Vísir - 09.01.1913, Síða 2
V I S I R
Ekki er alt gull
sem glóir
Skáldsaga
eftir Charles Garvicr.
----- Pih.
>Okkur er mikil ánægja að því
að koma, jeg hefi skrifað jarlinum
nokkrar línur til þess að þakka fyrir
ungfrú Judy Slade* svaraði frú Darth-
worth.
»Það er ágætt, jeg sje ykkur þá
öll í kveldt, að svo mæltu hneigði
Raymond sig fyrir hjónunum og fór.
Þegarhann kom út, var sami reiði-
svipurinn á andliti hans og brugðið
hafði fyrir inni í lestrarsalnum ; hann
þaut ragnandi á bak hesti sínum,
án þess svo mikið sem að Iíta á
hestasveininn, keyrði hestinn sporum
og þeysti á stað.
»Skárra er það nú« sagði mann-
auminginn ogyfti öxlum »þetta kalla
Jeg bæði ókurteyst og íllmannlegt
og þakka guði fyrir að jég er ekki
vesalings hesturinn hans, það veit
hamingjan.»
Af þessu iná sjá að Raymond
naut engrar sjerlegrar hylli á lífs-
leiðinni.
Hann keyrði hestinn áfram það
sem hann komst, svo vesalings skepn-
an var löðrandi sveitt og lafmóð,
þegar hann loksins kom heim.
Hestasveinn kom hlaupandi til að
hirða hestinn, en lávarðurinn slangr-
aðist upp tröppurnar og andlit hans
var afmyndað af reiði.
Hann tautaði fyrir munni sjer:
»Skárri er það nú fj........hroka-
beigurinn. Jeg skal sýna henni hvernig
það er að móðga mig, stelpuasnan-
um.
Meðan þessu fór fram, reið Vero-
nika um skóginn, þakklát fyrir að
hafa losast við að hitta lávarðinn.
Hún fór mjóa götu, sem var
uppáhaldsvegurinn hennar, því þar
mætti hún aldrei neinum nema skóg-
arverðinum stöku sinnum, því öll
umferð var stranglega bönnuð öll-
um óviðkomandi.
Þennan morgun brá þó út af
venjunni. Veronika stöðvaði hest-
inn og hlustaði, því gegn um þjettan
skóginn heyrði hún óm af hljóðfæra-
slætti.
Það var líkast því, sem skógar-
guðinn hefði vaknað af margra ára
svefni , og væri að telja raunatölur
sínar, og reyna að vekja meðaumkvun
mannanna með undurfögrum hljóð-
færaslætti, sem snerti instu strengi
hjartans.
Veronika sat alveg grafkyr ofurlitla
stund og hjelt að sigværi að dreyma.
Hljóðfæraslátturinn hjelt áfram svo
ógnar sorglegur, að Veroniku vökn-
aði um augu.
Alt í einu sá hún mann koma
gangandi milli trjánna hann var að
leika á fiðiu og tók ekkert eftir henni.
Hann var hár og grannur og
andlit hans lýsti eins mikilli alvöru
eins og lagið, sem hljómaði frá fiðlu-
strengjunum.
Veronika flýtti sjer að þurka sjer
um augun, því henni þótti skömm
að því að fremur ílla klæddur um-
renningur skyldi geta haft svo mikil
áhrif á sig.
Alt í einu leit maðurinn upp
nokkur skref frá henni og um leið
I
hætti hann að spila og stakk fiðl-
unni undir handlegginn, eins og
hann væri hræddur um að Veronika
mundi gera tilkall til hennar.
»Vitið þjer að það er bönnuð
umferð hjer?« spurði hún kuldalega.
Maðurinn tók ofan, hann hafði
hárauða klæðishúfu á höfðinu, hann
var jarphærður og gráeygður og
horfði dapurlega á hana meðan hann
svaraði.
Veronika gleymdi snöggvast reiöi
sinni, því henni var forvitni á að
vita, hver þessi velvaxni og laglegi
maður væri.
»Er bönnuð umferð hjer* endur-
tók hann, og var auðheyrt á málfæri
hans, að hann var mentaður maður.
»Jeg hafði ekki hugmynd um það,
jeg var að leita að kyrlátum stað,
þar sem jeg gæti spilað í friði; og án
þess að vita að umferð væri bönnuð
gekk jeg hjer inn í skóginn.«
»Veroniku var nú runnin reiðin,
en Ijet þó ekki á því bera.
»Þjer eruð hjer í leyfisleysi og
þjer hljótið að hafa klifrað yfir
girðinguna, eða hvernig komust
þjer inn í skóginn*, spurði hún.
»Já, jeg man það núna, að jeg
stökk yfir lága girðingu, en trúið
mjer, ungfrú, jeg var alveg búinn
að gleyma því.«
Veroniku var alveg forviða á kurt-
eisi mannsins, sem stakk svo mjög
í stúf við klæðaburð hans.
»Það standa víða aðvaranir á girð-
ingunum«, sagði hún svo eftir litla
þögn.
»Jeg sá þær ekki, ungfrú,« svar-
aði hann, »en það er engin afsök-
un, jeg er hjer í óleyfi og jeg bið
yður afsökunar.«
Að svo mæltu hneigði hann sig
kurteislega, setti upp húfuna og
gekk af stað.
»Bíðíð þjer ögn við«, kaliaði
Veronika til hans. »Hvað heitið
þjer?«
»Tazoni«, svaraði hann þóttalega.
»Jeg bý þarna úti á almenningn-
um,« bætti hann við og benti í
áttina til mýrafiákanna.
»Eruð þjer þá t'lökkumaður?«
spurði hú.i undrandi.
»Já, uugfrú*, svaraði hann og leit
á hana.
Hún tók upp taumana, sem hún
hafði lagt fram á makkann á hest-
inum meðan á samtalinu stóð, og
kom nú reiði hennar aftur í ljós,
er hún sagði: »Þjer getið nú ekki
lengur látið eins og þjer vitið ekki
að það er óleyfilegt fyrir yður að
vera hjer. Jeg vona að þjer dirfist
ekki að koma hjer aftur, Darthworth
lávarður hefur ímigust á öflum
flökkumönnum. Þar að auki hafið
þið hnuplað talsverðu frá — — «
»Fyrirgefið, ungfrú,* greip hann
stillilega fram í fyrir henni. »Flokk-
urinn, setn jeg ræð yfir, hefur aldrei
hnuplað neinu, hvorki frá Darthworth
lávarði eða öðrum, og með því að
jeg hefi ekki gert neinn skaða hjer,
þá hafið þjer enga ástæðu til að
svala hatri yðar og bræði á mjer.«
Frh.
Eggert Claessen.
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.
Venjulega heima kl. 10—11— og4—5.
Talsínti 16.
100 tunnur kartöflur
3000 pund Wtkál
verður selt í stórsölu
afaródýrt.
VÖRUHÚSIÐ.
Þorskanetagarn,
írskt, 4-þætt, sjerlega góð tegund, fæstf
Frönsku Versluninni,
Hafnarstræti 17.
Aðeins kr, 1,10 hespan.
Hrognkelsanetagarn, 3-þætt, lægsta verð, sem hjer hefur heyrst.
HLAÐNAR PATRÓNUR
— smáar og stórar —
í verslun
EINARS ÁRNASONAR.
Botnvörpuskip til söilu.
Folio 1109.— 139 feta.—Byggður 1906. — Lloyds-þrígangs vjelar. 60
fullku. hestöfl, 10 mílur á kl. tímanum með lítilli kolaeyðslu.
Folio 1103. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrígangs-vjelar, 75
fullk. hestaöfl. 10 mílur á kl. tímanum með 6 tonna kola-
brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak.
Folio 1078.— 130 feta—Byggður 1904. Lloyds þrígangsvjelar. 70 fullk.
hestöfl. IOV2 mílu á klt., 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hvál-
bak. Lágt verð.
Follo 1663.— 120 feta — Byggður við endir ársins 1991. Lloyds þrí-
gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og
fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill,
sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostnaðnr
um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acetylen-Gas-
tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús. kr.
Folio 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C.
vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda
ársins 1909, er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting, Mikið nýtt
1911. Nýr skrúfuás 1909. Lágt verð.
Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o.s.frv. snúi lysthafendur
sjer til Sharp Brothcrs, Baltic Chambers, New-Castle-on Tyne,sem
hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: New-CastIe-on-Tyne,Scott’s Code.
^ KAUPSKAPUR
Sunnudagsblaðið af Vísi
Til sölu. 1 Konsolspegill, 1 I.
Horn-Etagere, alveg nýtt. 1 skrif-
borð. Afgr. vísar á.
Ágætt sjókoffort til sölu á Njáls-
götu 33 A.
Peningaskápur óskast til kaups
nú þegar með tækifærisverði. Afgr.
v. á.
Hvítt tóuskinn fæst á afgr. Vísis.
Tómar hálfflöskur eru keyptar
á afgr. Sanitas. Lækjarg. 10.
Glímuólar og legghlífar til sölu
undir hálfvirði. Afgr. v. á.
TAPAD-FUNDIÐ
Peningabudda með peningum
í hefur verið skilin eftir í búð Ásg.
G. Gunnlaugssonar. Rjettur eig-
andi vitji hennar þangað.
V I N N A
Stúlka óskast í vist til Vest-
mannaeya i fiskiaðgerð. Gott heimili.
Hátt kaup. Afgr. v. á.
Harmóníkuleikari óskast næsta
laugardagskveld. Hringið upp síma
364 fyrir föstudagskveld.
Östlunds-prentsm.
M 500
er keypt á afgreiðslunni fyrir 10 a.u.í
Kensla f þýsku
ensku, dönsku o. fl. fæst hjá
cand. Halldóri Jónassyni
Vonarstræti 12. II.
Sími. 278.
Nærföt
hvergi betri en hjá
Reinh. Andersson.
L e 1 G A
Kani og hestur með eða án
keyrslumanns fyrir fjóra menn til
leigu. 1 kr. um tímann. í Ráða-
gerði.
Salur, stór og góður, fæst til
afnota til fundarhalda, uppboðshaída'
og dansleikja. Semjið viö Halldór
Kjartansson.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.