Vísir - 17.11.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 17.11.1912, Blaðsíða 2
V í S I R Meðal annara orða, Mörgum virðist standa nokkurn- veginn á sama hvað í blöðum stend- ur; en mjer er ekki svo faríð; þótti mjer gott að sjá fyrir skömmu grein í »Vísi« sem undir stóð H. S., og hygg jeg að það sje kunningi minn, Helgi Salómonsson kennari. Mjer finst nú altaf rjettara að seta nafn sitt undir, helst fullum stöfum; og öll þessi dulnefni hygg jeg beri vott um einurðarskort og óeinlægni. Jeg hef ekki fyr sjeð neitt á prenti eftir H. S.; mjer var kunnugt um að hann hafði unnið verk, sem til þurfti meiri eftirtekt og meiri sam- viskusemi en alment gerisí; og nú sjc jeg að hann er líka efni í góðan rit- höfund. Grein Helga var ljóst hugs- uð og liðlega samin, og þar var minst á efni sem vel er eftirtektar- vert, kvikmyndasýningarnar hjer. Jeg hef nú ekki komið á sýnis-iðu enn þá; en varla þarf að efa, eftir auglýsingunum, að sumar ið-mynd- irnar muni vera ógagnlegar, og að auðvelt mundi vera að fá aðrar, sem meiri mentun væri í að sjá, og betri skemtun. — Eins og fáa mun reka minni til, stakk jeg upp á því í vor, að Helgi Salómonsson yrði í tölu þeirra fslendinga, sem til Stokkhólms færu; jeg stakk upp á þessu, eigi einungis Helga vegna, sem jeg hugði að mundi framast í ferðinni, heldur Iíka þeirra vegna sem heima sátu, og hefðu haft gaman af að sjá ferðasögu eftir rithöfundarefni. Að Helgi fjekk ekki að fara til Stokkhólms, mun ef til vill nokkuð koma af því, að kenn- arar eru hjerá landi of lítils metnir; og væri sjálfsagt mörguni þörf á, að hugleiða orð eins af mestu fornspekingum Austurlanda, seni sagði, að góðir kennarar væru svo rnikils verðir, að það niætti ekki einusinni stíga ofan á skuggann þeirra. 13. nóv. Helgi Pjeturss. Bæarlandið. , ---- NI. En enginn skyldi furða sig á, þó að menn sjeu hjcr skeytingarlausir með gróðurræktun og gróðurvernd, þar sem menn frá blautu barnsbeini alast upp við aðra eins gróður- níðslu oghjerásjer stað umhverfis bæinn. Ailir skólar í Reykjavík eru fullir af nemenduni, er læra um lönd og höf út um alla heima og geima — en enginn lærir að gróð- ursetja plöntu fast við tærnar á sjer — en niundi heldur stíga ofan á hana, væri hún til—. Jafnframt því sem bæarlandið væri ræktað gras- gróðri og matjurtagörðum,væri vel til fallið, að hleypa út úr skólunum hjer í bænum einhvern góðviðris- dag að vorinu og dreifa nemend- unum út um holt og hæðir kring- um bæinn tii að gróðursetja trjá- plöntur innan um grjóturðirnar og klappirnar, þar sem enn þá finnst moldarhnefi þeim til næringar, og sem ekki verður ræktað á annan hátt. Það liggur í augum uppi að sje bæarlandið tekið til ræktunar, verður byrjaði ala L nóvember 5. Laugaveg 5. verða allar vörur seldar með nnkaupsverði. því al!t á að seljast! nú byggður úr eik, 34,40 br. Reg. Tons, 26 hesta vjel, til sö!u. JL ^3. UtttÍtttUS, Miðstræti 6, Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109 — 139 feta. — Byggður 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl, 10 mílur á Id. tímanum með lítilíi koiaeyðslu. Folio 1103. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 mílur á ki. tímanum með 6 tonna kola- brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078.—-130 feta—Byggður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. 101/^ milu á klt., 6 tonna kolabr, á sólarhr. — Hval- bak. Lágt verð. Folio 1063. — 120 feta — Byggður við etidir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 19Q5, settur í skipið. Kostnaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tiliögðum Acetylen-Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Folio 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda ársins 1909, er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting. Mikiö nýtt 1911. Nýr skrúfuás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o. s. frv. snúi lysthafendur sjer tiJ Sharp Broíhers, Baitie Chambers Newcastle-on-Tyne, sem iiafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: -Speedyt, Newcastle-on-Tyne. Scotts Code. algerlega að friða það fyrir skepn- um. En hvað á þá að gera við hestana á sumrum? munu menn spyrja. Þeim stendur nær að svara því, sem hestana eiga. Hestaeign bæarbúa er ekki Reykjavík til sóma, ef hún er til þess að níðast á bæar- Iandinu—en því verður ekki neitað að svo hefur verið hingað til. En tiltölulega munu þeir fálr vera hest- eigendur hjer í bænum, sem beita bæarlandið, því flestum hrýs hugur við, að flytia þá út á auðnina kring- um bæinn, eigi þeir annars úrkosta, og hafi þeir á annað borð nokkra tíl- bnnng fyrir Iíðan þeirra. Mest munu þeir nota landið til beitar, sem leiguhesta hafa undir höndum, því að þeim stendur flestum á sama hvernig um þá fer, einungis að þeir fái eftir þá sem flestar krónurnar. Ærið nógtilefni væri það —að minsta kosti frá sjónarmiði dýraverndunar- manna—að banna alla hestabeit á bæarlandinu,þegar þess ergætþhvern- ig með hestana er farið. Þeir eru látnir standa þar hungraðir dögum og vik- um saman á gróðurlausum móum og melum, milli þess sem þeir eru útþvældir á vegunum út frá bænum, hýddir með svipum og stígvjelahæl- um á harðaspretti. Vilji bærinn sjá ferðamönnum fyrir beit handa hestum þeirra, væri hon- uin ólíkt sæmra að selja þeim heldur fóður, sem ræktað væri á bæarland- inu, með sanngjörnu verði, en neyða þá til að flytja þangað hesta sína, sem þeir enga björggetafengið; en troða landið og spraka til stór skemda. Bœarbúi. KLÆÐ A VE R KS MIÐ J A CHR. JUNCHERS, RANDERS. Sparsemin er leið tilláns og velgengni. Þessvegna ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fataefni (einnig færeyisk húfu- klæði) og vilja fá að gera ull sína og gamlar ullartuskur verðmætar, að skrifa Klseðaverksmiðju Chr. Junkers í Randers og biðja um fjölbreyttu sýnishornin, er send eru ókeypis. — Getið Vísis. Vindlar af mjög mörguin tegundum seljast frá í dag til Jóla í heilurn köss- um, og stærri kaupum, með alveg sjerstaklega lágu verði. Carl Lárusson Laugaveg 5. Nærföí hvergi betri en hjá Reinh. Andersson, Dæmalausí ódýrt Cacao ágætt 0.85 (ódýrara í stærri kaupum). Consum Chocolade 0.88 Víking — 0.88 Vanille — 0.67. Gerpúlver egta á 0.85. Sýltetöi mjög ódýrt. Margskonar niðursoðið t, d. Sar- dínur frá 0.20 au. dósin. Egta Grísasýlta, 2 pd. dós 0.90 au. Sæt saft, pelinn 0.20. Ofnsverta 0.07 dósin. Fægiduft 0.04, o. fl. og fleira. Carl Lárusson. Laugaveg 5. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heinia kl. 10—11 og4—5. Talsími 16. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrccti 8. Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.