs), Sigríður
Bergþórsdóttir.
Fæði gott og ódýrt fæst keypt í
Ásbyrgi uppi. Herbergi fæst leigt,
ef óskað er.
A T V I N N A
Rakstur ogkiipping (á Iaugard.
eftir kl. 2 og á sunnud.) á Vitast.
14 ódýrari en annarstaðar.
Morgunstúlka óskast í Stjórnar-
ráðið tit dyravarðar Magnúsar Vig-
fússonar.
Dugleg og þrifin stúlka vön eld-
hússtörfum óskast í vetrarvist nú
þegan R. v. á.
Stúlka óskast f vist nú þegar.
R. v. á.
Tækifæri fyrir kaupmenn!
Ungur verslunarmaður (útskrifað-
ist úr verslunarskólanum í vor) óskar
eftir atvinnu nú þegar annaðhvort
við afgreiðslu í búð eða við skriftir.
Fyrirtaks meðmæli til sýnis.
Uppl. gefur Guðm. Thorsteinsson
Bergstaðastræti 45.
Sjóniaður vanur netabætingu
óskar eftir atvinnu. R. v. á.
Stúlka óskar eftir morgun eða
formiðdagsvist helstsem fyrst. R.v.á.
Saum tek jeg undirrituð að mjer.
Guðrún Steinsdóttir Grettisg. 55.
Þrifin og vönduð stúlka óskast
í vist á Hverfisgöiu 52.
Vetrarstúlku vantar í Engey.
Talið við ritstjórann.
Stúlka heilsugóð, hreinleg og
siðsöm óskast í vetrarvist. Uppl.
á Bræðraborgarstíg 15 (uppi).
óskast nú þegar til þess að ganga
um beina í gestaherbergi o fi.
Skjaldbreið.
H Ú S N Æ Ð I
Námspiltur reglusamur getur
fengið húsnæði með öðrum í
Þingholtsstræti 26.
Góð stofa fyrir einhleypa er til
leigu nú þegar á Skólavörðustíg .5.
Litli salurinn uppi í Bárunni
er til leigu til fundarhalda og sam-
sæta.
I herbergi til leigu, Brunnst. 10.
Stofa til leigu með forstofuinn-
gangi fyrir einhleypa á Mjóstr. 10.
Herbergi til leigu á Vesturgötu
12. Hentugt einum eða tveim reglu-
sömum piltum.
Námsstúlka getur fengið her-
bergi fneð annari. Uppl. á Lindar-
götu 36. (uppi).
^TAPAD-FUNDIP^
Gulir barnsskór hafa fundisí.
Vitja má á Laufásveg 27.
Sjal og treyja hefur tapast af
Grettisgötu og inn í Laugar. Finn-
andi skili á Grettisgötu 43. mót
fundarlaunum.
L E I G A
Orgel er til leigu, Bergstaðastr. 6.
Aláamótagarðs-menn
geri svo vel að greiða ársleigu sína
í Laufási laugardaginn 5. október kl.
7—8 e. h. Eldri garðmenn koma
með leigubrjef sín til áritunar, en
þeir, sem bætst hafa við í sumar, fá
leigubrjef sín undirrituö af
Stjórnarnefnd garðsins.
Á morgun verðnr opnuð
ný kjólasaumastofa
á Laugavegi 20.
Salóme Ólafsdóttir.
»Hann Hjörleifur
er kominn«
og hefur til sölu: .húsgögn, (sóffa,
2 hægindastóla, 4 stóla.) Lampa,
Consul-spegil, legubekk og fl.
Alt í besta standi »eins og þú
þekkir«. — Hittist í Edinborg.—
Hljómleikar f
Hjálpræðishernum
í kvöld kl. 81/,.
K E N S L A |g)j
íslenska.
1 eða 2 piltar geta fengið tilsögn
í íslensku hjá
Þorsteini Erlingssyni,
Þingholtsstræti 33.
Tiisögn
í etisku, dönsku og þýsku veitir
Þuríður Árnadóttir Jónsson. Til
viðtals Grundarstíg 4. kl. 7.1/, til
87, e. m.
Kensla í þýsku
ensku, dönsku o. fl. fæst hjá
cand. Halldóri Jónassyni. Við-
talstími kl. 3 og kl. 8. Vonarstræti
_____________12. II.__________
Yalgerður Ölafsdóttir
Smiðjustíg 12,
kenuir hannyrðir eins og að
undanförnu og teiknará. Nemeudur
gefi sig fram sem fyrst.
Undirrituð kennirallskonarhann-
yrðir — baldering meðtalin, —
Teiknar á hvítt og mislitt. Tekur
líkaheim hannyrðir og annað saum.
Solveig Björnsdóttir, frá Grafarholti
Grettisg. 43.
Nokkur börn innan skólaskyldu-
aldurs geta fengið tilsögn. Uppl.
gefur Steindór Björnsson,Bókhlöðu-
stíg 9.
í kvöldskóla þeim, er jeg hefi
áður auglýst byrjar, kenslan mánud.
7. þ. m. Nýir umsækjendur gefi
sig fram sem fyrst. Mig er að hitta
á Spítalastíg 9.
Ingibjörg Benediktsdóttir
(frá Blönduósi).
Líkkistur og líkklæði
er best að kaupa í verksnvðjunni
á Laufásveg 2. hjá
EYVINDI ARNASYNI.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.