Vísir - 04.11.1912, Page 1
441
9
Ostar
bestir og ódýrastir
i verslun
Einars Árnasonar.
Föí og Fátaefns síí!»S“neste
úrval. Föt saumuð og afgieidd 12-14 tímum
Hvergi ódýrari en í ,DAG.SSRÚ N£. Sísni 142. j
\
Kemur venjul.út alla dagariema laugard, I 25 blöð frá 25. okt. kosta: A skrifst.50a. I Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- Langbestí augl.staður í bænum. Auel
Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6, j Send út um land 60 au. — Einst. blöö 3 a. lega opin kl. 2—4 og 6—S . sje skilað fyrir kl.3 daginn fy;ir birtine,,
Mánud. 4. nóv. 1912.
Háflóð kl. 1,26' árd. og kl. 1,57'síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12' síðar.
Afmœli.
Frú Jóhanna Rokstad.
Guðm. Árnason, næturvörður.
Haraldur Árnason, kaupmaður.
Jón Sveinsson, trjesmíðameistari.
Fyrirlestrar á Háskólanum.
Dr. Á. H. Bjarnason: Heim-
spékissaga kl. 7-8.
(Söguviðburðir: 1812: Fæddur
ítalska skáldið Aleardo Aleardi
greifi.)
Á morgun:
Póstáœtlun.
Austri fer til Kaupmannahafnar.
Veðrátta í dag.
Loftvog r O -C X! C > Veðurlag
Vestm.e. 758,8 4,9 A 4 Alsk.
Rvík. 757,7 3,7 A 1 Alsk.
ísaf. 759,4 2,3 0 Heiðsk.
Akureyri 760,7 9,5 0 Ljettsk.
Grímsst. 723,7 13,5 0 Heiðsk
Seyðisf. 761,5 15,0 0 Heiðsk.
Þórshöfn 760,9 3,7 0 Regn
Skýringar.
N—norð-eða norðan, A —aust-eða
austan, S—suð- eða sunnan, V-—vest-
eða vestan.
Vindhæö er talin í stigum þann-
ig: 0—logn,l—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Kuldi táknaöur með skáletri.
)
Ur bænura,
Alþýðufræðsla stúdentafjelags-
ins hófst í gær með fyririestri Dr.
Helga Pjeturss um íslendingasögur.
Hann var ágæt hugvekja og vel
sóttur að maklegleikum.
Sigurður Slembir, skáld, er
staddur hjer í bænum þessa daga.
Fjalla-Eyvindur var leikinn í
gærkveldi. Er það fyrsti leikur leik-
fjelagsins á þessum vetri. An ars
staðar á Norðurlöndum byrjahaust-
leikarnir 1. sept.
D/iunið eftir uppboðinu
í Bárubúð. Byrjar kl. 4
í dag,
Bandaríkjakosningarnar
fara fram í dag. Eins og kunnugt
er. eru þessir í kjöri:
W. H. Taft, forseti,
Dr. Woodraw Wilson,
Theodore Roosevelt exforseti.
í landi risa
og dverga/
--- Frh.
Það sem aðal - athyglin snjerist
um í þessari ferð, voru hin miklu
eldfjöll vestast í nýlen'díinni, þar
sem 'ekki er enn búið að ákveða
nákvæmlega takmörk hennar við
landeignir Breta og Belga. — Oöt-
zin greifi er sá fyrsti, sem fór um
þennan stórkostlega eldfjallaklasafyr-
ir 15 árum. Þau ná sum 4000
metra hæð, rýkur úr þeim og dun-
ar niðri í þeim við og við, svo að
ibúarnir í kring hafa borið fyrir
þeim ótta blandna virðingu. Jarð-
fræðingur hertogans frá Mechlen
borg, Dr. Kirschstein, hefur farið
upp á þau nærri öll og getað rann-
sakað þau nánar fyrstur manna. Því
að aldrei hefur nein rannsóknarferð
áður komið á þessar slóðir, sem
hefur haft slíkum gögnum til að
dreifa, bæði til þess að geta dvalið
svo iengi í Iandinu og til þess að
geta komið eins í verk fyrirætlunum
sínum, eins og þessi leiðangur. Við
lok ársins 1907 rannsakaði Dr.
Kirschstein því næst vestasta klas-
ann af þessum eldfjöllum, er voru
þá að smágjósa; en þar fyrir utan
er það, sem kallað er eftir Iegu
sinni miðklasi og austurklasi. Þessi
risavöxnu fjöll virðast vera frem-
ur ung í jarðmyndunarsögunni, þau
hafa stígið upp á milli Kiwuvatn-
sins og Albert Eðvarðsvatnsins, sem
einhverntíma hafa náð saman, og
skilið vötnin sundur. Jarðeldakraft-
urinn á þessum stöðvum er heldur
ekki undir lok liðinn. Hann gjörir
einlægt vart við sig hjer og þarog
hleður upp gígi og keilumynduð cld-
vörp. Niragongo, sem Oötzen greifi
gekk upp á og þá var með gosi,
er nú sloknað út. Enn á botni
gígsins, sem er umkringduraf 150
metra háum veggjum eru enn þá
báðar gjárnar, sem gusu áður ösku
og hraunflóði. Stærsti gígurinn mun
þó vera í NamlageraV]d\\\nu. Er hann
1750 metra að þvermáli en 5 kílóm-
etra ummáls efra. Við rætur þess fjalls
er fjöldiafnýjumsmágígum,semgefa
frá sjer vatnsgufu og kolsýru. Það
lítur helst út fyrir að þessi eldfjalla-
klasi hafi bygt sig upp frá austri
til vesturs, með því að vesturfjöllin
eru enn að gjósa, en hin eystri eru
slokknuð út að því er virðist. I
Kíwúvatnið rann seinasta hraunflóð
árið 1904. Kringum eldfjallasvæð-
ið er frjósamt land einsog víða er,
þar sem ýms gosefni leysast sund-
ur. Þar er þorp við þorp svo Iangt
sem akuryrkjan nær til, en ofar taka
við blómlegir skógar, þar sem Bat-
wadvergarnir slungnu drýgja ódáð-
ir sínar. Það er sama hvort mað-
ur fer að þeim körlum með vináttu
eða hörku — að svo miklu leyti
sem um slíkt er að tala, því þeir
sjást mjög sjaldan — þeir verða ein-
lægt sjálfum sjer líkir, tortryggnir,
óvinveittir og þjófóttir.
Á vestursvæði og miðsvæði eld-
fjallaflákans var mest af Bambus-
skógi, en annars var frumskógur
einkum ofantil og er erfitt aðkom-
ast gegnum kjarrið á milli trjánna.
Leópardar, bufflar og fílar flakka
oft upp fyrir skógartakmörkin, sem
lggja í 2500 til 2800 metra hæð.
Þessar skepnur eru á ferð upp í
4000 metra hæð. En annars eru
til hærri fjöll, svo sem hið fagra
Karíssimbi sem má heita konungur
eldfjallaflákans, það er 4500 fet að
hæð. Jafnvel innan um hinar háu
bungur Virunga - fjallanna þá gnæf-
ir Karissímbí eins og konungur upp
úr höfðingjahóp. Oft er það þeg-
ar skýunum, sem oftast hvíla yfir
þessum eldfjallatindum, ljettir af. að
þeir sjást ífærðir heklu af nýjum
snjó, sem fer afbragðs vel undir
geislum miðjarðarsólarinnar. Frh.
Ferðamolar
eftir
Sigurbjörn Á. Oíslason.
----- Frh.
Sódóma og Slglufjörður.
»Jeg skil varla að það hafi ver-
ið mikið verra í Sódóma og Gó-
morra, en verið hefur í sumar á
Siglufirði*, sagði Scheen sjómanna-
prestur frá Noregi við mig fyrir
nokkrum árum. Hann brá sjer þá
hingað suður til að biðja stjórnar-
ráðið um meiri löggæslu þar nyrðra.
Það var árið áður en sjerstakur
lögreglustjóri var seítur sumarlangt
á Siglufirði. — Og þá baðaði Bakk-
us í rósum þar nyrðra. Norskir
sjómenn fullyrtu við mig það sum-
ar, að hægt væri að fá vín til sölu
»í hverju húsi á SiglufirðD, og
þegar jeg sagði að það væri ósatt,
sögðu þeir eitthvað á þá leið, að
það væri ekki að marka, þótt jeg
vissi ekki unr það, — það væru
Norðmennirnir, sem væru látnir sitja
fyrir að drekka og borga. — Jeg
hugði að þessar öfgar væru af því
sprottnar. að þeir blönduðu saman
»sumstaðar« og »alstaðar«, eins og
sumum hættir til. En var varð jeg
þess, að tortrygnin var æði mikil
að því er víndrykkju snertir. —
Borgari nokkur á Siglufirði, sem
jeg hafði aldrei heimsótt fyr, bauð
mjer að borða með sjer kveldverð
seint um kveld, er jeg var að bíða
tækifæris hjá honum að komast
fram í strandferðaskip,. sem jeg var
farþegi á. Þegar við vorum að
fara inn í borðstofuna, kom öldruð
kona á móti okkur, móðir húsráð-
anda, og ámælti honum með þung-
um orðum, »að vera nú að koma
með útlending til að drekka með
sjer, þegar kominn væri háttatími.«
— Mjer þólti þessar aðvaranir alt
of skemtilegar til þess að jeg vildi
blanda mjer í þær, einkum þar sem
húsráðanda varð orðfall fyrst í stað;
— hann var nýbúinn að tjá mjer
vináttu sína við templarafjelagið. —
En samt fór svo, að gamla konan,
sem sat inni, meðan við mötuð-
umst og heyrði því samtal okkar,
þakkaði mjér komuna og óskaði, að
jeg kæmi þar sem oftast. Jeg hef
komið nokkrum sinnum síðar á
Siglufjörð og sjeð þar svona sitt af
liverju, eins og við er að búast, en
aldrei hefur verið þar jafn rólegt og
í sumar. Enda fjekk nú Siglufjörður
alt annan vitnisburð en fyr, bæði
hjá norsku trúbojSunum og öðrum
kunnugum. •
l , ...
\ *■ ' t?v
Norskir trúbóðar.
Sjómanna-innri-missíónin norska
hefur sjö sumur sent þangað rosk-
inn trúboða, er Apeland lieitir og
býr annars búi síttu nálægt Hauga-
súndi í Noregi. í hitt eð fyrra
sendi hún tvo ungá metin í hans
:.stáð, en þeir þóttu ekki géta unnið
eins vel viröíngu sjómannanna. Enda
var Scheen prestur ekki á Siglufirði
það sumar, en hanu hefur verið þar
5 súmur, studdur til þess af sjó-
manna-missíön Norðmanna í er-
lenduin hafnarbæum.
Þeir Scheen og Apeland hafa
unnið saman eins og bræður. Hafa
þeir lestrarstofu sjómanna í barna-
skóla SiglfirðingBí Hún er opin frá kl.
4 e. m., og stutt guðræknisstund
er þar á hverju kveldi fyrir þá, sem
ó.ska, Þeir Apeland og sjera Scheen
skiftust á um að gæta stofunnar og
vitja skipanna. Á hverjum sunnu-
degi halda þeir síðdegismessu á
norsku í kirkjuniú og er þá jafnan
húsfyllir. Jeg liefi einusinni tekið
þátt í þeirri messugjörð með þeim,
og þótti bæði nýstárlegt og ánægju-
l^gt að heyra þá tvo eða þrjá
roskna skipstjóra flytja bænir úr
kórdyrum. Norsku trúboðunum
liggur mjög hlýlegt orð tií sóknar-
prestsins, sjera Bjarna Þorsteinssonar,
og annara hlutaðeigenda fyrir vel-
vild þeirra ineð kirkju- og skóia-
lánið.
Öilum kunnugum kemur saman
um, að þessir norsku trúboðar sjeu
þarfir menn á Siglufirði. »Hann
sjera Scheen er á við 10 lögreglu-
þjóna«, sagði einhver um hann
fyrir nokkru, — hvað sem um það
er, þá er áreiðaulcgt að áhrif þeirra
á sjómennina á Siglufirði fara vax-
andi. Frh.
Á ferð í sveit
Eftir
ívar.
— Frh.
Jeg hristi þettað mók af mjer og
reyndi að eyða frekara umtali um
það, en fjelagar mínir hlógu dátt.
Sólsett var niðri í sveitinni, en enn-
þá lýsti hún fjallatindana í austri.
Við fórum að ríða greitt og liugs-
uðum brátt um ekkert annað en að
ná fyrir háttatíma að Hlíð, því þang-
að var'ferðinni heitið.
Oddur bóndi stóð úti, þegar við
þeystum í hlaðið og bauö liann
okkur velkomna og ljet okkur þegar
fara inn í stofú. —
Oddur karlinn var g'óðkunningi
minn, liann verslaði mikið hjá okkur
og jeg kyntist honum við verslun-
ina. Það var vaninn, þegar Oddur
Ijet sjá sig í búðinni, þá langaðí