Vísir


Vísir - 27.04.1913, Qupperneq 2

Vísir - 27.04.1913, Qupperneq 2
V J b I K Bríef. í Búda-Pest. (Eftiralþm.Jón Ólafsson — >R.v\k«.) Frá lo mai til 1. sept. verður skrifsiofa vor lokuð á Kvenrjettindakonur frá ýmsum löndum ætla að eiga fund með sjer í sumar í Búda-Pest. Eins og vant er, þegar alþjóða- fundir eru haldnir, voru boð send ýmsum fjelögum og skorað á þau að senda fulltrúa fyrir sitt land. Eitt slíkt kvað hafa borist kvenrjett- indafjelaginu hjer, og hafði Bríet Bjarnhjeðinsdóttir talað þar á fundí og lagt fastlega á móii því, að fje- lagið hugsaði nokkuð um að senda fulltrúa á fund þenna; kvað þess enga von að fjelagið gæti kostað • fje til þessa. Sumum fjelagsko um hafði komið þetta kynlega fyrir, og einhverjar jafnvel látið sjer detla í liug, að þetta mundi koma af því, aö Bríet þættist um ekkert vissari, en að hún yrði ekki kosin fulltrúi til farari .nar af fjelags-systrum sín- um, enda fullyrða sumar þeirra, að hafi Bríetu grunað þetta, þá hafi hún þar átt kollgátuna. Þykir þeim sumum misbrestur á, að hún kunni, sem kallað er, »manna siðuc hjer heima, og því síður fært að senda hana sem sýnishorn og fulltrúa ís- lenskra kvenna, langt út um lönd. Auk þess má bæta því við, að hún mun engan mann skilja, og enginn hana, í höfuðborg Ungvérjalands. Vitanlega skilur hún ekki önnur mál en íslensku og dönsku. En nú er það komið í hámæli, og haft eftir Bríet sjálfri, að ráð- herra vor hafi veitt henni fje af landsjóði (1000 kr.?) til að fara til Búda-Pest — væntanlega sem full- trúi hans, eða sjálfrar sín, því að íslenskar konur þykjast ekki við hana kannast sem sinn fulltrúa. Það fylgir sögunni, að Bríet sverji og sárt við leggi, að ekki hafi hán sótt um fje til fararinnar. Væri það satt, þá liti svo út sem ráðherra vor hafi neytt upp á hana þessu fje \ óbeðið, og er það því ótrúlegra, sem fje til þess er ekki veitt á fjár- lögunum. En hvað er hæft í þessu? Komið hefur íslenskum konum til hugar að rita fundinum í Búda- Pest mótmæli sín gegn því, að Brí- et verði skoðuð þar sem fulltrúi ís lenskra kvenna. Það væri leitt ef að því þyrfti að reka. Væri ekki nær fyrir þær að reyna fyrst að senda Bríet sjálfri mótmæli sín, og vita hvort það hrifi ekki. Því að ráðherrann sendi hana ó j beðinn seni sinn fulltrúa — það þarf enginn mjer að segja. laugardögum frá kl. 1. Det danske Petroleum- Aktieselskab, Reykjavík. Nokkrar duglegar stúlkur óskast til fiskvinnu í sumar. Kjörin afar góð: 32 kr. um mánuð- inn og alit frítt. Vinnan injög lengi, líklega íram í desember, ef þær vilja. Komið nú þegar að semja við Jón kaupm. Árnason, Vesturgötu 39. % STIMPLAR Stálstimplar (fyrir upphleypt letur) og kaut- schukstimplar, allar mögulegar gerðir, eru útvegaðir á afgr. Vísis. gffijgr Sýnishorn liggja frammi. Stimpilpúðar og stimpilblek altaf fyrirliggjandi. Beykjayí k ur-verslanir fyrir 40 árum. (Úr: »Ýms atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum«). F.ftir Kjemens Jónsson. Búðirnar í Reykjavík voru um 1870 að eins í Hafnarstræti; þó var ein í Aðalstræti (jeg tel Fischers- búð, nú Duus-búð, í Hafnarstræti). Hana átti Jóhann Heilmann (nú nýdáinn), og var hún í litlu, svörtu húsi, þar sem Coghiil bjó síðar i lengi, við hliðina á gestgjafahúsi Jörgensens (nú Hólel ísland). í Glas- gow, sem bar ægishjálm yfir öll hús í Revkjavík, var þá verslun um það leyti að líða undir lok. Þetta var eðlilegt; Hafnarstræti var næst sjónum, og þarna höfðu búðirnar verið frá því bærinn bygðist. Reykjavíkurbær í eiginlegum skiln- ingi var. þá Iítið annað en kvosin með kotaþorpunum umhverfis, Grjótaþorpinu og Hlíðarhúsahverfi að vestan og Þingholtshverfi og Skuggahverfi að austan. Öll húsin voru í miðbænum. Þó voru timb- urhús bygð við Vesturgötu (sem þá hjet Hlíðarhúsastígur) vestur að Hlíðarhúsuni, og við Bankastræti (sem þá hjet Bakarastígur) upp að Vegamótum. Svo voru og nokkur hús neðst við Skólavörðustíg og fram með læknum að austanverðu, svo sem stiftamtmannshúsið, baka- ríið, latínuskólinn o. fl. í flestar búðir var gengið úr Hafnarstræti. Þó var í eina búð (Möllersbúð, síðan lengi Hótel Alexandra, nú nr. 16) gengið úr bakgaröinum, fyrstígegnum dimm- an skúr og síðan inn í bJð- ina, sem var svo dimm, að komu maður gat í fyrstu ekki greint neitt. Það, sem nútíðarmanni rnyndi fyrst bregða við að sjá, var, hve afarhá búðarborðin voru, sjálfsagt hátt á aðra alín. Frá einokunartímunum var meðfædd óvinátta milli kaup- manna og landsmanna. Þeir síðar- nefndu álitu, að kaupmenn notuðu hvert tækifæri til að hafa af þeim fje, og töldu það því hvorki synd nje lagabrot, að hnupla aftur frá ungur og reglusamur, sem hefur gegnt deildarstjórastöðu í þrjú ár, óskar eftb fastri atvinnu nú þegar. Uppl. á afgr. Vísiá'. kaupmanninum. Af þessu hygg jeg, að búðarborðir. hafi verið höfð svona há upphaflega, og svona hjeldust þau alt fram undir 1880, þó að slíkur hugsunarháttur væri þá alment útdauður. Borðið í þeirri búð, sem jeg var í, var svo hátt, að jeg gat aldrei mælt Ijereft við það, nema með því að standa í stiga. Það var ekki verið að lokka kaupendur að rneð því að auglýsa vörur í blöðunum. Þess gerðist ekki heldur þörf; allir vissu hvar hvers um sig var að leita, því búð- irnar voru ekki svo margar eða fjölskrúðugar. Það var heldur ekki verið að tæla menn inn með því að trana vörunum franr í gluggana, enda var það ekki hægt, því bæði voru þeir fáir og smáir, og svo voru á hverju kveldi settir hlerar fyrir þá að innan (í sumum búð- um voru þó hlerar að utan), og því hefði það verið mikið umstang að flytja til og frá í gluggunum. í minni búð voru tveir gluggar. Und- ir öðrum stóð skrifpúltið, og birt- an var ekki svo mikil fyrir, að ástæða væri til að skerða hana. En í hinum voru tvær glerkrukkur; í annari voru sápustykki, sem kost- uðu túskilding hvert, og í hinni var brjóstsykur. Þetta var öll sýn- ingin, og ekki voru gluggarnir fjöl- skrúðugri í öðrum búðum. Á sumrum, einkum um lestatím- ann — því þá var afarmikið að gjöra — voru búðir opnaðar kl. 6 að morgni og lokað venjulega kl. 8 að kveldi; oft gat það þó dreg- ist lengur. En á vetrum voru þær eigi opnaðar fyr en kl. 8 eða jafn- vel seinna, en lokunartími var eigi viss. Það var neínil. þá alsiða að búðirnar voru fullar af fólki, sem ekkert keypti. Menn hýmdu þarna, þegar ekkert var að gjöra, sumpart af því, að þar var þó hlýrra en úti, eða heima í kotunum, og svo voru þeir að voka eftir því, að einhver náungi gæfi þeim í staupinu, — hvert handarvik var þá borgað með »snaps«. — Þar sem nú þyrpingin í búðinn fór vaxandi eftir að rökkva tók, gerðist þar venjulega hávaði mikill, sem oft endaði í íllindum og handalögmáli, sem búðarþjónarnir höfðu gaman af, og rjeru því oft undir. Búðirnar voru þannig aðal- samkomustaður og skemtistaður bæ- armanna, og því dróst lokun búð- anna lengur en skyldi. Stundum gat líka verið samviskuspurning að loka, ef kalt og fjúk var úti, því margir höfðu þá að litlu að hverfa, öðru enn drykkjukránni. Á einum tíma ársins var þólokun- artími búða þó nokkurnveginn viss, 1 og það var frá veturnóttum til ný- árs. Þá var sjaldan lokað siðar en kl. 6, og settust þá allir búðarþjón-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.