Vísir - 03.11.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 03.11.1912, Blaðsíða 2
V I S I R Sökmn burtflutnings byrjaði stór útsala L nóvember í vefnaðarvöruversl u n i n n i 5. Laugaveg 5. Þar verða allar vörur seldar með innkaupsverði, því allt á að seljast. Notið nú tækifærið. J HAGNAÐ 1 hafið þjer af að kaupa I I I Vefnaðarvörur allar hjá V. B. K 1 *\3exsltt\ÚT\ JEVÓTw*3Cv\st\áwssoi[\. f e\öafrt\L Grænmeti svo sem: Hvíikál Rauðkál Piparrót Púrrur Sellerí fæst í verslun Gulrætur, .BREIÐABLIK.” en skemtilegt, ef þessi umræddu orð landritara kæmu þeirri flugu í höfuð manna, að við, sem þar vínnum, værum ruddalegu í frram- komu og fældi þar af leiðandi fólk frá að skifta við stöðina. Því mun nú líklega svo varið, að fæstir taki nokkuð mark á þess- um orðum landritarans, síst af öllu þeir, sem hafa haft nokkuð saman við okkur að sælda við- víkjandi gasstöðinni. Jeg get hæglega fengið og lagt fram fjölda vottorða um það, að jeg er ekki »ruddalegri« í fram- komu, heldur en t. d. þeir úr bæarstjórninni, sem hafa komið á gasstöðina, og satt að segja minnist jeg þess ekki, að nokkur, sem þangað hefur komið, hafi sýnt af sjer jafnmikinn þófta og mikilmensku, »snúðugheit«, sem bæarstjórnarmenn, að undanskild- um borgarstjóra. Það kalla jeg mikilmensku og ruddaskap, þegar þeir, sem koma í stöðina til okkar, ganga fram hjá okkur eins og hundum og Iáta ekki svo lítið að kasta á okkur kveðju, jafn vel þó þeir sjeu nokkrumþrepum ofarí mann- virðinga-stiganum, en þennan valdsmannareiging hef jeg einna gleggstan fundið í hópi blessaðrar bæarstjórnarinnar. Jeg skal játa það, að mjer er ekkert eins ógeðfelt og það, að vera »kurteis« við þá menn, sem láta ekki svo lítið að kasta á mig kveðju, ef þeir þurfa að taia við mig, en þó hef jegalltaf »setið á strák mínum« gagnvart bæar- stjórnarmönnunum, en gagnvart öðrum hefur ekki til þess kom- ið. Jeg hefi haft orð á því við annan kyndara, Eyólf Gíslason, að hann sýndi landritaranum sóma, sem aðrir menn, og skyti að hon- um nokkrum orðum; en hanner meinhægur maður og stiltur og kvað það ekki samboðið virðingu sinni, að eiga í höggi við Klem- ens. Jeg enda þá þessar línur með þeirri ósk, að landritaranum rek- ist aldrei á ruddalegri gasstöðvar- þjón, heldur en hann er sjálfur gagnvart sjer vesælli mönnum. Guðni Eyólfsson. Kyndari. Aths. Fullmiklar eru orðnar umraéður um þetta mál, og væntir blaðið, að hjer með sje úttalað af hálfu gasstöðvarmanna. Ritstj. Um götuljósin. Herra ritstjóri. Jeg vil biðja yður að ljá mjer rúm í yðár heiðraða blaði fyrir eft- irfarandi línur. Þegar jeg hafði Iesið í »Vísi« frá 28.og 29. f.m. umyrði fárra manna úr bæarstjórninni viövíkjandi gas- ljósunum á fundi hennar 17. f. m., þóttist jeg knúinn til að svara nokkr- um orðum, sökum þess að jeg hirði um götuijósin, og mun jeg sjer- staklega halaa mjer við þau. Manni virðist það stór undrun að slík stórmenni, sem saman eru komin á bæarstjórnarfundum, jjtuli geta lagt sig niður við það, að lít- ilsvirða saklausa menn og bera þeim á brýn rangar getsakir, mönnum, sem leitast við, að leysa verkin svo vel af hendi, sem hægt er eftir ástæðum. Hr. landritara KI. Jónssyni hafði þótt full há borguniá fyrir götu- Ijóskerin, 80 aurar nm mánuðinn fyrir ljóskerið. Það getar vel verið, að 80 au. sjeu of há laun fyrir mig, en nær er mjer að halda, að ekki hefði hr. Kl. Jónssyni þótt það of há borgun, ef hann hefði átt að fá þau laun, að minsta kosli hef jeg aldrei heyrt að honum þætti sín laun of há, og þeir fáu 80 au., sem jeg fæ fyrir ljóskerin, mundu ekki hossa hátt á heimili hr. Kl. Jónssonar. Það þarf enginn að hugsa það, að menn Ieysi það starf frekar vel af hendi, þó að borgun- in sje rýrð úr því sem er, það fylgja því uppistöður á kveldin og ónæði yfirleitt, bæði nótt og dag, svo að maður er frá að gera ann- að verk, en það, sem að því lýtur. Hvað seint hefur verið kveikt í vetur, bið jeg fundarmann að afsaka mig frá ákúrum fyrir, það er ekki auðvitað hann einn, sem hefur fundið að því, en það er ekki til neins að klaga þá sem kveikja, þeir eru engin sök í því, hvað seint er kveikt, og á hverju ætti mjer að standa, að vera að þvælast við það fram á kvöld í myrkri og misjöfnu veðri? Jeg fylgi þeim reglum, sem mjer eru gefnar frá gasstöðinni og henni gefnar af borgarstjóra, og að jeg kveiki seinna, en þar er fyrir skipað, er helber ósannindi, það mun líka vera orðum aukið að það hafi verið kveikt of snemma í fyrra frá minni hendi (aðrir geta sagt fyrir sig), en það hefði ekki átt að skaða neitt hr. Iandritarann, þó að Ijós hefðu logað fram yfir þann tíma, sem bænum bar að borga fyrir. Svo er Pjetur Guðmundsson að teygja ftam málfæri sín um það, hvað ljósin logi ílla á götunum; það mun ekki vera með jafnaði að ljósin logi ílla á þeim parti, sem jeg hef til meðferðar, sfst svo, að ekki mætti finna sjer eitthvað þarf- ara umtalsefni svona á bæar- stjórnarfundi. Að Ijósin loga ílla, stafar aðallega af því, að netin eru eitthvað lítið biluð, og skyldi hr. P. G. ætla að stuðla að því í bæarstjórninni, þegar bærinn hefur tekið við öllu, gasinu tilheyr- andí, að kasta burtu lítið skemdum netum og láta ný í staðinn? Og ef gjörðir P. G. í bæarstjórn- inni loga eins vel almenningi til gagns, og götuljósin í mínum parti, þá Iíður mörgum betur en ella. Að Ijósker eða stólpar hafi bilað af mínum völdum við klifringar upp eftir þeim, bið jeghr. P. G. og gas- nefndina að hafa mig undanþeginn, því þó jeg hafi farið upp eftir stólpa til að kveikja á lugtinni, hefur það ekki enn einu sinni komið að neinni sök, og mundi jeg ekki leika það, ef jeg sæi að skaði hlytist af. Mjer finst, að þeirr sem gjarnir eru á að finna að annara verkum, þurfi að leitast við að /eysa sín vel af hendi. Joh. Jónsson. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.