Vísir - 18.04.1913, Side 3

Vísir - 18.04.1913, Side 3
£awðtat vestoá. Mjög margir hjer í bæ munu kann- ast við cand. theoi. Þorstein Rjörns- son, sem fyrir nokkru fór til Vestur- heims og nú er í Winnipeg. Hann hefur í haust, sem leið gefið út bók, sem heitir »íslenskir höfuð- lærdómar* *, og er það samanburður á lútersku og únítara stefnunni og nýu guðfræðinni, og er auðfundið að honum líkar síst nýguðfræðin. Hann kveðst hafa fengið upplýs- ingar og athugasemdir hjá þrem- ur lúterskum guðfræðingum (dr. Jóni Bjarnasyni, prófessor Runólfi Mar- teinssyni og sjera Hirti Leó), og 2 únítaraprestum (Rögnvaldi Pjet- urssyni og Ouðmundi Árnasyni), en ungum nýguðfræðing. — Má vera, að hann hafi þóst hafa fengið nóg af upplýsingum beinlínis og óbeinlínis hjá sjera Friðrik Berg- mann í viðskiftum sínuni við hann, er hann var nýkominn til Ameríku. Aftur eru fjölmargar tilvitnanir í bók enska prestsins R. J. Campbells, »Nýa guðfræðin*, en þótt hann sje ljós með Bretum; er þó nýa guðfræðin hjer á íslandi fremur komin sunnan af Þýskalandi, og sakna jeg þess, að ekki skuli frem'- ur vitnað í bækur þaðan, en best hefði þó verið, ef höf. hefði vitnað beinl. í skrif islenskra nýguðfræðinga. Væri óskandi, að hann sæi sjer það fært, þegar þetta rit hans verð- ur endurprentað, því að jeg tel lík- legt, eins og nú standa sakir, að beinlínis ritið seljist alveg bráðlega. Niðurlagsorð ritsins eru þessi: „»Nýa guðfræðin* er hvorki trú nje skoðun, heldur undarlegur blend- ingur af báðu, og í rauninni skrípa- mynd hvors tveggja. Hún viliir um trú mannsins og telur um fyrir honum, að hann sje sjálfum sjer nógur, og þurfi engrar opinberun- ar. Samt þykist hún trúa á einhvern »Krist«, sem þó er hvorki frelsari mannkynsins eða guðs sonur í nein- um sjerstökum skilningi. Virðist það persónugervi annað veifið vera einhver hálfgerð skynsemis- og hálf- gerð anda-trúar-vera; hitt veifið ný- tilbúin falsnefning á eðlisþroska mannsins. — Yfirleitt sýnist hún snú- ast um sjálfa sig í orötækjum, sem búin eru að missa rjett innihald og sanna merkingu. — í stystu máli mætti segja, að kristnin sje trú á sannleikans Ijós, opinberað af almáttugum guði; únítarakenninginsje sífeld leit manns- andans af eigin ramleik að huld um sannleiks-fjársjóðum í hofi til- verunnar; en »nýa guðfræðin« (viljandi eða óviljandi?) villandi um veginn til sannleikans.. S. Á. Qíslason. Frá bæarstjórnarfundi. (Fundargjörðin.) Árið 1913 fimtudag 17. apríl var reglulegur fundur haldimn í bæarstjórninni. Fundurinn var sett- ur kl 5,18‘ og voru þá mættir þessir bæarfulltrúar auk borgarstjóra: Tr. G., Sv. |Bj., porv. Þorv., Kr, Þorgrss,. J. Jenss., A. Svb., J. Þorl., L. H. B., P. Quðm., Katrín Magn- Odýrar vefnaöar^i vörur. | Vandaðar vefnaðar- | vörur. 1 Ódýrasta vefnaðarvöruversl- un bæarins, aðeins nýar, smekk- legar, vandaðar og ódýrar vörur. Stórt úrval af: Kjólaefnum, allskonar sirts, tvisttau, flónel, stubbasirts, sængurdúkum.gardínuefni hvítu og misIilUjfóðurefni ýmiskonar. Sjöl, stórt og fallegt úr- val, nærfatnaður og prjóna- varningur, allar teg., afar ódýrt o. fl. o. fl. Margar vöruteg. vantar oss því miður enn þá, en bót í máli, að mikið er á Ieiðinni og kemur 28. þ. m. Lægsta verð á fslandi. Yerslunin „Y í E IÍT Gr U R“. Laugaveg 5. Cavl I»ávussot\. ússon, Kn. Zimsen og Kl. Jóns- son. Þetta var gjört: 1. a. Byggingarnefndargjörðir frá 8. apr. voru lesnar upp og sam- þyktar. b. Byggingarnefndargjörðir frá 13. apr. voru lesnar upp, ogsam- þyktir fyrstu 11 liðirnir. Með- an verið var að lesa 10. lið- inn kom H. Hafliðason á fund- inn kl 5,30‘. 12. liðurinn var og samþyktur, en erindi Eyólfs Gíslasonar um kaup á lóð við lóð hans (Doktorsstíg) var vísað til byggingarnefndar til úrslita. 2. Fasteignarnefndargjörðir frá 15. apr. voru lesnar upp og voru fyrstu 2 liðirnir samþyktir. Út af beiðni Th. Thorsteinssons og h/f íslands um framlengingu leigutímansá Kirkjusandi var sam- þyktsvo hljóðandi lillaga frá L, H. Bj. • Bærstjórninni þykir ofsnemt að taba ályktun um málið.* 3. 3 umræða um frumvarp til reglu- gerðar um skipun slökkviliðs og brunamála í Reykjavíkurkaupstað. Kl. 7,20‘ gekk Kr. Þorgríms- son af fundi. (Atkvæðagreiðslur fóru því næst fram um hinar sjerstöku greinar frumvarpsins og breytingartillögur við þær, og er þeim slept hjer.) Loks var gengið til atkvæða um frumv. í heild sinni með áorðn- um breytingum.að viðhöfðu nafna- kalli, og var það samþykt með at- kvæðum 9 viðstaddra fulltrúa og borgarstjóra. Nei sögðu Tr. G. og K. Zimsen, en L. H. B. greiddi ekki atkvæði. Máltíðarhje kl. 8. KI. 9,5‘ var fundur settur að nýju og voru þá mættir borgar- stjóri og þessir fulltrúar: Tr. G,( Sv. Bj,, Þorv. Þorv,, J. Jenson, | A. S\b., J. Þorl., L. H. B., Pj. Cuðm., Katu'n Magnússon, Kl. jónsson og K. Zimsen. Tillaga um að breyta dagskránni og taka fyrir erindi Indriða Rein- holts um einkaleyfi til að byggja sporbraut um bæinn o.fl. var borin upp. — K. Zimsen bað þess að það ekki væri gjört, þar sem hann þyrfti að bóka atkvæða- greiðsluna um hið síðasta af- greidda mál og rnundi því ekki geta fylgsl með umræöunum. Til- lagan var samþykt. Frh. Ekki er alt guil, sem glóir. Skáldsaga eftir Charles Garviie. ----- Frh. Judy borðaði hann með bestu lyst og Raymond sat og glápti á hana á meðan, cn tók ekki eftir að hún gaf einnig mjög nákvæmar gæt- ur að honum. Hún sá að hann var ekki eins og hann átti að sjer að vera, hana var ennþá ógeðs- legri og ruddalegri en vant var, en hún var búin að ásetja sjer að hún skyldi giftast honum, til þess að ná í eigur hans og tign, og hún ætl- aði sjer ekki að gefast upp fyr en í fulla hnefana. »Hvernig skemtið þjer yður?« spurði Raymond. »Ó — ekki meira en í meðala lagi, karlmennirnir hjerna eru æfin- lega svo dauðans leiðinlegir, frænka mín þorir ekki að bjóða nema ein- stöku útvöldum, helst svona hjerum- bil sextugum öldungum, og svo mönnum, sem hún veit með vissu, aö aldrei hafa svo mikið sem látið sjer detta í hug annað en — — — — — — ja þjer þekkið nú þessi blessuð dygðablóð, sem hjer eru, eins vel eins og jeg.« »Nú álítið þjer mig líka. svona einstakt dygðablóö?* »Nei, það er einmitt það, sem mjer líkar svo ágællega, að þjer eruð dálítið öðruvísi; jeg skil ann- ars ekkert í, að annar eins skað- ræðisgripur og þjer skuli fá að koma hjer inn fyrir dyr. Hafið þjer ekki vindling á yður? Frændkona mín má ekki sjá mig reykja; en þegar jeg er með yður, þá þori jeg að breyta svolítið út af regl- unum. — Þegar tveir svona skaö- ræðisgripir eins og við leggjum saman, þá fá þeir komið talsvert miklu til Ieiðar.« Raymond brosti aö oröum henn- ar, en svo datt honum í hug, hvað tveir »skaðræðisgripir«, sem hann þekti, ætluðu að starfa þetta kveld og brosið hvarf fljótt af andliti hans. Judy sá að hann var annars hug- ar og hjelt að hann mundi vera í peningavandræðum, hún hjeltáfram að tala um alla heima og, geima til þess að fá hann til- að gleyma, áhyggjunum, því hún vildi reyna að ná sem bestu tangarhaldi á hon- um, áður en hún færi aftur til borg- arinnar og það var ákveðið að hún J æri eftir 2—3 daga. Frú Darthwortli var farin að veita því eftirtekt, að hún sat um að vera með Raymond lávarði og henni var engan veginn um það gefið. því hún hjelt að Raymond mundi þá ef til vill hætta við, að ganga að eiga Veroniku, en áður hafði hún taiið víst að svo yrði. Þessi tilraun mishepnaðist nú samt sem áður í þetta sinn fyrir Judy, því áður en henni hafði orðið nokkuð ágegnt kom Beriford lá- varður til þess að sækja hana inn í danssalinn. Hún hafði aðeins tíma til að hvísla að Raymond, að koma að heimsækja sig þegar hann kæmi til Lundúna og lofaði hann því. — í flökkumanna-tjöldunum voru allir lagstir til svefns nema Tazoni og Maya. Tazoni sat fyrir utan tjalddyrnar sínar, hryggur í huga; hann fann að hann varð að fara í burtu, en liann vissi einnig að eftir það mundi hann aldrei framar líta glaðan dag. Alt í einu hrökk hann við; við það að maður kom og ýtti við honum. »Hvað viljið þjer?« spurði Ta- zoni. Frh. Sænsk saga frá 17. öld. (Úr fyrirlestri G. B. landlækis um jarðarfarir o. fl.) Barn dó hjá bónda nokkrumóskírt. Hann lagði af stað með líkið og sagði við strák sinn: »Leystu út kvíguna, strákur, og komdu með hana um leið«. Kom hann nú til prests og bað hann jarða barnið. »Það kemur ekki til mála það er óskírt«, sagði prestur. »Sussunei, jeg skírði það sjálfur«, sagði bónd- inn. »Það er sama«, mælti prestur, »það er ónýt skírn, jeg jarða það ekki — eða hvað sagðirðu?*. Þá svaraði bóndi: »Jeg sagði sem svo': jeg skíri þ:g í nafni föðursins og þess heilaga anda, Arnen*. »En hvað varð af syninum* sagði prest- ur mjög byrstur. Þá sagði bóndi: »Sonurinn er úti á hlaði með spik- feita kvígu handa yður, ef þjer jarðið barnið mitt innangarðs.« Og svo var barnið jaröað innangarðs. Hús til sölu smærri og stærri, á góðum stöðum í borginni. Eignaskifti má semja um með rjettu verði; hrein við- skifti affarabest. Upplýsingar hjá Bjarna Jónssyni* H verfisgötu 1 5. Að skrifa þetta á 1000 blaða- stranga, tekur 4 klukkutima, en að stimpla það,tekur40 mínútur (stimp- illinn kostar aðeins kr. 1.40). Stlmpla-verðllstl ligg- ur framml á afgrelöslu V fsIs. Nýkomið: ” ývxldat daas-máV\S. Nokkrar athuganir við rit Mr. C. H. Cox: »Villukenning s. d. adventista«. Eftir David Östlund.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.