Vísir - 03.11.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1912, Blaðsíða 1
440 8 Ostar bestir og ódýrastir i verslun Einars Árnasonar. Föt og Fataefns 8^55™°! úrval. Föt saumuð og afgieidd á. 12-1-4 (ímum Hvergi ódýrari en í ,DAGSi3RÚ N‘. Sími 142. Kemur venjul.út alla daga nema laugard. 25 blöð frá 25. okt. kosta: A skrifst.50a. I Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6. Send út um land 60 au. — Einst. blöð3 a. lega opin kl. 2—4 og 6—8. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Au^8 sjeskilað íyrir kl.3dáginn fyiir birtingu La Bibliothéque de 1’ AHiance Francaise de Reykjavík se trouve á 1’ Hotel Island Aðalstræti, (o: la Boutique de M. P. Þ. J. Gunnarsson). Le pret est ouvert tous Ies jours non feriés de 10 h. du matin á 10 h. du soir. Beaucoup de nouveaux Iivres récemment arrivés. £e í&\&t\olf\ecawe. Sunnud. 3. nóv. 1912. Háflóð kl. 12,43- siðd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12' síðar. Afmœli. Frú Helga Zoega. AlþýðufrœðslaStúdentafjelagsins kl.5. Fjalla-Eyvindur leikinn kl.8. Á morgun: Fyrirlestrar á Háskólanum. Dr. Á. H. Bjarnason: Heim- spekissaga kl. 7-8. Póstáœtlun. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Veðrátta í dag. b/l rO rt b/) — _> O £ *< .c T3 c >Q hJ > > Vestm.e. 767,3 1,0 0 Skýað Rvík. 766,7| 1,0 A 1 Alsk. ísaf. 767,0 1,0 Skýað Akureyri 766,8 8,0 0 Ljettsk. Grímsst. 730,0 11.2 0 Ljettsk. Seyðisf. 767,8 0,5 sv 1 Regn Þórshöfn 767,2!3,7 \sv 3 Skýað um Innsigli guðs og merki dýrsins (Opinb. 7. og 14. kap.) verður haldinn í samkomuhúsinu »SÍLÓAM« við Grundarstíg í kvöld 3. nóv. kl. 6Vo. Aliir velkomnir. D. Östlund. Prjónaband — H úf ugarn — Stoppgarn — ódýrast í bænum. Broderingar — Kjólalegg- ingar— Vetrarvettlingar— feikimikið úrval nýkomið í Austurstræfi 1. ísg. G. Grunnlaugsson.l 9 I landi risa og dverga. ---- Frh. Hann var líka vel úr grasi vax- inn, yfir 2 metra á hæð. Á svip lians sást að vísu ekki mikið af þeirri greind, sem svo mikið hefur verið látið af, en í samræðu kom í Ijós, að hann var í raun og veru all mentaður maður og hæfur til að taka öllum menningaráhrifum. En að gömlu siðirnir voru þó við lýði undir yfirborðinu, bæði hjá honum sjálfum og í öllu Iandir.u, það kom smátt og smátt í Ijós. Til dæmis var það, þegar leiðangurs- lestin var komin á leið til Kiwu- vatnsins, þá var einn flokkur henn- ar, sem gekk út af fyrir sig, rænd- ur af innfæddum landsbúum. Sendi- herrann kærði þettað fyrir Msinga og krafðist skaðabóta þegar í stað. Eftir nokkra daga var ránsfengnum skilað, en ræningjafcwinginn hafði hlotið hin skelfileguslu afdrif, eins og síðar varð kunnugt. Soldán hafði f allra augsýn látið negla staur í gegnum hann lifandi og þar hjengu leifar hans rotnandi, öllum til sýnis vikum saman. Þegar kom- ið var út í eina af eyum Kiwuvatns- ins, sem var notuð fyrir legstaði, þá fanst þar órotinn Iíkami af konu, sem var samanhnipruð, bundin við trje. Reyndar sögðu fylgdarmenn- irnir okkur, að svona hefði verið farið með hana eftir að hún var dauð. En eflaust var þettað ein af þeim, sem verða fyrir hegningu fyrir hjónabandsbrot, því að þær eru bundnar á þennan hátt viðtrje, á meöan þær eru óljettar og látn- ar svelta f hel. Viðtökurnar hjá soldáninum í Rúanda voru mjög dýrðlegar og svo miklar voru þær gjafir, sem hann gaf til fararinnar, einkum hjarðir af natiíum og geitum, að menn komust í vandræði, bæði með að ffytja þettað alt ogsvo launa það aftur. Annars voru dagarnir f Niansa einhverjir þeir merkilegustu. Sjer- staklega var gaman ogjafnvelundr- avert að sjá dansa Watússanna og ýmsa fimni þeirra. Þeir stukku 2‘/2 metra stangarstökk og lofuðu þá um leið , að láta taka af sjer lif- andi myndir. Þó að þeir væru yfir- stígnir í skotfimi af hinum hvítu mönnum er viðstaddir voru, sem máske var eins mikið að þakka því að þeir höfðu betri byssur, þá náðu þeir sjer aftur niðri í spjótkasti, þar sem þeir sýndu ótrúlega mikinn kraft og fimleik. þegar þeir höfðu tekið hægt tilhlaup, þá bygðu þeir sig nærri niðnr að jörð aftur á bak og slöngvuðu spjótunum ótrúlega hátt í loft upp, ogsumum köstuðu þeirmeð svomiklum krafti, að þau brotnuðo í loftinu af hristingnum. Þegar óskað var eftir að fá, að safna einhverju af þjóðmenjum, þá reis soldán fyrst öndverður á móti því. En að lokum gaf hann þó leyfi til, að menn mættu selja hitt og þettað, svo að á fám dögum var hægt að ná í ágætt safn, sem mun vera eitt af þeim verðmætustu sem hægt er að fá nú á tímum í Afríku, þar sem aðflutt menning er farin að setja alt í glundroða. Svo ánægjuleg sem dvölin va- við þessa gestrisnu hirð, því dap- urlegravar að skiljaviö þennan vold- uga soldán, sem þótt hann verði máske sá síðasti í sinni röð, samt j sem áður hefur taiist að halda hinu i gamla einveldi hjá sinni þjóð fram á þennan dag. Hversu lengi sem hann situr, þá mun þó koma að því að bylgjur menningarinnar sópa honum burt af hásæti feðra sinna, eða gjöra hann að tómri skuggamynd við hliðina á hinum hvíta nýlendustjóra. Og þá verða frásagnirnar úr þess- ari rannsóknarför um hið gamia ó- mannúðlega vald og þess aðfarir í Watússaiandinu ennþá merkilegri. Annars er sú nákvæma þekking, sem vannst á iandinu i þessari ferð, nú þegar orðin mjög mikils virði. Rú- anda verður í fyrstu röð þeirra fáu landa í Afríku, þar sem sameinast heiinæmt loftslag fyrir Evrópumenn frjósamur jarðvegur og nægilegt regn. Enda er það ómótmælaiilegt, að þetta land elur nú miljónir af iðnum akur- og garðyrkjumönnum, og að kvikfjárræktin gæíi vaxið þar alvegtakmarkalaust, cinkum ef góðar skepnur væru fluttar inn til að bæta kynið. Á meðan hertoginn dvaldi við hirð soldáns í tvo mánuði, þá ferðuðust vísindamenn úr föruneyti hans um landið þvert og endiiangt og koinu aftur með gnægð þekking- ar. Eigi aðeins grendin beggja meg- in við hina miklu skipgengu á Kagera- Níl heldur og alt latidið er mjög ríkt af vatni. íbúarnir yrkja baunir og mais o. fl. og fyrir utan kryppunaut liafa þeir einnig geitur og kindur Engin hætta stafar hjer af Moskító — og Tsetseflugum. Frh. Eaddir almennings. Frá gasstöðinni. »Áheyrandi« sá, sem skrifar í »Vísi« frjettir af bæarstjórnarfundum vill ekki kannast við það, að liafa hermt rangt eftir injer, og því til stuðnings, að jeg hafi átt við nú- verandi gasstöðvarþjóna endurtekur hann það, að jeg hafi sagst »ekki ennþá vera búinn að fá ljós þau, í »Befel« sunnudag 3. nóv. kl. 6^/2 síðd. Efni : Kristur og lög- málið. Frjálslyndi og þrœldómur. Hvað afnam K'istur og hvað er enn í gildi? Ekki undir lögmálinu, heldur undir náðinni. Allir velkomnír. O. ]. Olsen. Líkkisturnar viöurkendu, ódýru, fást ávalt tilbúnar á Hverfis- götu 6.—Sími 93.— HELQl og EINAR. Líkkistur og líkklæði er best að kaupa í verksm ðjunni Laufásveg 2. hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. er hann (jeg) óskaði eftir frá gas- stöðinni«. Jú, einmitt það. Síðan jeg fyrst ljet leggja gasljós inn í hús mitt, og það eru full tvö ár síðan, hef jeg aldrei beðið um neitt frekari ljós, hvorki hinn fyrverandi stöðvar- stjóra eða hinn núverandi, svo það má nærri geta að mjer sje farið að leiðast eftir því, sem mjer hefur aldrei dottið í hug að biðja um. Það er gott að bæarblaðið flytji frjettir af bæarstjórnarfundum, en það þó þvíaðeins, að ritarinn bæði vilji og geti skýrt rjett frá! Með því að það er auðsætt, þessi »áheyr- andi« hefur hvovugan þennan kost til að bera, þá má hann fyrir mjer halda áfram að rangfæra orð mín, jeg virði hann ekki svars oftar. | •■7,1 ~ '12. Kl- fónsson. LeiðrjjeWng. Herra ritstjóri. Það eru vitisamlegust tilmæli mín, að þjer takið eftirfarandi línur í yðar heiðraða blað: Það er sjálfsagt hræðilega mikill mannvirðingamunur á há- velbornum herra landritaranum og rjettum og sljettum kyndara, en þó gjörist jeg nú svo djarfur að segja nokkur orð viðvíkjandi þeim dásamlegu orðum, sem land- ritari vor ljet sjer um munn fara j á bæarstjórrnarfundi 17. okt. s. 1. viðvíkjandi þjónum gasstöðvar- innar. Það eru sem sje þau orð hans, að þeir sem, vinni fyrir gas- stöðina sjeu ruddalegir í framkomu. Þó jeg geti ekki tekið þessi orð hans til mín, verð jeg þó að svara þeim ofuriítið, mest vegna þess, að jeg hefi orðið þess var, að fólk heldur að við kyndarar gasstöðvarinnar eigum það eins og aðrir þjónar hennar. Við höfum talsvert saman við fólk að sælda, sem skiftir við stöðina, bæði við afgreiðslu á kóxi og svo að leiðbeina fólki ineð ýinislegt, sem gasstöðinni kemur við. Það væri því annað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.