Vísir - 05.01.1913, Qupperneq 1
500
15
Föí og Fataefni. iiíSSRleS
úr'/al. Föt saumuð og afgreidd á 12-14 tíniuvn.
Hvergi ódýrari en í ,OAGSBRÚN‘. Sími 142.
ivemur venjul.út alla daga nema laugar
Algi.í Haínarstræti 20. kl. Il-3og4o.
25 bloö frá 20. des. kosta A skrifst.50 au.
Send út um land 60 au — Einst. blöð 3 a
Skrifstoía i Hafnarstræti 20. Venju-
lega opin kl. 2—4. Sí t 400.
au^i______ _________... __^
sjeskilað fyrir kl.3 daginn fvrir biríingu
Sunnud. 5. jan- 1913.
— Hálft þúsundið i dag. —
Háflóð kl. 3,58“ árd. og 4,21‘síðd. j
Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘síðar. j
1
Afrnceli. )
Siggeir Torfason, kaujrm., 50 ára.
Þorst. Sigurðsson, skósm., 40 ára.
Vilh. Bernhöft, tannlæknir.
Veðrátta í dag.
Loftvog Hiti Vindhraðilí bo rc ic <D >
Vestme. 736,6: 1,5 0 Skýað
Rvík. 735,7' 1,5 0 Alsk.
ísaf. 739,4: 0,8 A 4 Skýað
Akureyri 737,5 0,5 N 4 Alsk.
Grímsst. 704,5 3,2 NNV 2 Hríð
Seyðisf. 735,1 4,3 SV 3 Alsk.
Þórshöfn 743,2 5,2 ! i vsv j 6 1 Regn
N—norð- eða noi ðan. A - aust- eða
austan, S—suð-eða sunnan, V—vest
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig :0—logn.l—andvari,2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6 —
stinningskaldi,7—snarpur vindur 8 —
hvas: /iðri,9 stormur,10—rok, 11 —
ofsaveður, 12-~fárviðri.
Frost táknað með skáiejri.
j dag 5. jan. byrjar fyrirlestra-
flokkur um spádómana í Dan-
íelsbók og Opinberunarbókinni. —
Þessir spádómar segja nákvæmlega
frá hvar vjer erum staddir í heims-
sögunni.
Fyrirlestrunum til skýringar verða
sýndar myndir af hinum ýmsu jar-
teiknum (Symboler), sem nefnd eru
í þessunr bókum.
Allir velkomnir
O. J. Olsen
J&xwavn&a
er í ár frá 5.-12. jan. — Samkoma
í Sílóam við Grundarsiíg í dag
kl. 6V2 síðd. — Allir velk'omnir, dn
tillits til trúflokka.
Framfarafjelagið
heldur fund í Iðnadarmannahúsínu
uppi á lofti, sunnudaginn 5. janúar
kl. 6. e. h. Bjarni Jónsson segir sögu.
munið eftir fundiuum í
Lr. F. K. R.
á fimtudaginn kemur.
Fjölmennið !
S t j ó r n i n.
Líkkistur og líkklæði
er best að kaupa í verksmi j nni
Laufásveg 2. hjá
EYVINDI ÁRNASYNl.
Teppi lánuð ókeypis í kirkiuna.
---cJVrtll UlUUIIdl dl IVCIliy
»ötu ó.—Simt 93.—HELGl og EINAR.
yxí 4Uöt\dwm
Morð í
Kaupmannahöfn.
Hlð hryllilegasta, sem
þar hefur verið framið
síðan Philipsens-
morðið.
--- NL
Það er frá Vinding að segja, a§
þann dag, sem morðið var framið,
var hann snemma á fótum og var
einn þeirra er stóðu á götunni fyrir
framan hús hins niyrta (lögreglu
þjónar heftu aðgang að húsinu) og
var með þeim áköfustu að ná í
frjettir af morðinu. Talaði hann
mjög um, hve hryllilegt það væri
og aumkvaði ekkjuna og skyldmenni
hins látna. Altaf var hann að
skjótasttil lögregluþjónana og spyrja,
hvort frú Koch væri ekki komin af
lögreglustöðinni, en svo var ekki.
Síðast kom hann kl. 2, og er
hún var enn ókomin, hefur hon-
uin víst þótt grunsöm vera hennar
þar og fundist vissast að hypja sig.
Síðan hafði enginn sjeð liann.
Nú var lögregla alls landsins
í uppnámi og lögregluþjónar sendir
af stað, og á þriðja degi hafðist
upp á pilti f Skelsör. Hafði hann
þá látið raka sig vendilega. gekk
með blá gleraugu og var í íslenskri
peysu, að sagt er. Hann hafði
tekið herbergi þar á leigu og voru
nú tveir efldir lögregluþjónar sendir
inn til hans. Hann var heinia, og
þeir tóku upp ljósmynd, sem þeir
höfðu og báru saman, en fanst
maður svo ólíkur, að þeir voru í
þann veginn að kveöja og biðja
afsökunar, fr annar stakk þó upþ á
því til vara, hvort honum væri ekki
sama, þó hann kæmi með þeini á
lögreglustöðina. — Velkomið, og
svo löbbuðu þeir allir af stað og
halarófa af götudrengjuni á eftir.
En er þeir voru komnir rjett að
lögreglustöðinni. vatt morðinginn
sjer að þeiin svo hart, að þeir voru
nærri fallnir um koll. Hann hljóp
yfir garða og girðingar sem vitlaus
maður og komst til skógar.
,Nú var stefnt saman öllu lög-
regluliði frá borgunum í kring og
margir kornu frá Kaupmannahöfn.
Voru menn vel vopnaðir og höfðu
sporhunda og gengu svo í skóginn.
Var hrópið : Lifandi eða dauður.
En leitin varð árangurslaus.
Maðurinn hafði stolið bát og
leitað út á djúpið, en hungur og
vosbúð þrengðu svo að, að haun
lagði til lands í Korsör. Þar þekt-
ist hann og var tekinn,
Miklar líkur eru til, að maður
þessi liafi fyr meir drepið tvær
heitmeyar sínar á eitri, og margir
glæpir aðrir eru lionum kendir, þó
ekki hafi hann komist undir manna-
hendur fyr en þetta. Eru þar með
húsbrunar, svik, falsanir og innbrots-
þjófnaðir.
Sendiherra Bandaríkj-
anna í London er nýdáinn.
Mesta háflug, sem farið
hefur verið til þessa, er þaö, sem
frakkneskur maður að nafni Garr.os
fór ll.f.m., en það var 5600 metra
frá jörðu. Næst honum hefur kom-
ist Legágneux, sem flaug 5450 metra
upp i loftið 17. sept. í haust, eins
og Vísir skýrði þá frá.
Myikur karlmaður. A. von
Humboldt og E Hiickel hafa áður
sagt frá mylkum karlmönnum, en
þeir.eru mjög fátíðir. Hefur það
þvi vakið. rnikla eftirtekt manna, að
í fyrra niánuði sýndi dr. Leppmannn
á læknafundi í Beriín 21 ára gaml-
an karlmann tneð svo stóra brjóst-
kirtla, að hann getur gefið barni
brjóst. Hann er andlega og líkam-
lega að öllu leyti með fullu eðli.
9
Ur bæniim.
Hafnarfjarðar-pó turinn fer
hjeðan fyrst um sinn kl- 2 síðdegis,
en ekki kl. 4 eins og áður.
Póstáætlun Reyjavíkur er ekki
komin út enn um þenna ársfjórð-
ung. Það hefur ekki verið hægt
að semja hana, af því að aðrar áætl-
auir eru ekki komnar út allar.
KAUPSKAPUR
Kvengrímubúningar eru saum-
aðir og leigðir út í Austurstræti 1.
Lítið hús til sölu eða leigu. Uppl.
j á Bergsta'astræú 43.
stúkunnar Einingin nr. 14 verður
miðvikudagskvöld. 8. þ. m. kl. 8l/2.
Þeir, sem óska að gerast fjelagar
hennar, geta fengið allar uþplýsing-
ar hjá Árna Eiríkssyní, Borgþór
Jósefssyni, Þorvarði Porvarðarsyni
eða hverjum öðruni fjelaga hennar
sem er.
Allir velkomrtir.
Lík fundið.
í gær ntorgun kl. 9s/4 var maður
að leita eftir rekaldi í fjörunni kring
um bryggju Björns Kristjánssonar
verslunar. Sá liann þá kvcnnmanns
lík í fjörunni og var höfuð og
brjóst inni í þarabrönninni. Hann
kallaði á mann, er þar gekk fram
hjá, og færðu þeir líkið upp á
klappirnar. Hjeraðslæknirinn var
svo kallaður til. Stúlkan var fyrir
löngu stirðnuð, enda hefur skolasl í
þaranutn fyrir nær tveim tímu**' er
háflóð var.
Margir komu þar að, er l'kið
var, en enginn þekti það. Var þaö
svo flutt í líkhús.
Nokkru stðar vitnaðist, hver stúik-
an var. Hún hjet Jónína Jónsdóttir
frá Bergstaðastræti 29., um tvítug
að aldri, ættuð frá Vælugerði í Flóa.
Hún hafði farið frá móður sinni,
er býr hjer í bænum, um kl. 9
kveldið áður, og - ráðgerði þá að
fara i Bíó, en síðan hafði ekki
frjetst af henni.
í gærdag fanst brjef frá henni til
moður sinnar, er hún haföi skrifað
kveldið fyrir, þar sem hún segist
ekki -geta litað lengur, en engum
sje um að kenna.
Fógeti hafði ákveðið, að líkiðyrði
krufið, ef ske kynni, að um morð
væri að ræða, en eftir að brjefið
koni fram, muni óvíst, að það verði
gert.
Stúlka þessi var mjög hæglát og
stilt, kom híngað í bæinn í haust
og ætlaði að vera lijer við nám í
I
vetur, en þá brást henni, að hún
féngi sumarkaup sitt og tók því
það ráð að vinna hjer íyrir fæði og
læra ensku á kveldskóla. Hefur ef
til vill hugsað sjer að fara vestur
úm haf.
Munið eftir
Tombólimni
í Good-Tetnplaraiiúsinu í kvöld (5.
jan.) kl. 8.
v (Sjá götuauglýsingar).
Auglýsingar komi fyrir kl. 3 dag-
inn fyrir birtingu.
Byrjið árið með Jjyí að
versla í LIYEBPOOL.